Glænýr Land Cruiser sem betur fer í bílskúrnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2023 16:38 Veðrið hefur verið leiðinilegt víða um land undanfarið. Von er á næstu lægð strax á sunnudaginn. Vísir/Einar Stærðarinnar ösp varð vindinum að bráð við Digranesheiði í Kópavogi á þriðja tímanum. Tilviljun réð því að öspin féll ekki á glænýjan Land Cruiser sem var aldrei þessu vant inni í bílskúr. Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir, íbúi á Digranesheiði, segist hafa verið á leiðinni út í búð eftir hádegið þegar þau urðu vör við að annar helmingur á tvístofna ösp hafði fallið til jarðar. Hann lokaði innkeyrslu nágranna þeirra. Við komuna heim úr búðinni hafi þau heyrt í slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og þaðan mættu vaskir menn. Þeir skáru niður annan helminginn og mátu auk þess hin helming asparinnar svo illa farinn að réttast væri að taka hann niður líka. Bitar af öspinni sem slökkviliðið sagaði niður til að minnka hættuna.Vísir/Einar Stormur er víða um land í dag og bálhvasst á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal í Kópavogi. Ragnheiður Hrefna segist varla hafa getað staðið sjálf og þurft að grípa til aðgerða til að grill og borð utandyra yrði ekki vindinum að bráð. Mildi má þykja að enginn hafi orðið fyrir öspinni þegar hún féll sem fyrr segir á gönguleið milli húsa. Fylgir sögunni að nágranni Ragnheiðar Hrefnu hafði fyrir tilviljun ekið nýjum jeppa sínum inn í bílskúr. Bíll sem alla jafna stendur í innkeyrslunni. Fyrir vikið slapp hann við tréð sem féll í tóma innkeyrsluna. Veðrið hefur haft áhrif víða um land í dag. Ferðamenn keyrðu út af veginum um Víkurskarð og þá fór rúta með ferðamenn út af Ólafsfjarðarvegi. Engin slys urðu á fólki. Kópavogur Veður Tengdar fréttir Keyrðu út af í Víkurskarði: „Helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb“ Skilyrði til aksturs voru slæm á Norðurlandi í dag en bíll fór út af veginum og festist í Víkurskarði í Þingeyjarsveit. 3. febrúar 2023 16:31 Stormur víða í dag og næsta lægð kemur á sunnudag Stormi er spáð víða á landinu í dag með mikilli úrkomu og hlýindum. Veðrið verður verst á suðvestanverðu landinu í upphafi en norðantil í kvöld. Næsta lægð tekur við á sunnudag. Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna enn að því að hreinsa frá niðurföllum þar sem hálfgerð stöðuvötn hafa myndast. Skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að íbúar hafi bjargað miklu með því að hjálpa til. 3. febrúar 2023 12:30 Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir, íbúi á Digranesheiði, segist hafa verið á leiðinni út í búð eftir hádegið þegar þau urðu vör við að annar helmingur á tvístofna ösp hafði fallið til jarðar. Hann lokaði innkeyrslu nágranna þeirra. Við komuna heim úr búðinni hafi þau heyrt í slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og þaðan mættu vaskir menn. Þeir skáru niður annan helminginn og mátu auk þess hin helming asparinnar svo illa farinn að réttast væri að taka hann niður líka. Bitar af öspinni sem slökkviliðið sagaði niður til að minnka hættuna.Vísir/Einar Stormur er víða um land í dag og bálhvasst á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal í Kópavogi. Ragnheiður Hrefna segist varla hafa getað staðið sjálf og þurft að grípa til aðgerða til að grill og borð utandyra yrði ekki vindinum að bráð. Mildi má þykja að enginn hafi orðið fyrir öspinni þegar hún féll sem fyrr segir á gönguleið milli húsa. Fylgir sögunni að nágranni Ragnheiðar Hrefnu hafði fyrir tilviljun ekið nýjum jeppa sínum inn í bílskúr. Bíll sem alla jafna stendur í innkeyrslunni. Fyrir vikið slapp hann við tréð sem féll í tóma innkeyrsluna. Veðrið hefur haft áhrif víða um land í dag. Ferðamenn keyrðu út af veginum um Víkurskarð og þá fór rúta með ferðamenn út af Ólafsfjarðarvegi. Engin slys urðu á fólki.
Kópavogur Veður Tengdar fréttir Keyrðu út af í Víkurskarði: „Helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb“ Skilyrði til aksturs voru slæm á Norðurlandi í dag en bíll fór út af veginum og festist í Víkurskarði í Þingeyjarsveit. 3. febrúar 2023 16:31 Stormur víða í dag og næsta lægð kemur á sunnudag Stormi er spáð víða á landinu í dag með mikilli úrkomu og hlýindum. Veðrið verður verst á suðvestanverðu landinu í upphafi en norðantil í kvöld. Næsta lægð tekur við á sunnudag. Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna enn að því að hreinsa frá niðurföllum þar sem hálfgerð stöðuvötn hafa myndast. Skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að íbúar hafi bjargað miklu með því að hjálpa til. 3. febrúar 2023 12:30 Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Keyrðu út af í Víkurskarði: „Helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb“ Skilyrði til aksturs voru slæm á Norðurlandi í dag en bíll fór út af veginum og festist í Víkurskarði í Þingeyjarsveit. 3. febrúar 2023 16:31
Stormur víða í dag og næsta lægð kemur á sunnudag Stormi er spáð víða á landinu í dag með mikilli úrkomu og hlýindum. Veðrið verður verst á suðvestanverðu landinu í upphafi en norðantil í kvöld. Næsta lægð tekur við á sunnudag. Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna enn að því að hreinsa frá niðurföllum þar sem hálfgerð stöðuvötn hafa myndast. Skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að íbúar hafi bjargað miklu með því að hjálpa til. 3. febrúar 2023 12:30
Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00