„Auðvelt að leggjast á hliðina og fá sér eina snuddu og vorkenna sjálfum sér“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 4. febrúar 2023 18:49 Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, var svekktur eftir leik Vísir/Vilhelm HK tapaði í dag fyrir Selfossi í hálfgerðum úrslitaleik um sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lauk leiknum með 13 marka sigri Selfoss 18-31 og sá lið HK aldrei til sólar í leiknum. Þrátt fyrir það leit Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, á björtu hliðarnar að leik loknum og fannst reynslan og markvarslan í leik Selfoss skilja liðin að. „Ég reyni yfirleitt að vera jákvæður og ég sé alveg jákvæða hluti hérna inn á milli en það er alveg ljóst að við skjótum of mikið í markmanninn hjá þeim, erum ekki að fá eins marga bolta okkar megin. Fyrri hálfleikurinn fannst mér einkennast af því að þær eru með örlítið meiri reynslu hjá nokkrum leikmönnum sem ná að sækja víti með gegnumbrotum. Á meðan við erum lið mikið byggt upp á 3. flokks stelpum, þannig að það vantar svolítið klókindi að ná að garga víti til sín, ef maður má orða það þannig. Það var svona helsti munurinn, færanýting og svona klókindi í fyrri hálfleik og markvarslan sem skildi að,“ sagði Samúel Ívar. „Það er erfitt að koma inn í úrslitaleik og vera strax komin tíu mörkum undir og það er auðvelt að leggjast á hliðina og fá sér eina snuddu og vorkenna sjálfum sér. Það gerðu mínar stelpur ekki. Ég er gríðarlega ánægður með það. Það má kannski segja að síðustu þrjár til fjórar mínúturnar þegar það er enn þá tíu plús munur og útséð að þetta var kannski síðasta hálmstráið hjá okkur þá er ekkert óeðlilegt að tilfinningarnar komi aðeins inn í og við duttum aðeins niður þá. Fram að því erum við á fullum krafti og erum að reyna eins vel og við getum.“ Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, er langt frá því að vera búinn að leggja árar í bát og ætlar að reyna í öllu sínu valdi að halda liði HK uppi þrátt fyrir mjög svo erfiða stöðu. „Maður veit náttúrulega aldrei hvað gerist í þessu. Jú, vissulega gerðum við okkur þetta talsvert erfitt fyrir. Á meðan það er enn þá tölfræðilegur séns þá að sjálfsögðu reynum við eins og við getum. Eins og tímabilið hefur þróast með meiðslum hjá meistaraflokks leikmönnunum sem áttu að vera klárar í þetta með okkur þá hefur þetta farið í það að hjálpa þessum stelpum í að taka næstu skref og náum við að gera það nógu hratt til að ná nægilega mörgum stigum til að halda okkur uppi. Á meðan það er enn þá möguleiki þá gefum við þetta ekki frá okkur en það er nokkuð ljóst að brekkan er brött.“ Tveir nýir leikmenn léku með HK í dag, þær Mattý Rós Birgisdóttir og Dagmar Guðrún Pálsdóttir. Samúel Ívar telur þær styrkja hópinn hjá HK og líst vel á framhaldið með þær innanborðs. „Bara vel þær eru búnar að fá stuttan tíma með okkur. Það var fínn kraftur í þessu í æfingavikunni hjá okkur, náðum ekki alveg að taka það með okkur inn í þennan leik en ég er mjög jákvæður varðandi þær og held að þær muni hjálpa okkur í leikjunum sem eftir eru.“ Þórhildur Braga Þórðardóttir hefur gengið frá félagsskiptum yfir í HK frá Haukum en var ekki í leikmannahóp í dag hjá HK. Þórhildur Braga hefur ekki leikið handbolta í nokkurn tíma vegna höfuðmeiðsla og barneigna. Samúel Ívar var ekki með á hreinu hvenær mætti búast við henni á parketinu með HK. „Við erum bara að taka því rólega með henni og sjáum bara til. Það er ómögulegt að segja,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, að lokum. Olís-deild kvenna HK UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: HK - Selfoss 18-31 | Risasigur í botnslagnum Í dag fór fram algjör úrslitaleikur í fallbaráttunni í Olís-deildinni þegar lið Selfoss mætti í Kórinn og lék gegn HK. Leiknum lauk með stórsigri Selfoss. Lokatölur 18-31 í afar óspennandi leik. 4. febrúar 2023 18:12 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Þrátt fyrir það leit Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, á björtu hliðarnar að leik loknum og fannst reynslan og markvarslan í leik Selfoss skilja liðin að. „Ég reyni yfirleitt að vera jákvæður og ég sé alveg jákvæða hluti hérna inn á milli en það er alveg ljóst að við skjótum of mikið í markmanninn hjá þeim, erum ekki að fá eins marga bolta okkar megin. Fyrri hálfleikurinn fannst mér einkennast af því að þær eru með örlítið meiri reynslu hjá nokkrum leikmönnum sem ná að sækja víti með gegnumbrotum. Á meðan við erum lið mikið byggt upp á 3. flokks stelpum, þannig að það vantar svolítið klókindi að ná að garga víti til sín, ef maður má orða það þannig. Það var svona helsti munurinn, færanýting og svona klókindi í fyrri hálfleik og markvarslan sem skildi að,“ sagði Samúel Ívar. „Það er erfitt að koma inn í úrslitaleik og vera strax komin tíu mörkum undir og það er auðvelt að leggjast á hliðina og fá sér eina snuddu og vorkenna sjálfum sér. Það gerðu mínar stelpur ekki. Ég er gríðarlega ánægður með það. Það má kannski segja að síðustu þrjár til fjórar mínúturnar þegar það er enn þá tíu plús munur og útséð að þetta var kannski síðasta hálmstráið hjá okkur þá er ekkert óeðlilegt að tilfinningarnar komi aðeins inn í og við duttum aðeins niður þá. Fram að því erum við á fullum krafti og erum að reyna eins vel og við getum.“ Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, er langt frá því að vera búinn að leggja árar í bát og ætlar að reyna í öllu sínu valdi að halda liði HK uppi þrátt fyrir mjög svo erfiða stöðu. „Maður veit náttúrulega aldrei hvað gerist í þessu. Jú, vissulega gerðum við okkur þetta talsvert erfitt fyrir. Á meðan það er enn þá tölfræðilegur séns þá að sjálfsögðu reynum við eins og við getum. Eins og tímabilið hefur þróast með meiðslum hjá meistaraflokks leikmönnunum sem áttu að vera klárar í þetta með okkur þá hefur þetta farið í það að hjálpa þessum stelpum í að taka næstu skref og náum við að gera það nógu hratt til að ná nægilega mörgum stigum til að halda okkur uppi. Á meðan það er enn þá möguleiki þá gefum við þetta ekki frá okkur en það er nokkuð ljóst að brekkan er brött.“ Tveir nýir leikmenn léku með HK í dag, þær Mattý Rós Birgisdóttir og Dagmar Guðrún Pálsdóttir. Samúel Ívar telur þær styrkja hópinn hjá HK og líst vel á framhaldið með þær innanborðs. „Bara vel þær eru búnar að fá stuttan tíma með okkur. Það var fínn kraftur í þessu í æfingavikunni hjá okkur, náðum ekki alveg að taka það með okkur inn í þennan leik en ég er mjög jákvæður varðandi þær og held að þær muni hjálpa okkur í leikjunum sem eftir eru.“ Þórhildur Braga Þórðardóttir hefur gengið frá félagsskiptum yfir í HK frá Haukum en var ekki í leikmannahóp í dag hjá HK. Þórhildur Braga hefur ekki leikið handbolta í nokkurn tíma vegna höfuðmeiðsla og barneigna. Samúel Ívar var ekki með á hreinu hvenær mætti búast við henni á parketinu með HK. „Við erum bara að taka því rólega með henni og sjáum bara til. Það er ómögulegt að segja,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, að lokum.
Olís-deild kvenna HK UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: HK - Selfoss 18-31 | Risasigur í botnslagnum Í dag fór fram algjör úrslitaleikur í fallbaráttunni í Olís-deildinni þegar lið Selfoss mætti í Kórinn og lék gegn HK. Leiknum lauk með stórsigri Selfoss. Lokatölur 18-31 í afar óspennandi leik. 4. febrúar 2023 18:12 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: HK - Selfoss 18-31 | Risasigur í botnslagnum Í dag fór fram algjör úrslitaleikur í fallbaráttunni í Olís-deildinni þegar lið Selfoss mætti í Kórinn og lék gegn HK. Leiknum lauk með stórsigri Selfoss. Lokatölur 18-31 í afar óspennandi leik. 4. febrúar 2023 18:12