„Eigum að vera með kassann úti og sjálfstraust“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. febrúar 2023 21:48 Guðmundur Hólmar Helgason skoraði níu mörk fyrir Selfyssinga í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Guðmundur Hólmar Helgason átti frábæran leik fyrir Selfoss er liðið vann mikilvægan þriggja marka sigur gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann skoraði níu mörk fyrir liðið og var sérstaklega ánægður með að Selfyssingar hafi aldrei gefist upp í kvöld. „Leikurinn kannski bar þess merki að liðin eru búin að vera í langri pásu. Það kemur alltaf eftir janúarpásuna og það var mikið af töpuðum boltum og svona,“ sagði Guðmundur Hólmar eftir sigurinn í kvöld. „En heilt yfir fannst mér þetta bara fínn leikur. Og kannski sérstaklega af því að það er þetta sem við höfum verið að tala um sem er þessi andlegi hluti. Við erum svolítið að elta en við gefumst aldrei upp sem ég er bara mjög sáttur með.“ Guðmundur var allt í öllu í sóknarleik Selfyssinga í upphafi leiks og skoraði fyrstu fjögur mörk liðsins í kvöld. „Ég held að það sé bara það að ég sé lélegur spilari og fór alltaf bara fyrir sjálfan mig,“ sagði Guðmundur léttur. „En við vorum kannski bara ekki alveg í takt við hvern annan. Tímasetningarnar voru off og Atli [Ævar Ingólfsson] var kannski ekki í takt við okkur þar sem hann er sjálfur að koma til baka eftir lengri pásu en við þannig það á sér alveg skýringar. Í byrjun þá var það ég og svo tóku bara aðrir við.“ Um miðbik seinni hálfleiks færðu Haukarnir vörnina framar og náðu að hægja vel á sóknarleik Selfyssinga. Þetta er ekki í fyrsta skipti á tímabilinu sem framliggjandi vörn hefur slæm áhrif á sóknarleik liðsins og Guðmundur gerir sér grein fyrir því að það sé eitthvað sem liðið þarf að bæta. „Ég held að flest liðin taki upp þetta vopn á móti okkur að fara í framliggjandi vörn. Við höfum átt í erfiðleikum með það. Það gekk ekkert frábærlega í dag en samt vorum við að finna ákveðnar lausnir og skapa okkur fínar stöður. Það er bara eitthvað sem við þurfum að halda áfram að vinna í.“ Þá segir Guðmundur að Selfossliðið sé farið að horfa upp töfluna eftir sigurinn í kvöld, sérstaklega í ljósi þess að nokkrir lykilmenn liðsins séu að koma til baka eftir meiðsli. „Klárlega. Mér finnst bara að við eigum að vera með kassann úti og sjálfstraust. Við erum að fá flotta menn inn - Raggi, Atli og Richard. Þetta eru leiðtogar bæði innan vallar sem utan og að fá þá inn í leikinn og inn á æfingarnar lyftir tempóinu og hjálpar okkur hinum sem erum þarna fyrir.“ Að lokum segir Guðmundur að eins marks tap liðsins gegn Haukum i þriðju umferð á þessu tímabili hafi setið í liðinu og að leikmenn hafi nýtt sér það til að gíra sig fyrir leik kvöldsins. „Auðvitað sat tapið í okkur og þessi leikur þróaðist pínu eins. Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik þá og komust sjö mörkum yfir og voru held ég fimm mörkum yfir í hálfleik. Svo komum við til baka og náum að jafna þann leik þegar það er korter eftir en töpum með einu þannig þetta var bara svipaður leikur, en bara geggjað núna að hafa klárað þetta,“ sagði Guðmundur að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Haukar 31-28 | Selfyssingar höfðu betur í háspennuleik Selfyssingar unnu virkilega sterkan þriggja marka sigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 31-28 og Selfyssingar stökkva úr áttunda sæti og upp í það fimmta. 5. febrúar 2023 21:30 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira
„Leikurinn kannski bar þess merki að liðin eru búin að vera í langri pásu. Það kemur alltaf eftir janúarpásuna og það var mikið af töpuðum boltum og svona,“ sagði Guðmundur Hólmar eftir sigurinn í kvöld. „En heilt yfir fannst mér þetta bara fínn leikur. Og kannski sérstaklega af því að það er þetta sem við höfum verið að tala um sem er þessi andlegi hluti. Við erum svolítið að elta en við gefumst aldrei upp sem ég er bara mjög sáttur með.“ Guðmundur var allt í öllu í sóknarleik Selfyssinga í upphafi leiks og skoraði fyrstu fjögur mörk liðsins í kvöld. „Ég held að það sé bara það að ég sé lélegur spilari og fór alltaf bara fyrir sjálfan mig,“ sagði Guðmundur léttur. „En við vorum kannski bara ekki alveg í takt við hvern annan. Tímasetningarnar voru off og Atli [Ævar Ingólfsson] var kannski ekki í takt við okkur þar sem hann er sjálfur að koma til baka eftir lengri pásu en við þannig það á sér alveg skýringar. Í byrjun þá var það ég og svo tóku bara aðrir við.“ Um miðbik seinni hálfleiks færðu Haukarnir vörnina framar og náðu að hægja vel á sóknarleik Selfyssinga. Þetta er ekki í fyrsta skipti á tímabilinu sem framliggjandi vörn hefur slæm áhrif á sóknarleik liðsins og Guðmundur gerir sér grein fyrir því að það sé eitthvað sem liðið þarf að bæta. „Ég held að flest liðin taki upp þetta vopn á móti okkur að fara í framliggjandi vörn. Við höfum átt í erfiðleikum með það. Það gekk ekkert frábærlega í dag en samt vorum við að finna ákveðnar lausnir og skapa okkur fínar stöður. Það er bara eitthvað sem við þurfum að halda áfram að vinna í.“ Þá segir Guðmundur að Selfossliðið sé farið að horfa upp töfluna eftir sigurinn í kvöld, sérstaklega í ljósi þess að nokkrir lykilmenn liðsins séu að koma til baka eftir meiðsli. „Klárlega. Mér finnst bara að við eigum að vera með kassann úti og sjálfstraust. Við erum að fá flotta menn inn - Raggi, Atli og Richard. Þetta eru leiðtogar bæði innan vallar sem utan og að fá þá inn í leikinn og inn á æfingarnar lyftir tempóinu og hjálpar okkur hinum sem erum þarna fyrir.“ Að lokum segir Guðmundur að eins marks tap liðsins gegn Haukum i þriðju umferð á þessu tímabili hafi setið í liðinu og að leikmenn hafi nýtt sér það til að gíra sig fyrir leik kvöldsins. „Auðvitað sat tapið í okkur og þessi leikur þróaðist pínu eins. Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik þá og komust sjö mörkum yfir og voru held ég fimm mörkum yfir í hálfleik. Svo komum við til baka og náum að jafna þann leik þegar það er korter eftir en töpum með einu þannig þetta var bara svipaður leikur, en bara geggjað núna að hafa klárað þetta,“ sagði Guðmundur að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Haukar 31-28 | Selfyssingar höfðu betur í háspennuleik Selfyssingar unnu virkilega sterkan þriggja marka sigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 31-28 og Selfyssingar stökkva úr áttunda sæti og upp í það fimmta. 5. febrúar 2023 21:30 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira
Umfjöllun: Selfoss - Haukar 31-28 | Selfyssingar höfðu betur í háspennuleik Selfyssingar unnu virkilega sterkan þriggja marka sigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 31-28 og Selfyssingar stökkva úr áttunda sæti og upp í það fimmta. 5. febrúar 2023 21:30