Íslensk stjórnvöld gerist sek um mannréttindabrot með beitingu einangrunarvistar Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 31. janúar 2023 00:01 Mynd þessi er hluti af skýrslunni og sýnir fanga í einangrun. Aðsent/Anna Kristín Shumeeva Ný skýrsla Amnesty International segir íslensk stjórnvöld beita einangrunarvist í gæsluvarðhaldi í of miklum mæli. Framgangur þessi brjóti meðal annars gegn samningi Sameinuðu þjóðanna hvað varðar pyndingar og ómannlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu meðal annars. Skýrslan ber heitið „Waking up to nothing: Harmful and unjustified use of pre-trial solitary confinement in Iceland“ og var gefin út nú á miðnætti. Í fréttatilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International um útgáfu skýrslunnar kemur fram að einangrunarvist í gæsluvarðhaldi sé óhóflega beitt hérlendis. Þar að auki hafi henni verið beitt gegn börnum og einstaklingum með fatlanir og geðraskanir. Einnig séu til dæmi um það að einstaklingar hafi setið í einangrun í tæpa tvo mánuði á meðan á gæsluvarðhaldi stóð en samtökin segja þetta mannréttindabrot. Þá hafi sex af hverjum tíu föngum í gæsluvarðhaldi verið skikkaðir til einangrunarvistar árið 2021. Áttatíu einstaklingar á ári vistaðir einir í meira en 22 klukkustundir Haft er eftir Simon Crowther, lögfræðing hjá alþjóðaskrifstofu Amnesty International þar sem hann segir að meðaltali áttatíu einstaklinga hafa verið læsta eina inni í klefum í meira en tuttugu og tvær klukkustundir á ári frá 2012 til 2021. Meðal þeirra séu í einhverjum tilfellum börn og einstaklingar með þroskaskerðingar. Einnig segir hann íslensk stjórnvöld meðvituð um skaðsemi og óhóflega beitingu einangrunarvistarinnar hér á landi. „Stjórnvöld verða að horfast í augu við staðreyndir. Íslensk stjórnvöld brjóta gegn alþjóðlegum skuldbindingum sínum á sama tíma og Ísland gegnir formennsku stofnunar sem ber ábyrgð á að koma í veg fyrir og útrýma pyndingum í Evrópu. Ísland verður að gera marktækar breytingar til að sporna gegn pyndingum og annarri ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu,“ segir Crowther. Hér má sjá útisvæði fyrir fanga í einangrunn í fangelsinu á Hólmsheiði. Aðsent/Íslandsdeild Amnesty International Einnig er minnst á Guðmundar- og Geirfinnsmálið og þá staðreynd að úrbætur hvað varðar einangrunarvistun hafi svo sannarlega átt sér stað en þær hafi þó ekki náð nógu langt. „Á tíu ára tímabili, frá 2012 til 2021, sættu 99 einstaklingar langvarandi einangrunarvist þ.e. lengur en í 15 daga. Það er skýrt brot á alþjóðlegu banni gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Megin réttlæting yfirvalda á beitingu einangrunarvistar í gæsluvarðhaldi er verndun rannsóknarhagsmuna. Amnesty International lítur svo á að aldrei skuli beita einangrunarvist til þess eins að vernda rannsóknarhagsmuni lögreglu enda stríðir það gegn alþjóðlegri mannréttindalöggjöf um nauðsyn og meðalhóf,“ segir í tilkynningunni. Tíu börn í einangrun á níu árum Hvað varðar börn og fólk með fatlanir sem vistað er í einangrun á meðan á gæsluvarðhaldi stendur kemur fram að ekki sé nægt regluverk sem að verndar þessa hópa. Þeir séu í viðkvæmri stöðu en mikil hætta sé á því að þeir beri skaða af einangrunarvistinni. Fram kemur að tíu börn hafi verið sett í einangrun í gæsluvarðhaldi hérlendis á árunum 2012 til 2021. Með því brjóti íslensk stjórnvöld meðal annars gegn banni við pyndingum. Hér má sjá loftmynd af fangelsinu Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Einnig er farið yfir áhrif einangrunarvistar en fram kemur að einangrunarvist hafi alvarleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu fanga og geti áhrifin komið fram eftir örfáa daga. Einkennin sem um ræðir eru til dæmis svefnleysi, ofsjónir og geðrof en sjálfsvígshætta eykst einnig. Samtökin hvetja íslensk stjórnvöld til þess að standa við skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og ítreka að mikilvægt sé að hætta að beita einangrunarvist þegar hún er eingöngu byggð á grundvelli rannsóknarhagsmuna. „Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi og mikilvægt að íslensk stjórnvöld taki tilmælum Amnesty International alvarlega. Íslensk stjórnvöld eru ekki undanskilin skoðun og gagnrýni, sérstaklega ekki þegar kemur að því hvernig komið er fram við fólk í viðkvæmri stöðu,“ er haft eftir Önnu Lúðvíksdóttur, framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Amnesty International. Skýrslan er á ensku en hana má lesa með því að smella hér. Fangelsismál Mannréttindi Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Skýrslan ber heitið „Waking up to nothing: Harmful and unjustified use of pre-trial solitary confinement in Iceland“ og var gefin út nú á miðnætti. Í fréttatilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International um útgáfu skýrslunnar kemur fram að einangrunarvist í gæsluvarðhaldi sé óhóflega beitt hérlendis. Þar að auki hafi henni verið beitt gegn börnum og einstaklingum með fatlanir og geðraskanir. Einnig séu til dæmi um það að einstaklingar hafi setið í einangrun í tæpa tvo mánuði á meðan á gæsluvarðhaldi stóð en samtökin segja þetta mannréttindabrot. Þá hafi sex af hverjum tíu föngum í gæsluvarðhaldi verið skikkaðir til einangrunarvistar árið 2021. Áttatíu einstaklingar á ári vistaðir einir í meira en 22 klukkustundir Haft er eftir Simon Crowther, lögfræðing hjá alþjóðaskrifstofu Amnesty International þar sem hann segir að meðaltali áttatíu einstaklinga hafa verið læsta eina inni í klefum í meira en tuttugu og tvær klukkustundir á ári frá 2012 til 2021. Meðal þeirra séu í einhverjum tilfellum börn og einstaklingar með þroskaskerðingar. Einnig segir hann íslensk stjórnvöld meðvituð um skaðsemi og óhóflega beitingu einangrunarvistarinnar hér á landi. „Stjórnvöld verða að horfast í augu við staðreyndir. Íslensk stjórnvöld brjóta gegn alþjóðlegum skuldbindingum sínum á sama tíma og Ísland gegnir formennsku stofnunar sem ber ábyrgð á að koma í veg fyrir og útrýma pyndingum í Evrópu. Ísland verður að gera marktækar breytingar til að sporna gegn pyndingum og annarri ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu,“ segir Crowther. Hér má sjá útisvæði fyrir fanga í einangrunn í fangelsinu á Hólmsheiði. Aðsent/Íslandsdeild Amnesty International Einnig er minnst á Guðmundar- og Geirfinnsmálið og þá staðreynd að úrbætur hvað varðar einangrunarvistun hafi svo sannarlega átt sér stað en þær hafi þó ekki náð nógu langt. „Á tíu ára tímabili, frá 2012 til 2021, sættu 99 einstaklingar langvarandi einangrunarvist þ.e. lengur en í 15 daga. Það er skýrt brot á alþjóðlegu banni gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Megin réttlæting yfirvalda á beitingu einangrunarvistar í gæsluvarðhaldi er verndun rannsóknarhagsmuna. Amnesty International lítur svo á að aldrei skuli beita einangrunarvist til þess eins að vernda rannsóknarhagsmuni lögreglu enda stríðir það gegn alþjóðlegri mannréttindalöggjöf um nauðsyn og meðalhóf,“ segir í tilkynningunni. Tíu börn í einangrun á níu árum Hvað varðar börn og fólk með fatlanir sem vistað er í einangrun á meðan á gæsluvarðhaldi stendur kemur fram að ekki sé nægt regluverk sem að verndar þessa hópa. Þeir séu í viðkvæmri stöðu en mikil hætta sé á því að þeir beri skaða af einangrunarvistinni. Fram kemur að tíu börn hafi verið sett í einangrun í gæsluvarðhaldi hérlendis á árunum 2012 til 2021. Með því brjóti íslensk stjórnvöld meðal annars gegn banni við pyndingum. Hér má sjá loftmynd af fangelsinu Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Einnig er farið yfir áhrif einangrunarvistar en fram kemur að einangrunarvist hafi alvarleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu fanga og geti áhrifin komið fram eftir örfáa daga. Einkennin sem um ræðir eru til dæmis svefnleysi, ofsjónir og geðrof en sjálfsvígshætta eykst einnig. Samtökin hvetja íslensk stjórnvöld til þess að standa við skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og ítreka að mikilvægt sé að hætta að beita einangrunarvist þegar hún er eingöngu byggð á grundvelli rannsóknarhagsmuna. „Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi og mikilvægt að íslensk stjórnvöld taki tilmælum Amnesty International alvarlega. Íslensk stjórnvöld eru ekki undanskilin skoðun og gagnrýni, sérstaklega ekki þegar kemur að því hvernig komið er fram við fólk í viðkvæmri stöðu,“ er haft eftir Önnu Lúðvíksdóttur, framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Amnesty International. Skýrslan er á ensku en hana má lesa með því að smella hér.
Fangelsismál Mannréttindi Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira