Tilraun til að leiða deilur við Eflingu í jörð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. febrúar 2023 18:22 Halldór Benjamín Þorbergsson segir blað brotið í sögu samskipta aðila vinnumarkaðarins með slíkum samningi ríkssáttasemjara og Eflingar. vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun ríkissáttasemjara, um að falla frá aðfararbeiðni til að fá kjörskrá Eflingar afhenta, tilraun til að leiða deilur embættisins við Eflingu í jörð. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag féll Aðalsteinn Leifsson frá aðfararbeiðninni að loknum fundi með lögmanni Eflingar. Efling hefur lofað að afhenda félagaskrána staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms um lögmæti miðlunartillögu sáttasemjara. „Þetta er bara enn einn tafaleikurinn af hálfu Eflingar,“ segir Halldór Benjamín inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun sáttasemjara. Í gær 7. febrúar hélt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar því fram að umrædd kjörskrá væri hreinlega ekki til. Efling hefur einnig krafist þess að Aðalsteinn ríkissáttasemjari víki sæti sökum vanhæfis og að staðgengill verði skipaður í hans stað í kjaradeilunni. „Þetta virðist vera einhver tilraun til að leiða deilur embættisins við Eflingu í jörð,“ segir Halldór Benjamín. „Það er algjörlega ólíðandi að Efling sé ekki að fylgja úrskurði héraðsdóms. Enn á ný er brotið blað í sögu samskipta aðila vinnumarkaðarins sem leiðir til þessa fordæmalausa samnings.“ „Efling er bara að þráast við og neitar að verða við úrskurði héraðsdóms, sem er ótrúleg staða í mínum huga og félaginu til háborinnar skammar,“ bætir hann við. Enginn fótur fyrir verkfallsbrotum Verkföll hófust á hádegi í gær á Íslandshótelum. Verkfallsverðir Eflingar mættu fyrir utan Fosshótel í Bríetartúni dag og fullyrti Sólveig Anna þá að verið sé að fremja verkfallsbrot á hótelum Íslandshótela. Halldór Benjamín segir engan fót fyrir þeim ásökunum. „Við höfnum þeim ávirðingum að öllu leyti.“ Ekki hefur náðst í Davíð Torfa Ólafsson, framkvæmdastjóra Íslandshótela vegna ásakana um verkfallsbrotin. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00 Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag féll Aðalsteinn Leifsson frá aðfararbeiðninni að loknum fundi með lögmanni Eflingar. Efling hefur lofað að afhenda félagaskrána staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms um lögmæti miðlunartillögu sáttasemjara. „Þetta er bara enn einn tafaleikurinn af hálfu Eflingar,“ segir Halldór Benjamín inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun sáttasemjara. Í gær 7. febrúar hélt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar því fram að umrædd kjörskrá væri hreinlega ekki til. Efling hefur einnig krafist þess að Aðalsteinn ríkissáttasemjari víki sæti sökum vanhæfis og að staðgengill verði skipaður í hans stað í kjaradeilunni. „Þetta virðist vera einhver tilraun til að leiða deilur embættisins við Eflingu í jörð,“ segir Halldór Benjamín. „Það er algjörlega ólíðandi að Efling sé ekki að fylgja úrskurði héraðsdóms. Enn á ný er brotið blað í sögu samskipta aðila vinnumarkaðarins sem leiðir til þessa fordæmalausa samnings.“ „Efling er bara að þráast við og neitar að verða við úrskurði héraðsdóms, sem er ótrúleg staða í mínum huga og félaginu til háborinnar skammar,“ bætir hann við. Enginn fótur fyrir verkfallsbrotum Verkföll hófust á hádegi í gær á Íslandshótelum. Verkfallsverðir Eflingar mættu fyrir utan Fosshótel í Bríetartúni dag og fullyrti Sólveig Anna þá að verið sé að fremja verkfallsbrot á hótelum Íslandshótela. Halldór Benjamín segir engan fót fyrir þeim ásökunum. „Við höfnum þeim ávirðingum að öllu leyti.“ Ekki hefur náðst í Davíð Torfa Ólafsson, framkvæmdastjóra Íslandshótela vegna ásakana um verkfallsbrotin.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00 Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00
Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46