„Auðvelt að leggjast á hliðina og fá sér eina snuddu og vorkenna sjálfum sér“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 4. febrúar 2023 18:49 Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, var svekktur eftir leik Vísir/Vilhelm HK tapaði í dag fyrir Selfossi í hálfgerðum úrslitaleik um sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lauk leiknum með 13 marka sigri Selfoss 18-31 og sá lið HK aldrei til sólar í leiknum. Þrátt fyrir það leit Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, á björtu hliðarnar að leik loknum og fannst reynslan og markvarslan í leik Selfoss skilja liðin að. „Ég reyni yfirleitt að vera jákvæður og ég sé alveg jákvæða hluti hérna inn á milli en það er alveg ljóst að við skjótum of mikið í markmanninn hjá þeim, erum ekki að fá eins marga bolta okkar megin. Fyrri hálfleikurinn fannst mér einkennast af því að þær eru með örlítið meiri reynslu hjá nokkrum leikmönnum sem ná að sækja víti með gegnumbrotum. Á meðan við erum lið mikið byggt upp á 3. flokks stelpum, þannig að það vantar svolítið klókindi að ná að garga víti til sín, ef maður má orða það þannig. Það var svona helsti munurinn, færanýting og svona klókindi í fyrri hálfleik og markvarslan sem skildi að,“ sagði Samúel Ívar. „Það er erfitt að koma inn í úrslitaleik og vera strax komin tíu mörkum undir og það er auðvelt að leggjast á hliðina og fá sér eina snuddu og vorkenna sjálfum sér. Það gerðu mínar stelpur ekki. Ég er gríðarlega ánægður með það. Það má kannski segja að síðustu þrjár til fjórar mínúturnar þegar það er enn þá tíu plús munur og útséð að þetta var kannski síðasta hálmstráið hjá okkur þá er ekkert óeðlilegt að tilfinningarnar komi aðeins inn í og við duttum aðeins niður þá. Fram að því erum við á fullum krafti og erum að reyna eins vel og við getum.“ Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, er langt frá því að vera búinn að leggja árar í bát og ætlar að reyna í öllu sínu valdi að halda liði HK uppi þrátt fyrir mjög svo erfiða stöðu. „Maður veit náttúrulega aldrei hvað gerist í þessu. Jú, vissulega gerðum við okkur þetta talsvert erfitt fyrir. Á meðan það er enn þá tölfræðilegur séns þá að sjálfsögðu reynum við eins og við getum. Eins og tímabilið hefur þróast með meiðslum hjá meistaraflokks leikmönnunum sem áttu að vera klárar í þetta með okkur þá hefur þetta farið í það að hjálpa þessum stelpum í að taka næstu skref og náum við að gera það nógu hratt til að ná nægilega mörgum stigum til að halda okkur uppi. Á meðan það er enn þá möguleiki þá gefum við þetta ekki frá okkur en það er nokkuð ljóst að brekkan er brött.“ Tveir nýir leikmenn léku með HK í dag, þær Mattý Rós Birgisdóttir og Dagmar Guðrún Pálsdóttir. Samúel Ívar telur þær styrkja hópinn hjá HK og líst vel á framhaldið með þær innanborðs. „Bara vel þær eru búnar að fá stuttan tíma með okkur. Það var fínn kraftur í þessu í æfingavikunni hjá okkur, náðum ekki alveg að taka það með okkur inn í þennan leik en ég er mjög jákvæður varðandi þær og held að þær muni hjálpa okkur í leikjunum sem eftir eru.“ Þórhildur Braga Þórðardóttir hefur gengið frá félagsskiptum yfir í HK frá Haukum en var ekki í leikmannahóp í dag hjá HK. Þórhildur Braga hefur ekki leikið handbolta í nokkurn tíma vegna höfuðmeiðsla og barneigna. Samúel Ívar var ekki með á hreinu hvenær mætti búast við henni á parketinu með HK. „Við erum bara að taka því rólega með henni og sjáum bara til. Það er ómögulegt að segja,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, að lokum. Olís-deild kvenna HK UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: HK - Selfoss 18-31 | Risasigur í botnslagnum Í dag fór fram algjör úrslitaleikur í fallbaráttunni í Olís-deildinni þegar lið Selfoss mætti í Kórinn og lék gegn HK. Leiknum lauk með stórsigri Selfoss. Lokatölur 18-31 í afar