Umsækjendurnir þrír eru Guðrún Eggerts Þórudóttir, Hilmir Kolbeins og Jóhanna Magnúsdóttir. Guðrún og Jóhanna eru vígðar en Hilmir ekki, svo hann er guðfræðingur.
Allar umsóknirnar fara til valnefndar, sem fer yfir umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals og ræður í starfið í kjölfarið.
Nýi presturinn mun taka við starfi Sr. Arnalds Bárðarsonar, sem hefur verið ráðinn til þjónustu í Austfjarðaprestakalli í Austurlandsprófastsdæmi.
Í Árborgarprestakalli er 12.001 íbúi, þar af 8.541 sóknarbarn og 6.885 gjaldendur í sjö sóknum og sóknarkirkjum. Prestakallið er í tveimur sveitarfélögum, Árborg og Flóahreppi. Prestakallið tilheyrir Suðurprófastsdæmi. Í prestakallinu starfa sóknarprestur og tveir prestar.
