Nantes heimsótti Chartres og er óhætt að segja að gestirnir hafi haft töluverða yfirburði.
Staðan í leikhléi var 16-21 fyrir Nantes og fór að lokum svo að Viktor og félagar unnu tíu marka sigur, 27-37.
Viktor Gísli og Manuel Gaspar skiptu með sér vaktinni í markinu en Viktor varði fimm skot og var með rúmlega tuttugu prósent markvörslu.