óspennandi leik. 4. febrúar 2023 18:12 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Þrátt fyrir það leit Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, á björtu hliðarnar að leik loknum og fannst reynslan og markvarslan í leik Selfoss skilja liðin að. „Ég reyni yfirleitt að vera jákvæður og ég sé alveg jákvæða hluti hérna inn á milli en það er alveg ljóst að við skjótum of mikið í markmanninn hjá þeim, erum ekki að fá eins marga bolta okkar megin. Fyrri hálfleikurinn fannst mér einkennast af því að þær eru með örlítið meiri reynslu hjá nokkrum leikmönnum sem ná að sækja víti með gegnumbrotum. Á meðan við erum lið mikið byggt upp á 3. flokks stelpum, þannig að það vantar svolítið klókindi að ná að garga víti til sín, ef maður má orða það þannig. Það var svona helsti munurinn, færanýting og svona klókindi í fyrri hálfleik og markvarslan sem skildi að,“ sagði Samúel Ívar. „Það er erfitt að koma inn í úrslitaleik og vera strax komin tíu mörkum undir og það er auðvelt að leggjast á hliðina og fá sér eina snuddu og vorkenna sjálfum sér. Það gerðu mínar stelpur ekki. Ég er gríðarlega ánægður með það. Það má kannski segja að síðustu þrjár til fjórar mínúturnar þegar það er enn þá tíu plús munur og útséð að þetta var kannski síðasta hálmstráið hjá okkur þá er ekkert óeðlilegt að tilfinningarnar komi aðeins inn í og við duttum aðeins niður þá. Fram að því erum við á fullum krafti og erum að reyna eins vel og við getum.“ Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, er langt frá því að vera búinn að leggja árar í bát og ætlar að reyna í öllu sínu valdi að halda liði HK uppi þrátt fyrir mjög svo erfiða stöðu. „Maður veit náttúrulega aldrei hvað gerist í þessu. Jú, vissulega gerðum við okkur þetta talsvert erfitt fyrir. Á meðan það er enn þá tölfræðilegur séns þá að sjálfsögðu reynum við eins og við getum. Eins og tímabilið hefur þróast með meiðslum hjá meistaraflokks leikmönnunum sem áttu að vera klárar í þetta með okkur þá hefur þetta farið í það að hjálpa þessum stelpum í að taka næstu skref og náum við að gera það nógu hratt til að ná nægilega mörgum stigum til að halda okkur uppi. Á meðan það er enn þá möguleiki þá gefum við þetta ekki frá okkur en það er nokkuð ljóst að brekkan er brött.“ Tveir nýir leikmenn léku með HK í dag, þær Mattý Rós Birgisdóttir og Dagmar Guðrún Pálsdóttir. Samúel Ívar telur þær styrkja hópinn hjá HK og líst vel á framhaldið með þær innanborðs. „Bara vel þær eru búnar að fá stuttan tíma með okkur. Það var fínn kraftur í þessu í æfingavikunni hjá okkur, náðum ekki alveg að taka það með okkur inn í þennan leik en ég er mjög jákvæður varðandi þær og held að þær muni hjálpa okkur í leikjunum sem eftir eru.“ Þórhildur Braga Þórðardóttir hefur gengið frá félagsskiptum yfir í HK frá Haukum en var ekki í leikmannahóp í dag hjá HK. Þórhildur Braga hefur ekki leikið handbolta í nokkurn tíma vegna höfuðmeiðsla og barneigna. Samúel Ívar var ekki með á hreinu hvenær mætti búast við henni á parketinu með HK. „Við erum bara að taka því rólega með henni og sjáum bara til. Það er ómögulegt að segja,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, að lokum.
Olís-deild kvenna HK UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: HK - Selfoss 18-31 | Risasigur í botnslagnum Í dag fór fram algjör úrslitaleikur í fallbaráttunni í Olís-deildinni þegar lið Selfoss mætti í Kórinn og lék gegn HK. Leiknum lauk með stórsigri Selfoss. Lokatölur 18-31 í afar óspennandi leik. 4. febrúar 2023 18:12 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: HK - Selfoss 18-31 | Risasigur í botnslagnum Í dag fór fram algjör úrslitaleikur í fallbaráttunni í Olís-deildinni þegar lið Selfoss mætti í Kórinn og lék gegn HK. Leiknum lauk með stórsigri Selfoss. Lokatölur 18-31 í afar óspennandi leik. 4. febrúar 2023 18:12