Ekki innistæða fyrir gagnrýni á Seðlabankann Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2023 19:22 Fjármálaráðherra segir ekki hægt að kenna gjaldahækkunum ríkissjóðs um áramótin um aukna verðbólgu eins og Neytendasamtökin og fleiri hafa gert. Allir þurfi að horfast í augu við raunveruleikann og standa með Seðlabankanum og öðrum sem gripið hafi til aðgerða til að ná verðbólgunni niður. Ríkisstjórnin hækkaði ýmis gjöld eins og áfengis- og tóbaksgjald og eldsneytisgjöld í fjárlögum þessa árs. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu þessar hækkanir og töldu þær olíu á verðbólgubálið og nú þegar verðbólga hefur aukist á ný hafa Neytendasamtökin og fleiri endurómað þá gagnrýni. Eftir að verðbólgan hafði heldur gefið eftir hefur hún aftur skriðið upp í 9,9 prósent. Það er vaxtaákvörðunardagur hjá Seðlabankanum á miðvikudag í næstu viku og aldrei að vita nema hann grípi aftur til vaxtahækkana. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir ekki hægt að kenna ríkisfjármálunum um verðbólguna. „Við vitum sem er að þær breytingar sem við gerðum á gjaldskrám um áramótin eru á bilinu 0,4 til 0,6 prósent af þessari 9,9 prósenta verðbólgu síðustu tólf mánuði. Þannig að það er nú langt í frá að hægt sé að rekja ástæður þessa verðbólgustigs til breytinga á gjaldskrám ríkissjóðs,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hafi hins vegar gert breytingar á skattkerfinu sem auki tekjur fólks um sjö til átta þúsund krónur á mánuði. „En þessi verðbólga er áhyggjuefni. Við þurfum að horfast í augu við að það er of mikil spenna í hagkerfinu hjá okkur í augnablikinu. Það birtist okkur með ýmsum hætti. Það birtist okkur meðal annars með þeim hætti að laun hafa á einu ári hækkað um 12,4 prósent. Það eru gríðarlega miklar launahækkanir,“ segir fjármálaráðherra. Eftir að verðbólga tók að síga í september er hún aftur að aukast í janúar.Grafík/Sara Þá hafi gengið gefið eftir sem skýri verðbólguna að hluta og verð á innfluttri vöru hafi hækkað. Nú þurfi allir að taka höndum saman um að sígandi lukka sé best. Ríkisstjórn sem láti gjaldstofna sína gefa eftir á verðbólgutímum auki á verðbólguna þegar fram í sæki. Dregið hafi úr halla ríkissjóðs og skuldasöfnun hans stöðvuð. Á sama hátt og lífeyrissjóðirnir fjárfesti í útlöndum þurfi að laða að erlenda fjárfestingu hér. „Svo eru margir sem ættu kannski að spyrja sig í dag hvort það hafi verið innistæða fyrir allri gagnrýninni sem Seðlabankinn varð fyrir síðast þegar hann hækkaði vexti. Nú eru allir farnir að gera ráð fyrir að hann hækki vexti aftur. Þannig að við þurfum að viðurkenna að þegar verið er að beita þeim tólum sem eru líkleg til að hjálpa til við að ná niður verðbólgunni að þá er það skynsamlegt en ekki gagnrýnivert,“ segir Bjarni Bendiktsson. Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir landsmenn eyða of miklu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu. 1. febrúar 2023 08:59 Hart sótt að Katrínu vegna verðbólgunnar Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni. 31. janúar 2023 14:37 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Ríkisstjórnin hækkaði ýmis gjöld eins og áfengis- og tóbaksgjald og eldsneytisgjöld í fjárlögum þessa árs. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu þessar hækkanir og töldu þær olíu á verðbólgubálið og nú þegar verðbólga hefur aukist á ný hafa Neytendasamtökin og fleiri endurómað þá gagnrýni. Eftir að verðbólgan hafði heldur gefið eftir hefur hún aftur skriðið upp í 9,9 prósent. Það er vaxtaákvörðunardagur hjá Seðlabankanum á miðvikudag í næstu viku og aldrei að vita nema hann grípi aftur til vaxtahækkana. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir ekki hægt að kenna ríkisfjármálunum um verðbólguna. „Við vitum sem er að þær breytingar sem við gerðum á gjaldskrám um áramótin eru á bilinu 0,4 til 0,6 prósent af þessari 9,9 prósenta verðbólgu síðustu tólf mánuði. Þannig að það er nú langt í frá að hægt sé að rekja ástæður þessa verðbólgustigs til breytinga á gjaldskrám ríkissjóðs,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hafi hins vegar gert breytingar á skattkerfinu sem auki tekjur fólks um sjö til átta þúsund krónur á mánuði. „En þessi verðbólga er áhyggjuefni. Við þurfum að horfast í augu við að það er of mikil spenna í hagkerfinu hjá okkur í augnablikinu. Það birtist okkur með ýmsum hætti. Það birtist okkur meðal annars með þeim hætti að laun hafa á einu ári hækkað um 12,4 prósent. Það eru gríðarlega miklar launahækkanir,“ segir fjármálaráðherra. Eftir að verðbólga tók að síga í september er hún aftur að aukast í janúar.Grafík/Sara Þá hafi gengið gefið eftir sem skýri verðbólguna að hluta og verð á innfluttri vöru hafi hækkað. Nú þurfi allir að taka höndum saman um að sígandi lukka sé best. Ríkisstjórn sem láti gjaldstofna sína gefa eftir á verðbólgutímum auki á verðbólguna þegar fram í sæki. Dregið hafi úr halla ríkissjóðs og skuldasöfnun hans stöðvuð. Á sama hátt og lífeyrissjóðirnir fjárfesti í útlöndum þurfi að laða að erlenda fjárfestingu hér. „Svo eru margir sem ættu kannski að spyrja sig í dag hvort það hafi verið innistæða fyrir allri gagnrýninni sem Seðlabankinn varð fyrir síðast þegar hann hækkaði vexti. Nú eru allir farnir að gera ráð fyrir að hann hækki vexti aftur. Þannig að við þurfum að viðurkenna að þegar verið er að beita þeim tólum sem eru líkleg til að hjálpa til við að ná niður verðbólgunni að þá er það skynsamlegt en ekki gagnrýnivert,“ segir Bjarni Bendiktsson.
Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir landsmenn eyða of miklu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu. 1. febrúar 2023 08:59 Hart sótt að Katrínu vegna verðbólgunnar Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni. 31. janúar 2023 14:37 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Segir landsmenn eyða of miklu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu. 1. febrúar 2023 08:59
Hart sótt að Katrínu vegna verðbólgunnar Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni. 31. janúar 2023 14:37