Fyrsta flugan undir í vor Karl Lúðvíksson skrifar 10. febrúar 2023 12:23 Black Ghost Vorveiði hefst hjá flestum þeim veiðimönnum sem hana stunda með veiði á sjóbirting en hann getur verið mjög gráðugur á vorin. En að því sögðu þá getur hann líka verið mjög vandur á það sem hann vill taka og það hefur komið oft fyrir undirritaðan að kasta flugu á sjóbirting sem eltir fyrstu fluguna og taka ekki. Þá er skipt um flugu og reynt aftur, en af minni reynslu er það oft þannig, en þó ekki alltaf, að áhuginn hjá honum að taka minnkar hver hverri flugu. Á þessum forsendum þarf að vanda valið vel. Það er þess vegna oft mikil pæling á bak við valið á fyrstu flugunni undir á vorin en sú er gjarnan hnýtt undir með þeirri von um að setja í fisk strax í fyrsta rennsli. Að byrja sumarið þannig er ansi gaman og að sama skapi áskorun. Valið á fyrstu flugunni er misjafnt eftir því hvar veiðimenn eru að veiða en það eru samt nokkrar flugur vinsælli en aðrar. Nobbler hefur oft verið mjög veiðin á vorin og þá gjarnan hvítur. Flæðamús er að sama skapi ein af þeim sem margir halda uppá en í mínu nærumhverfi veiðimanna og veiðikvenna er bara ein sem byrjar leikinn, alltaf, og það er Black Ghost. Svartur búkur og hvítur vængur með gulu skeggi er mjög girnilegt í vorvatni og síðustu árin hefur það reynt happadrjúgt að nota frekar mjúr hár í stað fjaðra í vænginn. Hratt strippuð Black Ghost yfir fallegan hyl, boðaföll á eftir flugunni og negla þegar hann situr fastur er óskabyrjun og vonandi verður það málið. Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Aukinn kraftur kominn í göngurnar Veiði
En að því sögðu þá getur hann líka verið mjög vandur á það sem hann vill taka og það hefur komið oft fyrir undirritaðan að kasta flugu á sjóbirting sem eltir fyrstu fluguna og taka ekki. Þá er skipt um flugu og reynt aftur, en af minni reynslu er það oft þannig, en þó ekki alltaf, að áhuginn hjá honum að taka minnkar hver hverri flugu. Á þessum forsendum þarf að vanda valið vel. Það er þess vegna oft mikil pæling á bak við valið á fyrstu flugunni undir á vorin en sú er gjarnan hnýtt undir með þeirri von um að setja í fisk strax í fyrsta rennsli. Að byrja sumarið þannig er ansi gaman og að sama skapi áskorun. Valið á fyrstu flugunni er misjafnt eftir því hvar veiðimenn eru að veiða en það eru samt nokkrar flugur vinsælli en aðrar. Nobbler hefur oft verið mjög veiðin á vorin og þá gjarnan hvítur. Flæðamús er að sama skapi ein af þeim sem margir halda uppá en í mínu nærumhverfi veiðimanna og veiðikvenna er bara ein sem byrjar leikinn, alltaf, og það er Black Ghost. Svartur búkur og hvítur vængur með gulu skeggi er mjög girnilegt í vorvatni og síðustu árin hefur það reynt happadrjúgt að nota frekar mjúr hár í stað fjaðra í vænginn. Hratt strippuð Black Ghost yfir fallegan hyl, boðaföll á eftir flugunni og negla þegar hann situr fastur er óskabyrjun og vonandi verður það málið.
Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Aukinn kraftur kominn í göngurnar Veiði