Umfjöllun og viðtal: HK - Selfoss 18-31 | Risasigur í botnslagnum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 4. febrúar 2023 18:12 vísir/Diego Í dag fór fram algjör úrslitaleikur í fallbaráttunni í Olís-deildinni þegar lið Selfoss mætti í Kórinn og lék gegn HK. Leiknum lauk með stórsigri Selfoss. Lokatölur 18-31 í afar óspennandi leik. Fyrir leikinn sat HK á botni deildarinnar, í fallsæti, með tvö stig á meðan Selfoss sat sæti ofar með fjögur stig og í umspilssæti. Fyrir leikinn var því ljóst að sigur heimakvenna myndi koma liði Selfoss í blóðuga fallbaráttu. Sigur Selfoss myndi þó þýða að HK væri svo gott sem fallið, sem varð svo raunin. Selfoss tók strax yfirhöndina í leiknum í dag í Kórnum. Staðan eftir átta mínútna leik 0-3 Selfyssingum í vil. Eftir þessa byrjun var ekki aftur snúið. Eftir 15 mínútur var staðan orðin 3-7 og eftir 20 mínútur var staðan orðin 5-11. Heimakonur voru undir á öllum sviðum handboltans frá upphafi. Stirður sóknarleikur og hriplek vörn ásamt lítilli markvörslu var það sem HK bauð upp á í fyrri hálfleik. Selfoss keyrði hreinlega á alla veikleika HK og skorðu hvert markið á fætur öðru. Ásamt því stóðu þær vörnina vel með Corneliu Hermansson í ham í markinu. Cornelia var með 53% markvörslu í fyrri hálfleik. Hálfleikstölur 8-18 fyrir Selfoss og heimakonur heillum horfnar. HK hóf síðari hálfleikinn af mun meiri krafti og ætluðu alls ekki að gefast upp þrátt fyrir stöðuna í leiknum. HK skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkunum í seinni hálfleik. Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, tók þá leikhlé og kom leikmönnum sínum í skilning um það að leikurinn væri ekki búinn þrátt fyrir gott forskot. Staðan 12-19. Leikmenn Selfoss tóku þessi skilaboð til sín og komust í tólf marka forystu á um tíu mínútna kafla, 12-24. Eftir það skiptust liðin á að skora það sem eftir lifði leiks og lokatölur 18-31. Af hverju vann Selfoss? Reynsla og útsjónarsemi ásamt mikilli grimmd í leik Selfoss dreif liðið áfram og kom liðinu fljótt í þægilega forystu. Cornelia Hermansson, markvörður Selfoss, lokaði einnig markinu hjá sínu liði og því útséð hvar sigurinn myndi lenda. Hverjar stóðu upp úr? Cornelia Hermansson, markvörður Selfoss, var maður leiksins. 54,3% varsla er sjaldséð tala í handboltanum en það er frammistaða sem Cornelia bauð upp á í Kórnum í dag. Frábær frammistaða. Katla María Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss, var markahæst í leiknum með 8 mörk. Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, leikmaður Selfoss, var síðan mögnuð í vörn Selfoss en hún var með 18 löglegar stöðvanir. Hvað gekk illa? Sóknarleikur HK í leiknum var alls ekki góður og áttu þær einnig í stökustu vandræðum með sóknaraðgerðir Selfoss sem skilaði sér í lítilli markvörslu, en markverðir HK vörðu aðeins 6 skot í dag. Þessi frammistaða á hreinlega því miður ekkert meira skilið en fall niður í Grill 66 deildina, sem virðast vera örlög HK þetta tímabilið. Hvað gerist næst? Þessi lið mætast aftur á þriðjudaginn í 8-liða úrslitum Powerade bikarsins. Leikurinn fer fram á Selfossi og hefst klukkan 19:30. Eyþór Lárusson: „Við bara gerðum okkar“ Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss.Vísir/Pawel Cieslikewicz „Ég er hrikalega stoltur af liðinu. Vinnan sem við lögðum í þetta, karakterinn, héldum áfram hundrað prósent inn í leikinn og ég er bara virkilega ánægður,“ sagði Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, um frammistöðu sinna leikmanna gegn HK. „Við náðum náttúrulega upp frábærum varnarleik strax og Cornelia í markinu klikkaði ótrúlega vel við varnarleikinn. Sóknarlega gerðum við vel, vorum skynsamar. HK er með frábært lið og ef þú ætlar ekki að vera 110 prósent allan tímann þá refsa þær. Við bara gerðum okkar.“ Eyþór segir liðið aðeins taka einn leik fyrir í einu og sé í raun ekkert að líta upp fyrir sig í töflunni. „Þetta er eiginlega bara búið að þróast út í það að það er bara einn leikur í einu. Við bara horfum á þetta þannig. Við spilum við þær (HK) aftur á þriðjudaginn á Selfossi í 8-liða úrslitum í bikarnum, nú tekur það verkefni við og við ætlum okkur í final four,“ sagði Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, að lokum. Olís-deild kvenna HK UMF Selfoss
Í dag fór fram algjör úrslitaleikur í fallbaráttunni í Olís-deildinni þegar lið Selfoss mætti í Kórinn og lék gegn HK. Leiknum lauk með stórsigri Selfoss. Lokatölur 18-31 í afar óspennandi leik. Fyrir leikinn sat HK á botni deildarinnar, í fallsæti, með tvö stig á meðan Selfoss sat sæti ofar með fjögur stig og í umspilssæti. Fyrir leikinn var því ljóst að sigur heimakvenna myndi koma liði Selfoss í blóðuga fallbaráttu. Sigur Selfoss myndi þó þýða að HK væri svo gott sem fallið, sem varð svo raunin. Selfoss tók strax yfirhöndina í leiknum í dag í Kórnum. Staðan eftir átta mínútna leik 0-3 Selfyssingum í vil. Eftir þessa byrjun var ekki aftur snúið. Eftir 15 mínútur var staðan orðin 3-7 og eftir 20 mínútur var staðan orðin 5-11. Heimakonur voru undir á öllum sviðum handboltans frá upphafi. Stirður sóknarleikur og hriplek vörn ásamt lítilli markvörslu var það sem HK bauð upp á í fyrri hálfleik. Selfoss keyrði hreinlega á alla veikleika HK og skorðu hvert markið á fætur öðru. Ásamt því stóðu þær vörnina vel með Corneliu Hermansson í ham í markinu. Cornelia var með 53% markvörslu í fyrri hálfleik. Hálfleikstölur 8-18 fyrir Selfoss og heimakonur heillum horfnar. HK hóf síðari hálfleikinn af mun meiri krafti og ætluðu alls ekki að gefast upp þrátt fyrir stöðuna í leiknum. HK skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkunum í seinni hálfleik. Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, tók þá leikhlé og kom leikmönnum sínum í skilning um það að leikurinn væri ekki búinn þrátt fyrir gott forskot. Staðan 12-19. Leikmenn Selfoss tóku þessi skilaboð til sín og komust í tólf marka forystu á um tíu mínútna kafla, 12-24. Eftir það skiptust liðin á að skora það sem eftir lifði leiks og lokatölur 18-31. Af hverju vann Selfoss? Reynsla og útsjónarsemi ásamt mikilli grimmd í leik Selfoss dreif liðið áfram og kom liðinu fljótt í þægilega forystu. Cornelia Hermansson, markvörður Selfoss, lokaði einnig markinu hjá sínu liði og því útséð hvar sigurinn myndi lenda. Hverjar stóðu upp úr? Cornelia Hermansson, markvörður Selfoss, var maður leiksins. 54,3% varsla er sjaldséð tala í handboltanum en það er frammistaða sem Cornelia bauð upp á í Kórnum í dag. Frábær frammistaða. Katla María Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss, var markahæst í leiknum með 8 mörk. Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, leikmaður Selfoss, var síðan mögnuð í vörn Selfoss en hún var með 18 löglegar stöðvanir. Hvað gekk illa? Sóknarleikur HK í leiknum var alls ekki góður og áttu þær einnig í stökustu vandræðum með sóknaraðgerðir Selfoss sem skilaði sér í lítilli markvörslu, en markverðir HK vörðu aðeins 6 skot í dag. Þessi frammistaða á hreinlega því miður ekkert meira skilið en fall niður í Grill 66 deildina, sem virðast vera örlög HK þetta tímabilið. Hvað gerist næst? Þessi lið mætast aftur á þriðjudaginn í 8-liða úrslitum Powerade bikarsins. Leikurinn fer fram á Selfossi og hefst klukkan 19:30. Eyþór Lárusson: „Við bara gerðum okkar“ Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss.Vísir/Pawel Cieslikewicz „Ég er hrikalega stoltur af liðinu. Vinnan sem við lögðum í þetta, karakterinn, héldum áfram hundrað prósent inn í leikinn og ég er bara virkilega ánægður,“ sagði Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, um frammistöðu sinna leikmanna gegn HK. „Við náðum náttúrulega upp frábærum varnarleik strax og Cornelia í markinu klikkaði ótrúlega vel við varnarleikinn. Sóknarlega gerðum við vel, vorum skynsamar. HK er með frábært lið og ef þú ætlar ekki að vera 110 prósent allan tímann þá refsa þær. Við bara gerðum okkar.“ Eyþór segir liðið aðeins taka einn leik fyrir í einu og sé í raun ekkert að líta upp fyrir sig í töflunni. „Þetta er eiginlega bara búið að þróast út í það að það er bara einn leikur í einu. Við bara horfum á þetta þannig. Við spilum við þær (HK) aftur á þriðjudaginn á Selfossi í 8-liða úrslitum í bikarnum, nú tekur það verkefni við og við ætlum okkur í final four,“ sagði Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti