Vonskuveður er á nánast öllu landinu í dag og eru ýmist gular eða appelsínugular viðvaranir í gildi og verða það fram á nótt. Öllu innanlandsflugi varfyrr í dag aflýst og óvissustigi almannavarna lýst yfir.
Nokkrum vegköflum á Suðurlandi hefur verið lokað, meðal annars undir Eyjafjöllum og Lyngdalsheiði. Óvissustig er á helstu vegum landsins. Þá verður Dynjandisheiði ekki mokuð í dag.
Mjúklokanir eru á Hellisheiði og Þrengslum sem þýðir að björgunarsveitarfólk eru við lokunarpósta til að beina fólki áfram. Mögulegt er að vegunum verði lokað alveg eftir því sem veður versnar.
Uppfært klukkan 16:23:
Mosfellsheiðinni hefur verið lokað.