Kastaði sér í snjóinn eftir sprengingu á Grenivík og vaknaði í Noregi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2023 07:01 Kinga er spennt fyrir framtíðinni og segist ekk getað beðið eftir því að komast heim til Íslands Vísir/TV2 Kona sem slasaðist alvarlega í sprengingu í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík á síðasta ári hefur náð undraverðum bata í Noregi. Hún segist muna eftir því að hafa kastað sér í snjóinn fyrir utan verksmiðjuna strax eftir sprenginguna. Því næst rankaði hún við sér á spítala í Noregi, mánuði eftir slysið. Þetta kemur fram í frétt TV2 í Noregi sem hefur fylgst með konunni, Kingu Kleinschmidt frá Póllandi, og bata hennar að undanförnu. Vakin var fyrst athygli á frétt TV2 hér á landi á vef Akureyri.net Það var þann 23. mars síðastliðinn, fyrir rétt um ári síðan, að sprenging varð í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík, er unnið var með hreinsað bensín. Tveir slösuðust, karl og kona, sem voru flutt með hraði til Reykjavíkur, alvarlega slösuð. Send með hraði til Noregs Í frétt TV2 kemur fram að konan sem lenti í slysinu, hin 28 ára Kinga, hafi hlotið þriðja stigs brunasár á 85 prósent líkama hennar. Eftir að hún var flutt til Reykjavíkur var fljótt tekin ákvörðun um að senda hana til Noregs, á sjúkrahúsið í Bergen, þar sem ljóst væri að ekki yrði hægt að sinna meiðslum hennar hér á landi. Sjálf lýsir hún slysinu á þá leið að hún hafi, við enda vinnudagsins, verið að kanna hversu mikið væri eftir af hreinsuðu bensíni í íláti í verksmiðjunni. Kinga á sjúkrahúsinu í Bergen.TV2 „Allt í einu sprakk þetta í andlitið á mér og allur líkaminn logaði,“ segir hún. Segist Kinga muna eftir því að hafa hlaupið út og kastað sér í snjóinn til að kæla líkamann. Segist hún muna slysið og hverja einustu sekúndu næstu fimm mínútna á eftir það. „Svo missti ég meðvitund og vaknaði á sjúkrahúsi í Noregi mánuði síðar.“ Haft er eftir Ragnvald Ljones Brekke, deildarstjóra á sjúkrahúsinu í Bergen, sem leitt hefur meðferðina á Kingu, að af þeim sem hlotið hafi meðferð á sjúkrahúsinu hafi enginn lifað af jafn alvarleg meiðsli og Kinga hlaut í slysinu. Ragnvald Ljones Brekke, deildarstjóri á sjúkrahúsinu í BergenTV2 Sem fyrr segir var hún með þriðja stigs brunasár á um 85 prósent líkama hennar. Kinga undirgekkst umfangsmiklar aðgerðir sem fólu meðal í sér að að húð af látnum líffæragjöfum var notuð til að vernda húð hennar. Þá var húð af hálsi hennar var notuð til að búa til ný augnlok, svo dæmi séu tekin. Ný svissnesk aðferð prófuð Í tilfelli Kingu er verið að prófa nýja aðferð sem þróuð var í Sviss. Sýni eru tekin af húð hennar, þau send til Sviss og þaðan eru þau ræktuð í smáa búta sem ígrædd eru á líkama hennar. Þetta hefur verið reynt tvisvar á Kingu og tókst í annað sinn mjög vel, að sögn Brekke. Kinga hefur verið í langri og strangri meðferð síðustu tíu mánuði. Fyrir um tveimur mánuðum náði hún þeim áfanga að geta stigið fyrstu skrefin eftir slysið. „Frá því að geta ekki gengið yfir í að geta farið ein inn á baðherbergi. Ég get núna gengið um án aðstoðar frá hjúkrunarfræðingum,“ segir Kinga. TV2 fylgdist með Kingu í endurhæfingu. Bati hennar þykir undraverðurTV2 Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað komið hingað. Þau hafa bjargað lífi mínu, segir Kinga, sem er staðráðinn í því að lifa lífinu áfram þrátt fyrir slysið. TV2 fylgdist með Kingu í tíma hjá sjúkraþjálfara, þar sem hún var sem sprækust. Hana dreymir um að snúa aftur til Íslands, þar sem fjölskylda hennar býr. „Það verður gott að geta ferðast á ný,“ segir hún. Lesa má umfjöllun TV2 hér. Noregur Heilbrigðismál Grýtubakkahreppur Líffæragjöf Tengdar fréttir Starfsfólk Pharmarctica slegið yfir slysinu og fær áfallahjálp Samfélagið á Grenivík er slegið vegna eldsprengingar sem varð í verksmiðju í bænum í gær að sögn sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Kona og karl, starfsfólk Pharmarctica, slösuðust alvarlega þegar þau voru að vinna með hreinsað bensín. Aðstandendur og starfsfólk verksmiðjunnar fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum í gær. 24. mars 2022 13:08 Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt TV2 í Noregi sem hefur fylgst með konunni, Kingu Kleinschmidt frá Póllandi, og bata hennar að undanförnu. Vakin var fyrst athygli á frétt TV2 hér á landi á vef Akureyri.net Það var þann 23. mars síðastliðinn, fyrir rétt um ári síðan, að sprenging varð í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík, er unnið var með hreinsað bensín. Tveir slösuðust, karl og kona, sem voru flutt með hraði til Reykjavíkur, alvarlega slösuð. Send með hraði til Noregs Í frétt TV2 kemur fram að konan sem lenti í slysinu, hin 28 ára Kinga, hafi hlotið þriðja stigs brunasár á 85 prósent líkama hennar. Eftir að hún var flutt til Reykjavíkur var fljótt tekin ákvörðun um að senda hana til Noregs, á sjúkrahúsið í Bergen, þar sem ljóst væri að ekki yrði hægt að sinna meiðslum hennar hér á landi. Sjálf lýsir hún slysinu á þá leið að hún hafi, við enda vinnudagsins, verið að kanna hversu mikið væri eftir af hreinsuðu bensíni í íláti í verksmiðjunni. Kinga á sjúkrahúsinu í Bergen.TV2 „Allt í einu sprakk þetta í andlitið á mér og allur líkaminn logaði,“ segir hún. Segist Kinga muna eftir því að hafa hlaupið út og kastað sér í snjóinn til að kæla líkamann. Segist hún muna slysið og hverja einustu sekúndu næstu fimm mínútna á eftir það. „Svo missti ég meðvitund og vaknaði á sjúkrahúsi í Noregi mánuði síðar.“ Haft er eftir Ragnvald Ljones Brekke, deildarstjóra á sjúkrahúsinu í Bergen, sem leitt hefur meðferðina á Kingu, að af þeim sem hlotið hafi meðferð á sjúkrahúsinu hafi enginn lifað af jafn alvarleg meiðsli og Kinga hlaut í slysinu. Ragnvald Ljones Brekke, deildarstjóri á sjúkrahúsinu í BergenTV2 Sem fyrr segir var hún með þriðja stigs brunasár á um 85 prósent líkama hennar. Kinga undirgekkst umfangsmiklar aðgerðir sem fólu meðal í sér að að húð af látnum líffæragjöfum var notuð til að vernda húð hennar. Þá var húð af hálsi hennar var notuð til að búa til ný augnlok, svo dæmi séu tekin. Ný svissnesk aðferð prófuð Í tilfelli Kingu er verið að prófa nýja aðferð sem þróuð var í Sviss. Sýni eru tekin af húð hennar, þau send til Sviss og þaðan eru þau ræktuð í smáa búta sem ígrædd eru á líkama hennar. Þetta hefur verið reynt tvisvar á Kingu og tókst í annað sinn mjög vel, að sögn Brekke. Kinga hefur verið í langri og strangri meðferð síðustu tíu mánuði. Fyrir um tveimur mánuðum náði hún þeim áfanga að geta stigið fyrstu skrefin eftir slysið. „Frá því að geta ekki gengið yfir í að geta farið ein inn á baðherbergi. Ég get núna gengið um án aðstoðar frá hjúkrunarfræðingum,“ segir Kinga. TV2 fylgdist með Kingu í endurhæfingu. Bati hennar þykir undraverðurTV2 Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað komið hingað. Þau hafa bjargað lífi mínu, segir Kinga, sem er staðráðinn í því að lifa lífinu áfram þrátt fyrir slysið. TV2 fylgdist með Kingu í tíma hjá sjúkraþjálfara, þar sem hún var sem sprækust. Hana dreymir um að snúa aftur til Íslands, þar sem fjölskylda hennar býr. „Það verður gott að geta ferðast á ný,“ segir hún. Lesa má umfjöllun TV2 hér.
Noregur Heilbrigðismál Grýtubakkahreppur Líffæragjöf Tengdar fréttir Starfsfólk Pharmarctica slegið yfir slysinu og fær áfallahjálp Samfélagið á Grenivík er slegið vegna eldsprengingar sem varð í verksmiðju í bænum í gær að sögn sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Kona og karl, starfsfólk Pharmarctica, slösuðust alvarlega þegar þau voru að vinna með hreinsað bensín. Aðstandendur og starfsfólk verksmiðjunnar fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum í gær. 24. mars 2022 13:08 Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Starfsfólk Pharmarctica slegið yfir slysinu og fær áfallahjálp Samfélagið á Grenivík er slegið vegna eldsprengingar sem varð í verksmiðju í bænum í gær að sögn sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Kona og karl, starfsfólk Pharmarctica, slösuðust alvarlega þegar þau voru að vinna með hreinsað bensín. Aðstandendur og starfsfólk verksmiðjunnar fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum í gær. 24. mars 2022 13:08
Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19