Mjólkurgrautur og slátur í Hrísey og þorrablót í kvöld Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. febrúar 2023 12:01 Hríseyingar komu saman í hádeginu og fengu sér mjólkurgraut og slátur í boði ferðafélags eyjunnar. Hér skammtar Þröstur Johan Jörundi graut og Ómar bíður þolinmóður á meðan. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Hrísey komu nú saman í hádeginu til að gæða sér á mjólkurgraut og slátri og í kvöld er þorrablót í eyjunni. Þá er haldið upp á 112 daginn og kökubasar verður líka í eyjunni í dag . Íbúar í Hrísey eru um 120 með fasta búsetu en yfir sumartímann fjölgar þeim þegar fólk flytur í sumarhúsin sín. Það er mikil samstaða á meðal íbúa en í hverjum mánuði býður ferðamálafélag Hríseyjar öllum upp á mjólkurgraut og slátur í hádeginu á laugardegi í félagsheimilinu eins og í dag. Ásrún Ýr Gestsdóttir starfar fyrir byggðaþróunarverkefnið Áfram Hrísey og veit allt um dagskrá dagsins. „Og svo klukkan 13:00 verður kökubasar í Hríseyjarbúðinni, sem foreldrafélag Hríseyjarskóla stendur fyrir og síðan erum við að halda upp á 112 daginn því að við fengum nýjan slökkviliðsbíl í vikunni og björgunarsveitin í eyjunni er búin að vera að endurnýja búnaðinn sinn, þannig að það verður opið hús hjá þeim á milli 14:00 og 16:00. Við erum alltaf að skemmta okkur í Hrísey en það er sérstaklega góð skemmtun í dag,” segir Ásrún Ýr. Ásrún Ýr Gestsdóttir, sem vinnur fyrir byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey” Aðsend Og áttu von á miklu stuði og stemningu á þorrablótinu í kvöld? „Já, heldur betur. Ég held að það séu um 140 manns, sem hafa skráð sig á blótið og við vitum að maturinn verður góður þó fólki finnist hann mis góður. Svo verður skemmtileg hljómsveit með ball. Við Hríseyingar erum glöð upp til hópa þannig að ég geri ráð fyrir mikilli skemmtun.” Nýi slökkviliðsbílinn verður til sýnis í dag á 112 deginum en hér eru þeir Ingólfur, Klas, Vigfús og Hörður við bílinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En lífið í Hrísey svona almennt, hvernig gengur það? „Það gengur bara vel. Við fórum af stað með byggðaþróunarverkefni í haust, sem heitir “Áfram Hrísey”, sem ég starfa fyrir og við höfum fundið fyrir miklum áhuga. Fólk vill koma og prófa að búa út í eyju, þannig að núna erum við helst að vinna í því að fá langtímaleiguhúsnæði, sem virðist vera að ganga upp. Við erum búin að fá vilyrði frá Akureyrarbæ að breyta hérna lóðum úr einbýlishúsalóðum í fjölbýlislóðir og það eru áhugasamir einstaklingar og fyrirtæki, sem hafa áhuga á að byggja. Þannig að við erum mjög bjartsýni á framtíðina hérna,” segir Ýr Gestsdóttir, sem vinnur fyrir byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey.” Byggðaþróunarverkefnið Hrísey Akureyri Þorrablót Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Íbúar í Hrísey eru um 120 með fasta búsetu en yfir sumartímann fjölgar þeim þegar fólk flytur í sumarhúsin sín. Það er mikil samstaða á meðal íbúa en í hverjum mánuði býður ferðamálafélag Hríseyjar öllum upp á mjólkurgraut og slátur í hádeginu á laugardegi í félagsheimilinu eins og í dag. Ásrún Ýr Gestsdóttir starfar fyrir byggðaþróunarverkefnið Áfram Hrísey og veit allt um dagskrá dagsins. „Og svo klukkan 13:00 verður kökubasar í Hríseyjarbúðinni, sem foreldrafélag Hríseyjarskóla stendur fyrir og síðan erum við að halda upp á 112 daginn því að við fengum nýjan slökkviliðsbíl í vikunni og björgunarsveitin í eyjunni er búin að vera að endurnýja búnaðinn sinn, þannig að það verður opið hús hjá þeim á milli 14:00 og 16:00. Við erum alltaf að skemmta okkur í Hrísey en það er sérstaklega góð skemmtun í dag,” segir Ásrún Ýr. Ásrún Ýr Gestsdóttir, sem vinnur fyrir byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey” Aðsend Og áttu von á miklu stuði og stemningu á þorrablótinu í kvöld? „Já, heldur betur. Ég held að það séu um 140 manns, sem hafa skráð sig á blótið og við vitum að maturinn verður góður þó fólki finnist hann mis góður. Svo verður skemmtileg hljómsveit með ball. Við Hríseyingar erum glöð upp til hópa þannig að ég geri ráð fyrir mikilli skemmtun.” Nýi slökkviliðsbílinn verður til sýnis í dag á 112 deginum en hér eru þeir Ingólfur, Klas, Vigfús og Hörður við bílinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En lífið í Hrísey svona almennt, hvernig gengur það? „Það gengur bara vel. Við fórum af stað með byggðaþróunarverkefni í haust, sem heitir “Áfram Hrísey”, sem ég starfa fyrir og við höfum fundið fyrir miklum áhuga. Fólk vill koma og prófa að búa út í eyju, þannig að núna erum við helst að vinna í því að fá langtímaleiguhúsnæði, sem virðist vera að ganga upp. Við erum búin að fá vilyrði frá Akureyrarbæ að breyta hérna lóðum úr einbýlishúsalóðum í fjölbýlislóðir og það eru áhugasamir einstaklingar og fyrirtæki, sem hafa áhuga á að byggja. Þannig að við erum mjög bjartsýni á framtíðina hérna,” segir Ýr Gestsdóttir, sem vinnur fyrir byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey.” Byggðaþróunarverkefnið
Hrísey Akureyri Þorrablót Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira