Telur bæjaryfirvöld vilja fórna Ástjörn fyrir Haukahúsið Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2023 11:39 Það er auðvitað þyngra en tárum tekur að okkur Hafnfirðingum sem er falið að gæta Ástjarnar í samvinnu við UST sé hreinlega ekki treystandi til þess,“ segir Davíð Arnar. vísir/vilhelm Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði, segir þyngra en tárum taki að bæjaryfirvöld telji sig þess umkomna að vera ósammála mati fagstofnunar um náttúruvernd. Fyrir liggur álit umhverfisstofnunar á fyrirhuguðum framkvæmdum við Ástjörn – bygging Haukahúss á bökkum tjarnarinnar – og svo viðbrögð bæjaryfirvalda við nýlegu áliti Skipulagsstofnunar. Í mati umhverfisstofnunar er tekið undir með Skipulagsstofnun í öllum meginatriðum, ýmsir meinbugir séu á fyrirhuguðum framkvæmdum, „að verið sé að taka áhættu með því að reisa stórt knatthús steinsnar frá viðkvæmri náttúru líkt og ráðgert er. Verði byggingarleyfi veitt telur stofnunin nauðsynlegt að það verði fylgst vel með áhrifum framkvæmdanna á friðlýsta svæðið og að til staðar sé viðbragðsáætlun.“ Í álitinu, sem gefið var út 20. janúar síðastliðinn, er meðal annars komið inn á að til standi að reisa húsið á nútímahrauni sem er sprungið í stórar blakkir. Því eru líkur á því að vatn úr tjörninni muni renna inn í grunn knattspyrnuhússins á framkvæmdatíma. Bærinn hreinlega ósammála UST Davíð segir bæinn almennt bregðast jákvætt við ábendingum sem finna má í umsögninni, um að tekið sé mið af meginreglum um náttúruvernd við útgáfu byggingarleyfis, um vöktun og viðbragðsáætlanir og umhverfisábyrgð. „Aftur á móti virðist bærinn hreinlega ósammála UST, fagstofnun náttúruverndar á Íslandi, um lekt hraunsins sem húsið mun hvíla á.“ Davíð Arnar er þar að tala um varúðarorð UST um að vatn muni flæða inn í grunn hússins á byggingartíma. Í viðbrögðum við þessum þætti málsins segja bæjaryfirvöld: „Hafnarfjarðarbær er ósammála umsögn Umhverfisstofnunar um að líkur séu á því að vatn úr tjörninni geti runnið inn í grunn knatthússins.“ Davíð Arnar telur þessi viðbrögð með miklum ólíkindum. Sveiflur í vatnsyfirborði geta haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér „Og eftir að húsið er risið, með þeim afleiðingum að dæla verði úr grunninum, sem muni hafa áhrif á rennsli úr Ástjörn og hæð vatnsborðs með alvarlegu afleiðingum. Því sé tekin áhætta með að byggja húsið svo nærri tjörninni, líkt og Skipulagsstofnun hafði reyndar bent á og stakk upp á að því væri fundinn annar staður,“ segir Davíð Arnar en hann hefur verið gagnrýninn á það hvernig farið hefur verið á svig við eðlilega stjórnsýsluhætti, eins og þá að setja bygginguna á dagskrá áður en þessar umsagnir lágu fyrir. Ástjörn, fyrir ofan Hafnarfjörð, er einstök og hefur þar meðal annars verið varpsvæði flórgoðans, eina þekkta varpsvæði hans á Suðvesturlandi. Byggð hefur á undanförnum árum þrengt mjög að tjörninni og nú telur Davíð Arnar svo komið að henni eigi að fórna endanlega.Bjarki S Fyrirliggjandi er að lífríki Ástjarnar er viðkvæmt og þolir ekki mikið rask, ekki frekar en önnur vistkerfi. Sveiflur í vatnsyfirborði geta haft slæmar afleiðingar fyrir lífríkið, þetta hefur allt saman komið fram, en Davíð Arnar segir bærinn leiða þetta hjá sér. „Almennt er litið svo á að náttúran eigi að njóta vafans þegar kemur að framkvæmdum en svo virðist ekki vera við Ástjörn. Áform um knatthús Hauka virðast hafin yfir viðtekna stjórnsýsluhætti og náttúruverndarsjónarmið og -skyldur settar til hliðar. Það er auðvitað þyngra en tárum tekur að okkur Hafnfirðingum sem er falið að gæta Ástjarnar í samvinnu við UST sé hreinlega ekki treystandi til þess,“ segir Davíð Arnar. Umhverfismál Hafnarfjörður Skipulag Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Leiðinlegt ef gamall bæjarstjóri er mættur til þess eins að fella mig“ Hafnfirðingar sviku ekki í kappræðum um bæjarstjórnarmálin í kappræðum á Vísi í gær og buðu uppá hressileg skoðanaskipti. Átta framboð keppast um hituna og flugu skeytin milli oddvita. 11. maí 2022 11:43 Oddviti VG í Hafnarfirði telur eitt og annað varðandi Haukahús við Ástjörn glórulaust Í Hafnarfirði eru risnar ákafar deilur um framkvæmd sem er komið á það stig í ferli að vart verður aftur snúið. Um er að ræða kostnaðarsama byggingu, knatthús á svæði Hauka. 8. september 2022 14:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Fyrir liggur álit umhverfisstofnunar á fyrirhuguðum framkvæmdum við Ástjörn – bygging Haukahúss á bökkum tjarnarinnar – og svo viðbrögð bæjaryfirvalda við nýlegu áliti Skipulagsstofnunar. Í mati umhverfisstofnunar er tekið undir með Skipulagsstofnun í öllum meginatriðum, ýmsir meinbugir séu á fyrirhuguðum framkvæmdum, „að verið sé að taka áhættu með því að reisa stórt knatthús steinsnar frá viðkvæmri náttúru líkt og ráðgert er. Verði byggingarleyfi veitt telur stofnunin nauðsynlegt að það verði fylgst vel með áhrifum framkvæmdanna á friðlýsta svæðið og að til staðar sé viðbragðsáætlun.“ Í álitinu, sem gefið var út 20. janúar síðastliðinn, er meðal annars komið inn á að til standi að reisa húsið á nútímahrauni sem er sprungið í stórar blakkir. Því eru líkur á því að vatn úr tjörninni muni renna inn í grunn knattspyrnuhússins á framkvæmdatíma. Bærinn hreinlega ósammála UST Davíð segir bæinn almennt bregðast jákvætt við ábendingum sem finna má í umsögninni, um að tekið sé mið af meginreglum um náttúruvernd við útgáfu byggingarleyfis, um vöktun og viðbragðsáætlanir og umhverfisábyrgð. „Aftur á móti virðist bærinn hreinlega ósammála UST, fagstofnun náttúruverndar á Íslandi, um lekt hraunsins sem húsið mun hvíla á.“ Davíð Arnar er þar að tala um varúðarorð UST um að vatn muni flæða inn í grunn hússins á byggingartíma. Í viðbrögðum við þessum þætti málsins segja bæjaryfirvöld: „Hafnarfjarðarbær er ósammála umsögn Umhverfisstofnunar um að líkur séu á því að vatn úr tjörninni geti runnið inn í grunn knatthússins.“ Davíð Arnar telur þessi viðbrögð með miklum ólíkindum. Sveiflur í vatnsyfirborði geta haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér „Og eftir að húsið er risið, með þeim afleiðingum að dæla verði úr grunninum, sem muni hafa áhrif á rennsli úr Ástjörn og hæð vatnsborðs með alvarlegu afleiðingum. Því sé tekin áhætta með að byggja húsið svo nærri tjörninni, líkt og Skipulagsstofnun hafði reyndar bent á og stakk upp á að því væri fundinn annar staður,“ segir Davíð Arnar en hann hefur verið gagnrýninn á það hvernig farið hefur verið á svig við eðlilega stjórnsýsluhætti, eins og þá að setja bygginguna á dagskrá áður en þessar umsagnir lágu fyrir. Ástjörn, fyrir ofan Hafnarfjörð, er einstök og hefur þar meðal annars verið varpsvæði flórgoðans, eina þekkta varpsvæði hans á Suðvesturlandi. Byggð hefur á undanförnum árum þrengt mjög að tjörninni og nú telur Davíð Arnar svo komið að henni eigi að fórna endanlega.Bjarki S Fyrirliggjandi er að lífríki Ástjarnar er viðkvæmt og þolir ekki mikið rask, ekki frekar en önnur vistkerfi. Sveiflur í vatnsyfirborði geta haft slæmar afleiðingar fyrir lífríkið, þetta hefur allt saman komið fram, en Davíð Arnar segir bærinn leiða þetta hjá sér. „Almennt er litið svo á að náttúran eigi að njóta vafans þegar kemur að framkvæmdum en svo virðist ekki vera við Ástjörn. Áform um knatthús Hauka virðast hafin yfir viðtekna stjórnsýsluhætti og náttúruverndarsjónarmið og -skyldur settar til hliðar. Það er auðvitað þyngra en tárum tekur að okkur Hafnfirðingum sem er falið að gæta Ástjarnar í samvinnu við UST sé hreinlega ekki treystandi til þess,“ segir Davíð Arnar.
Umhverfismál Hafnarfjörður Skipulag Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Leiðinlegt ef gamall bæjarstjóri er mættur til þess eins að fella mig“ Hafnfirðingar sviku ekki í kappræðum um bæjarstjórnarmálin í kappræðum á Vísi í gær og buðu uppá hressileg skoðanaskipti. Átta framboð keppast um hituna og flugu skeytin milli oddvita. 11. maí 2022 11:43 Oddviti VG í Hafnarfirði telur eitt og annað varðandi Haukahús við Ástjörn glórulaust Í Hafnarfirði eru risnar ákafar deilur um framkvæmd sem er komið á það stig í ferli að vart verður aftur snúið. Um er að ræða kostnaðarsama byggingu, knatthús á svæði Hauka. 8. september 2022 14:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
„Leiðinlegt ef gamall bæjarstjóri er mættur til þess eins að fella mig“ Hafnfirðingar sviku ekki í kappræðum um bæjarstjórnarmálin í kappræðum á Vísi í gær og buðu uppá hressileg skoðanaskipti. Átta framboð keppast um hituna og flugu skeytin milli oddvita. 11. maí 2022 11:43
Oddviti VG í Hafnarfirði telur eitt og annað varðandi Haukahús við Ástjörn glórulaust Í Hafnarfirði eru risnar ákafar deilur um framkvæmd sem er komið á það stig í ferli að vart verður aftur snúið. Um er að ræða kostnaðarsama byggingu, knatthús á svæði Hauka. 8. september 2022 14:30