Nautgripirnir hafi hvorki verið í neyð né horaðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2023 15:16 Ein af myndunum sem bárust MAST og fréttastofu. Matvælastofnun segir ekkert tilefni til að bregðast við vegna aðbúnaðar nautgripa á bæ í Skagafirði. Dýraverndarsamband Íslands hefur gert kröfu um tafarlausar aðgerðir í málinu. Samtökin sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint frá dýrum í neyð á bæ í Skagafirði. Í tilkynningunni segir að á bænum sé búfénaður í alvarlegum vanhöldum, bæði vegna ástands þeirra og aðbúnaðar. Fréttastofu bárust borist myndir og myndbönd af aðstöðunni í umræddu búi. Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður DÍS, tjáði fréttastofu í morgun að MAST hefði í tveimur heimsóknum á umræddan bæ komist að þeirri niðurstöðu aðbúnaður dýranna væri án frávika. Fram kemur í tilkynningu á vef MAST að farið hafi verið í heimsóknirnar 16. nóvember og 6. desember eftir ábendingar um slæman aðbúnað á bænum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru myndirnar og myndböndin sem Vísir birti í morgun tekin á milli þessara heimsókn. Jafnframt kemur fram í tilkynningu MAST að eftirlitsmenn stofnunarinnar hafi mánudaginn 30. janúar fylgt eftir þriðju ábendingu og farið í eftirlit á bæinn. Ekkert tilefni hafi verið til að skrá frávik. „Þær myndir sem Dýraverndunarsambandið vísar til í yfirlýsingu sinni og sendar hafa verið til stofnunarinnar gefa ekki rétta mynd af holdafari nautgripanna eða aðstæðum á bænum á fyrrnefndu tímabili. Myndirnar voru ekki í samræmi við aðstæður eins og þær hafa birst eftirlitsmönnum stofnunarinnar í þau þrjú skipti sem stofnunin hefur fylgt eftir ábendingum um umhirðu og aðbúnað nautgripa á bænum og kemur fram í eftirlitsskýrslu stofnunarinnar,“ segir í tilkynningu frá MAST. Búfjárhald á bænum muni þó sæta áfram reglubundnu eftirliti. Dýraheilbrigði Skagafjörður Dýr Tengdar fréttir Segja nautgripi í neyð í Skagafirði þrátt fyrir heimsóknir MAST Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) hefur farið fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda vegna ástands og aðbúnaðar dýra á bæ í Skagafirði. Matvælastofnun (MAST) hefur tvisvar farið í eftirlitsheimsókn á bæinn en ekki skráð nein frávik. 3. febrúar 2023 07:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Samtökin sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint frá dýrum í neyð á bæ í Skagafirði. Í tilkynningunni segir að á bænum sé búfénaður í alvarlegum vanhöldum, bæði vegna ástands þeirra og aðbúnaðar. Fréttastofu bárust borist myndir og myndbönd af aðstöðunni í umræddu búi. Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður DÍS, tjáði fréttastofu í morgun að MAST hefði í tveimur heimsóknum á umræddan bæ komist að þeirri niðurstöðu aðbúnaður dýranna væri án frávika. Fram kemur í tilkynningu á vef MAST að farið hafi verið í heimsóknirnar 16. nóvember og 6. desember eftir ábendingar um slæman aðbúnað á bænum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru myndirnar og myndböndin sem Vísir birti í morgun tekin á milli þessara heimsókn. Jafnframt kemur fram í tilkynningu MAST að eftirlitsmenn stofnunarinnar hafi mánudaginn 30. janúar fylgt eftir þriðju ábendingu og farið í eftirlit á bæinn. Ekkert tilefni hafi verið til að skrá frávik. „Þær myndir sem Dýraverndunarsambandið vísar til í yfirlýsingu sinni og sendar hafa verið til stofnunarinnar gefa ekki rétta mynd af holdafari nautgripanna eða aðstæðum á bænum á fyrrnefndu tímabili. Myndirnar voru ekki í samræmi við aðstæður eins og þær hafa birst eftirlitsmönnum stofnunarinnar í þau þrjú skipti sem stofnunin hefur fylgt eftir ábendingum um umhirðu og aðbúnað nautgripa á bænum og kemur fram í eftirlitsskýrslu stofnunarinnar,“ segir í tilkynningu frá MAST. Búfjárhald á bænum muni þó sæta áfram reglubundnu eftirliti.
Dýraheilbrigði Skagafjörður Dýr Tengdar fréttir Segja nautgripi í neyð í Skagafirði þrátt fyrir heimsóknir MAST Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) hefur farið fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda vegna ástands og aðbúnaðar dýra á bæ í Skagafirði. Matvælastofnun (MAST) hefur tvisvar farið í eftirlitsheimsókn á bæinn en ekki skráð nein frávik. 3. febrúar 2023 07:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Segja nautgripi í neyð í Skagafirði þrátt fyrir heimsóknir MAST Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) hefur farið fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda vegna ástands og aðbúnaðar dýra á bæ í Skagafirði. Matvælastofnun (MAST) hefur tvisvar farið í eftirlitsheimsókn á bæinn en ekki skráð nein frávik. 3. febrúar 2023 07:00