„Þetta er bíómynd með stóru B-i“ Samfélagið 8. febrúar 2023 12:48 „Forvitnin kemur honum stundum í aðstæður sem hann ræður ekkert við,“ segir Atli Óskar Fjalarsson um persónuna sem hann leikur í Napóleonsskjölunum. „Áhorfendur mega fyrst og fremst búast við frábærri skemmtun. Þetta er bíómynd með stóru B-i sem tikkar í öll boxin. Það eina sem þarf að gera er að halla sér aftur í sætinu með popp og kók og glápa,“ segir Atli Óskar Fjalarsson en hann leikur í kvikmyndinni Napóleonsskjölin. Napóleonsskjölin var frumsýnd 3. febrúar. Myndin byggist á samnefndri skáldsögu Arnaldar Indriðasonar og segir frá spennandi og háskalegri atburðarrás sem fer af stað þegar gamalt flugvélaflak úr seinni heimstyrjöldinni finnst óvænt uppi á Vatnajökli. Atli fer með hlutverk Elíasar í myndinni. „Tökurnar voru krefjandi en ofboðslega skemmtilegar," segir Atli. „Elías er þessi týpíski ADHD-pési, elskar að vera úti í snjónum að leika sér og draga vini sína í ævintýri. En forvitnin kemur honum stundum í aðstæður sem hann ræður ekkert við,“ segir Atli. Hann segir tökur á myndinni hafa verið krefjandi, sérstaklega uppi á jökli og ömmur hans hafi haft áhyggjur af því að hann kvefaðist. „Tökurnar voru krefjandi en ofboðslega skemmtilegar. Ég hef verið minntur á það af ófáum frænkum og ömmum að ég var þarna sprangandi um uppi á jökli HÚFULAUS. Það var stundum svolítið kalt. Svo voru þarna þó nokkur atriði á snjósleða sem var ógeðslega mikið fjör að skjóta. Ég hafði litla sem enga reynslu áður en tökur hófust en hafði verið aðeins á fjórhjólum og svoleiðis græjum, þannig ég var bara rólegur yfir þessu. Ég komst hins vegar ekki að því fyrr en seinna að það er víst hiti í handföngunum á sleðanum…það hefði verið þægilegt að vita það aðeins fyrr, ojæja, maður lifir og lærir,“ segir hann hlæjandi. Húfuleysi Atla á jöklinum olli fjölskyldunni smá áhyggjum. Atli segir samstarfið við Óskar Þór Axelsson, leikstjóra myndarinnar hafi verið draumi líkast. Óskar hefur leikstýrt myndum eins og Ég man þig, Stella Blómkvist og Svartur á leik en fyrir hana hlaut hann verðlaunin Handrit ársins 2012. „Ég hef lengi viljað vinna með Óskari eða alveg frá því að ég sá Svartur á leik. Þetta var algjört drauma samstarf bara. Óskar hefur svo gaman af því sem hann gerir og það smitar út frá sér. Við skemmtum okkur konunglega við að glæða þennan karakter lífi og vorum oft að senda hugmyndir og pælingar okkar á milli alveg fram á lokadag eftirvinnslu,“ segir Atli. Hafðirðu lesið bókina? „Ég hafði ekki lesið bókina en ég gluggaði í hana samhliða undirbúningi fyrir tökurnar. Ég vildi þó halda því nokkuð aðskildu til að rugla ekki saman sögunni í handritinu. Ætli maður grípi ekki í hana núna þegar maður er búinn að skila karakternum frá sér.“ Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Sjá meira
Napóleonsskjölin var frumsýnd 3. febrúar. Myndin byggist á samnefndri skáldsögu Arnaldar Indriðasonar og segir frá spennandi og háskalegri atburðarrás sem fer af stað þegar gamalt flugvélaflak úr seinni heimstyrjöldinni finnst óvænt uppi á Vatnajökli. Atli fer með hlutverk Elíasar í myndinni. „Tökurnar voru krefjandi en ofboðslega skemmtilegar," segir Atli. „Elías er þessi týpíski ADHD-pési, elskar að vera úti í snjónum að leika sér og draga vini sína í ævintýri. En forvitnin kemur honum stundum í aðstæður sem hann ræður ekkert við,“ segir Atli. Hann segir tökur á myndinni hafa verið krefjandi, sérstaklega uppi á jökli og ömmur hans hafi haft áhyggjur af því að hann kvefaðist. „Tökurnar voru krefjandi en ofboðslega skemmtilegar. Ég hef verið minntur á það af ófáum frænkum og ömmum að ég var þarna sprangandi um uppi á jökli HÚFULAUS. Það var stundum svolítið kalt. Svo voru þarna þó nokkur atriði á snjósleða sem var ógeðslega mikið fjör að skjóta. Ég hafði litla sem enga reynslu áður en tökur hófust en hafði verið aðeins á fjórhjólum og svoleiðis græjum, þannig ég var bara rólegur yfir þessu. Ég komst hins vegar ekki að því fyrr en seinna að það er víst hiti í handföngunum á sleðanum…það hefði verið þægilegt að vita það aðeins fyrr, ojæja, maður lifir og lærir,“ segir hann hlæjandi. Húfuleysi Atla á jöklinum olli fjölskyldunni smá áhyggjum. Atli segir samstarfið við Óskar Þór Axelsson, leikstjóra myndarinnar hafi verið draumi líkast. Óskar hefur leikstýrt myndum eins og Ég man þig, Stella Blómkvist og Svartur á leik en fyrir hana hlaut hann verðlaunin Handrit ársins 2012. „Ég hef lengi viljað vinna með Óskari eða alveg frá því að ég sá Svartur á leik. Þetta var algjört drauma samstarf bara. Óskar hefur svo gaman af því sem hann gerir og það smitar út frá sér. Við skemmtum okkur konunglega við að glæða þennan karakter lífi og vorum oft að senda hugmyndir og pælingar okkar á milli alveg fram á lokadag eftirvinnslu,“ segir Atli. Hafðirðu lesið bókina? „Ég hafði ekki lesið bókina en ég gluggaði í hana samhliða undirbúningi fyrir tökurnar. Ég vildi þó halda því nokkuð aðskildu til að rugla ekki saman sögunni í handritinu. Ætli maður grípi ekki í hana núna þegar maður er búinn að skila karakternum frá sér.“
Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið