Spá að krabbameinum fjölgi um 52 prósent á Íslandi á næstu sautján árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2023 15:45 Mikilli fjölgun krabbameinstilfella er spáð til ársins 2040. Vísir/Vilhelm Því er spáð að krabbameinstilvikum fjölgi um 52 prósent á Íslandi til ársins 2040. Það er mun meiri fjölgun en annars staðar í Evrópu, þar sem því er spáð að tilvikum fjölgi um 21 prósent á sama tíma.Krabbameinsfélagið segir breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar spila þarna lykilhlutverk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Á morgun er Alþjóðakrabbameinsdagurinn og vill félagið vekja fólk til umhugsunar. Fram kemur í tilkynningunni að áskoranir innan heilbrigðiskerfisins séu víða og miðað við þessa spá muni róðurinn aðeins þyngjast. „Rétt er að hafa í huga að almennt er krabbameinsáhætta ekki að aukast. Krabbamein eru fyrst og fremst sjúkdómar eldra fólks þó þau greinist hjá fólki á öllum aldursskeiðum. Aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast hratt; þjóðin er að eldast,“ segir í tilkynningunni. „Þessi þróun hefur mikla þýðingu í sambandi við krabbamein og nýjustu gögn sýna að fjölgun krabbameinstilvika verður mun meiri hér á landi en í nágrannalöndunum. Sá hópur sem stækkar mest og hefur þörf fyrir sérhæfða sjúkrahússþjónustu er fólk með krabbamein.“ Miðað við áðurnefnda spá um fjölgun krabbameinstilvika megi gera ráð fyrir að árið 2040 verði ný tilvik krabbameina tæplega 1.000 fleiri en í dag. Fjölgunin verði jafnt og þétt yfir tímabilið og sé raunar þegar hafin. „Í dag greinast um 1.800 manns með krabbamein á ári, árið 2035 má gera ráð fyrir að rúmlega 2.500 greinist og árið 2040 verði það tæplega 2.800 manns.“ Félagið kallar eftir skýrum aðgerðum til að berjast gegn krabbameini og til að veita þeim sem hafa lifað af krabbamein góða heilbrigðisþjónustu í kjölfarið. „Hefja þarf skimanir fyrir nýjum meinum þegar þær þykja fýsilegar og auka þátttöku í þeim sem þegar er boðið upp á. Nauðsynlegt er að koma á samfelldu ferli allt frá því að grunur vaknar um krabbamein, til að tryggja að meinin greinist snemma og að allir fái þjónustu við hæfi.“ Heilbrigðismál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Á morgun er Alþjóðakrabbameinsdagurinn og vill félagið vekja fólk til umhugsunar. Fram kemur í tilkynningunni að áskoranir innan heilbrigðiskerfisins séu víða og miðað við þessa spá muni róðurinn aðeins þyngjast. „Rétt er að hafa í huga að almennt er krabbameinsáhætta ekki að aukast. Krabbamein eru fyrst og fremst sjúkdómar eldra fólks þó þau greinist hjá fólki á öllum aldursskeiðum. Aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast hratt; þjóðin er að eldast,“ segir í tilkynningunni. „Þessi þróun hefur mikla þýðingu í sambandi við krabbamein og nýjustu gögn sýna að fjölgun krabbameinstilvika verður mun meiri hér á landi en í nágrannalöndunum. Sá hópur sem stækkar mest og hefur þörf fyrir sérhæfða sjúkrahússþjónustu er fólk með krabbamein.“ Miðað við áðurnefnda spá um fjölgun krabbameinstilvika megi gera ráð fyrir að árið 2040 verði ný tilvik krabbameina tæplega 1.000 fleiri en í dag. Fjölgunin verði jafnt og þétt yfir tímabilið og sé raunar þegar hafin. „Í dag greinast um 1.800 manns með krabbamein á ári, árið 2035 má gera ráð fyrir að rúmlega 2.500 greinist og árið 2040 verði það tæplega 2.800 manns.“ Félagið kallar eftir skýrum aðgerðum til að berjast gegn krabbameini og til að veita þeim sem hafa lifað af krabbamein góða heilbrigðisþjónustu í kjölfarið. „Hefja þarf skimanir fyrir nýjum meinum þegar þær þykja fýsilegar og auka þátttöku í þeim sem þegar er boðið upp á. Nauðsynlegt er að koma á samfelldu ferli allt frá því að grunur vaknar um krabbamein, til að tryggja að meinin greinist snemma og að allir fái þjónustu við hæfi.“
Heilbrigðismál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira