Norðmenn sinna loftrýmisgæslu við Ísland með öflugustu orrustuflugvélum heims Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2023 10:00 Rolf Folland, ofursti og yfirmaður norska flughersins Vísir/ Egill Áttatíu manna norskt herlið auk fjögurra orustuþota af gerðinni F-35 sinna nú loftrýmisgæslu á Íslandi á vegum Atlandshafsbandalagsins. F-35 eru með öflugustu herflugvélum heims en ein slík kostar á bilinu þrettán til fimmtán milljarða íslenskra króna. Þetta er í sjöunda sinn sem Norðmenn sinna loftrýmisgæslu á Íslandi fyrir NATO, en í þriðja sinn sem þeir eru hér á landi með F-35 orustuvélarnar. Fjórar vélar eru með í för og þar af eru tvær ávallt viðbúnar undir svokallað hnökralaust viðbragð ef til þess kæmi. Almenningur haldi í sig í að minnsta kosti sjö metra fjarlægð Strangar öryggiskröfur gilda í kringum vélarnar. Til að mynda var fréttamanni og ljósmyndara gert að halda sig í að minnsta kosti sjö metra fjarlægð og ekki var leyfilegt að taka myndir af vélunum á farsíma. Þungvopnaðir hermenn gæta vélanna allan sólarhringinn. Það er einnig hluti af þjálfun hermannanna. „Við erum með okkar eigin verði sem vernda tæknibúnað og starfsmenn, en þetta er líka æfingaferð fyrir þá,“ segir Trond Haugen, undirofursti. „Ísand er auðvitað vinaland svo við þurfum ekki svo marga verði en þjálfun þeirra er líka hluti af verkefninu." Nútímalegasta orrustuflugvél heims Vélarnar búa yfir gríðarlegum hátæknibúnaði og uppfylla þarf margra ára stranga þjálfun til að geta flogið þeim. „Þetta er nútímalegasta orrustuflugvélin í heiminum núna," segir Rolf Folland, ofursti og yfirmaður norska flughersins. Hann segir vélina hafa mikla getu hvað varðar skynjara og við samhæfingu með öðrum aðilum, bæði landher, sjóher, sérsveitum og öðrum flugherjum. „Svo þetta er mjög öflugur vettvangur hvað varðar skynjara og vopn", segir Rolf. F-35 eru með öflugustu herflugvélum heims en ein slík kostar á bilinu þrettán til fimmtán milljarða íslenskra króna. Vísir/Egill Aðspurðir um hvort stríðið í Úkraínu hafi áhrif á gæsluna eða verkefni flughersins hér á landi segja yfirmenn svo ekki vera en það hafi áhrif á samheldni NATO.„Ég held að við séum jafnvel enn sterkari saman nú um stundir. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að koma hingað til Íslands og hafa eftirlit með öllu langflugi í kringum eyjuna," segir Rolf Folland, ofursti og yfirmaður norska flughersins. Áætlað er að norski herinn verði á landinu fram í miðjan febrúar og sinni loftrýmisgæslu. Hernaður NATO Utanríkismál Noregur Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Norski flugherinn á leið til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. 17. febrúar 2020 13:04 130 manna norskt herlið og herþotur fyrir á sjötta tug milljarða sinna gæslu á Íslandi Norðmönnum mikilvægt að geta sýnt heiminum nýfenginn styrk sinn sem fylgir F-35 orrustuþotunum. Að bera saman F-35 og F-16 þotur er eins og að bera saman gamlan Volvo og nýja Teslu. 2. mars 2020 17:30 Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þetta er í sjöunda sinn sem Norðmenn sinna loftrýmisgæslu á Íslandi fyrir NATO, en í þriðja sinn sem þeir eru hér á landi með F-35 orustuvélarnar. Fjórar vélar eru með í för og þar af eru tvær ávallt viðbúnar undir svokallað hnökralaust viðbragð ef til þess kæmi. Almenningur haldi í sig í að minnsta kosti sjö metra fjarlægð Strangar öryggiskröfur gilda í kringum vélarnar. Til að mynda var fréttamanni og ljósmyndara gert að halda sig í að minnsta kosti sjö metra fjarlægð og ekki var leyfilegt að taka myndir af vélunum á farsíma. Þungvopnaðir hermenn gæta vélanna allan sólarhringinn. Það er einnig hluti af þjálfun hermannanna. „Við erum með okkar eigin verði sem vernda tæknibúnað og starfsmenn, en þetta er líka æfingaferð fyrir þá,“ segir Trond Haugen, undirofursti. „Ísand er auðvitað vinaland svo við þurfum ekki svo marga verði en þjálfun þeirra er líka hluti af verkefninu." Nútímalegasta orrustuflugvél heims Vélarnar búa yfir gríðarlegum hátæknibúnaði og uppfylla þarf margra ára stranga þjálfun til að geta flogið þeim. „Þetta er nútímalegasta orrustuflugvélin í heiminum núna," segir Rolf Folland, ofursti og yfirmaður norska flughersins. Hann segir vélina hafa mikla getu hvað varðar skynjara og við samhæfingu með öðrum aðilum, bæði landher, sjóher, sérsveitum og öðrum flugherjum. „Svo þetta er mjög öflugur vettvangur hvað varðar skynjara og vopn", segir Rolf. F-35 eru með öflugustu herflugvélum heims en ein slík kostar á bilinu þrettán til fimmtán milljarða íslenskra króna. Vísir/Egill Aðspurðir um hvort stríðið í Úkraínu hafi áhrif á gæsluna eða verkefni flughersins hér á landi segja yfirmenn svo ekki vera en það hafi áhrif á samheldni NATO.„Ég held að við séum jafnvel enn sterkari saman nú um stundir. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að koma hingað til Íslands og hafa eftirlit með öllu langflugi í kringum eyjuna," segir Rolf Folland, ofursti og yfirmaður norska flughersins. Áætlað er að norski herinn verði á landinu fram í miðjan febrúar og sinni loftrýmisgæslu.
Hernaður NATO Utanríkismál Noregur Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Norski flugherinn á leið til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. 17. febrúar 2020 13:04 130 manna norskt herlið og herþotur fyrir á sjötta tug milljarða sinna gæslu á Íslandi Norðmönnum mikilvægt að geta sýnt heiminum nýfenginn styrk sinn sem fylgir F-35 orrustuþotunum. Að bera saman F-35 og F-16 þotur er eins og að bera saman gamlan Volvo og nýja Teslu. 2. mars 2020 17:30 Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Norski flugherinn á leið til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. 17. febrúar 2020 13:04
130 manna norskt herlið og herþotur fyrir á sjötta tug milljarða sinna gæslu á Íslandi Norðmönnum mikilvægt að geta sýnt heiminum nýfenginn styrk sinn sem fylgir F-35 orrustuþotunum. Að bera saman F-35 og F-16 þotur er eins og að bera saman gamlan Volvo og nýja Teslu. 2. mars 2020 17:30
Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15