Meirihluti þeirra sem hefur skoðun vill í Evrópusambandið Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2023 17:00 Evrópuhreyfingin telur að áhugi landsmanna á inngöngu í Evrópusambandið sé að aukast. Getty Images Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könnun Maskínu vilja ganga í Evrópusambandið. 66% vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka upp aðildarviðræður að nýju. Könnun Maskínu var framkvæmd fyrir Evrópuhreyfinguna í febrúar og fagna samtökin auknum áhuga landsmanna á Evrópusambandinu. Í könnuninni kemur fram að 40,8% aðspurðra hafi verið hlynntir því að Ísland gengi í Evrópusambandið en 35,9% andvíg. Sé einungis horft til þeirra sem tóku afstöðu merki það að 53,3% Íslendinga séu hlynnt inngöngu í sambandið. Mjótt er á munum og margir svöruðu „hvorki né“.Maskína/Evrópuhreyfingin Jón Steindór Valdimarsson formaður Evrópuhreyfingarinnar segir að stuðningur við Evrópusambandsaðild hafi vaxið jafnt og þétt að undanförnu. „Þetta er í fyrsta sinn frá því mælingar Maskínu hófust, árið 2011, sem við sjáum að stuðningur við aðild er meiri en andstaðan […] Við höfum líka lært mikið af stríðinu í Úkraínu og áhrifum Brexit sem hafa reynst Bretum þungt í skauti. Sveiflur í gengi krónunnar, himinháir vextir og verðbólga hafa örugglega sín áhrif líka. Þá sjáum við að stuðningur við ESB er minna flokksbundinn en áður, og innan allra fylkinga vex áhugi á aukinni Evrópusamvinnu,“ segir Jón Steindór í tilkynningu. Á myndinni ber að líta þróun síðustu tólf ára.Maskína/Evrópuhreyfingin Önnur könnun á vegum Maskínu var gerð í desember þar sem spurt var um afstöðu fólks gagnvart því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Tæpur helmingur, eða 48%, var hlynntur því að ráðist yrði í atkvæðagreiðslu. Ef aðeins er horft til þeirra sem tóku afstöðu voru 66% hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það er skýr stefna hjá okkur í Evrópuhreyfingunni að halda beri þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland eigi að taka aftur upp aðildarviðræður við ESB. Með skýru umboði er hægt að ganga til samninga og sjá síðan svart á hvítu hvað stendur til boða. Að því loknu yrði fullkláraður samningur borinn fyrir þjóðina sem gæti þá kosið um aðild á upplýstan hátt,“ segir í tilkynningu Evrópuhreyfingarinnar. Tæplega helmingur, 48%, sögðust hlynnt því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu eða 66% ef einungis er horft til þeirra sem tóku afstöðu - með eða á móti.Maskína/Evrópuhreyfingin Evrópusambandið Skoðanakannanir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Könnun Maskínu var framkvæmd fyrir Evrópuhreyfinguna í febrúar og fagna samtökin auknum áhuga landsmanna á Evrópusambandinu. Í könnuninni kemur fram að 40,8% aðspurðra hafi verið hlynntir því að Ísland gengi í Evrópusambandið en 35,9% andvíg. Sé einungis horft til þeirra sem tóku afstöðu merki það að 53,3% Íslendinga séu hlynnt inngöngu í sambandið. Mjótt er á munum og margir svöruðu „hvorki né“.Maskína/Evrópuhreyfingin Jón Steindór Valdimarsson formaður Evrópuhreyfingarinnar segir að stuðningur við Evrópusambandsaðild hafi vaxið jafnt og þétt að undanförnu. „Þetta er í fyrsta sinn frá því mælingar Maskínu hófust, árið 2011, sem við sjáum að stuðningur við aðild er meiri en andstaðan […] Við höfum líka lært mikið af stríðinu í Úkraínu og áhrifum Brexit sem hafa reynst Bretum þungt í skauti. Sveiflur í gengi krónunnar, himinháir vextir og verðbólga hafa örugglega sín áhrif líka. Þá sjáum við að stuðningur við ESB er minna flokksbundinn en áður, og innan allra fylkinga vex áhugi á aukinni Evrópusamvinnu,“ segir Jón Steindór í tilkynningu. Á myndinni ber að líta þróun síðustu tólf ára.Maskína/Evrópuhreyfingin Önnur könnun á vegum Maskínu var gerð í desember þar sem spurt var um afstöðu fólks gagnvart því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Tæpur helmingur, eða 48%, var hlynntur því að ráðist yrði í atkvæðagreiðslu. Ef aðeins er horft til þeirra sem tóku afstöðu voru 66% hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það er skýr stefna hjá okkur í Evrópuhreyfingunni að halda beri þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland eigi að taka aftur upp aðildarviðræður við ESB. Með skýru umboði er hægt að ganga til samninga og sjá síðan svart á hvítu hvað stendur til boða. Að því loknu yrði fullkláraður samningur borinn fyrir þjóðina sem gæti þá kosið um aðild á upplýstan hátt,“ segir í tilkynningu Evrópuhreyfingarinnar. Tæplega helmingur, 48%, sögðust hlynnt því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu eða 66% ef einungis er horft til þeirra sem tóku afstöðu - með eða á móti.Maskína/Evrópuhreyfingin
Evrópusambandið Skoðanakannanir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira