Efling þarf að skila greinargerð á föstudaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2023 13:39 Sólveig Anna ásamt Daníel lögmanni Eflingar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Lillý Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað í morgun að Efling fengi til föstudags til að skila greinargerð í deilu félagsins við ríkissáttasemjara um hvort félaginu sé skylt að afhenda félagatal sitt vegna miðlunartillögu sáttasemjara. Fyrirtaka í málinu fór fram í héraðsdómi eftir hádegið. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fimmtudaginn 26. janúar fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan var lögð fram á meðan atkvæðagreiðslu um þrjú hundrað félagsmanna Eflingar á sjö Íslandshótelum á höfuðborgarsvæðinu stendur. Hún sneri að því að allir félagsmenn Eflingar fái að kjósa um samning sem er samhljóða þeim sem Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins gerðu með sér. Aðalsteinn taldi deilu aðila í slíkum hnút að rétt væri að félagsmenn Eflingar fengu að segja sinn hug. Taldi hann sig hafa til þess fulla lagaheimild. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur Aðalstein hafa brotið lög með tillögunni enda hafi hann ekki ráðgast við formann Eflingar í aðdraganda þess að tillagan var lögð fram. Sáttasemjari hefur kallað eftir félagatalinu frá Eflingu til að atkvæðagreiðsla geti farið fram meðal félagsmanna. Efling neitar að afhenda listann og ákvað sáttasemjari því að fara með málið fyrir dómstóla. Þar fékk það flýtimeðferð og var á dagskrá nú á öðrum tímanum. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Eflingar, hafnaði kröfunni fyrir hönd Eflingar í dag og óskaði eftir tveggja vikna frest til að skila greinargerð og gögnum í málinu. Andri Árnason, lögmaður ríkissáttasemjara í deilunni, mótmælti beiðninni og sagði frestinn of langan. Kallaði hann eftir því að málið yrði flutt í vikunni. Fór svo að Efling þarf að skila greinargerð á föstudaginn og verður málið flutt sama dag. Greinargerð verði skilað að morgni og málflutningur fari fram eftir hádegið. Atkvæðagreiðslu um verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu lýkur í dag. Von er á niðurstöðu um kvöldmatarleytið. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fimmtudaginn 26. janúar fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan var lögð fram á meðan atkvæðagreiðslu um þrjú hundrað félagsmanna Eflingar á sjö Íslandshótelum á höfuðborgarsvæðinu stendur. Hún sneri að því að allir félagsmenn Eflingar fái að kjósa um samning sem er samhljóða þeim sem Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins gerðu með sér. Aðalsteinn taldi deilu aðila í slíkum hnút að rétt væri að félagsmenn Eflingar fengu að segja sinn hug. Taldi hann sig hafa til þess fulla lagaheimild. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur Aðalstein hafa brotið lög með tillögunni enda hafi hann ekki ráðgast við formann Eflingar í aðdraganda þess að tillagan var lögð fram. Sáttasemjari hefur kallað eftir félagatalinu frá Eflingu til að atkvæðagreiðsla geti farið fram meðal félagsmanna. Efling neitar að afhenda listann og ákvað sáttasemjari því að fara með málið fyrir dómstóla. Þar fékk það flýtimeðferð og var á dagskrá nú á öðrum tímanum. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Eflingar, hafnaði kröfunni fyrir hönd Eflingar í dag og óskaði eftir tveggja vikna frest til að skila greinargerð og gögnum í málinu. Andri Árnason, lögmaður ríkissáttasemjara í deilunni, mótmælti beiðninni og sagði frestinn of langan. Kallaði hann eftir því að málið yrði flutt í vikunni. Fór svo að Efling þarf að skila greinargerð á föstudaginn og verður málið flutt sama dag. Greinargerð verði skilað að morgni og málflutningur fari fram eftir hádegið. Atkvæðagreiðslu um verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu lýkur í dag. Von er á niðurstöðu um kvöldmatarleytið.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira