Telur bæjaryfirvöld vilja fórna Ástjörn fyrir Haukahúsið Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2023 11:39 Það er auðvitað þyngra en tárum tekur að okkur Hafnfirðingum sem er falið að gæta Ástjarnar í samvinnu við UST sé hreinlega ekki treystandi til þess,“ segir Davíð Arnar. vísir/vilhelm Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði, segir þyngra en tárum taki að bæjaryfirvöld telji sig þess umkomna að vera ósammála mati fagstofnunar um náttúruvernd. Fyrir liggur álit umhverfisstofnunar á fyrirhuguðum framkvæmdum við Ástjörn – bygging Haukahúss á bökkum tjarnarinnar – og svo viðbrögð bæjaryfirvalda við nýlegu áliti Skipulagsstofnunar. Í mati umhverfisstofnunar er tekið undir með Skipulagsstofnun í öllum meginatriðum, ýmsir meinbugir séu á fyrirhuguðum framkvæmdum, „að verið sé að taka áhættu með því að reisa stórt knatthús steinsnar frá viðkvæmri náttúru líkt og ráðgert er. Verði byggingarleyfi veitt telur stofnunin nauðsynlegt að það verði fylgst vel með áhrifum framkvæmdanna á friðlýsta svæðið og að til staðar sé viðbragðsáætlun.“ Í álitinu, sem gefið var út 20. janúar síðastliðinn, er meðal annars komið inn á að til standi að reisa húsið á nútímahrauni sem er sprungið í stórar blakkir. Því eru líkur á því að vatn úr tjörninni muni renna inn í grunn knattspyrnuhússins á framkvæmdatíma. Bærinn hreinlega ósammála UST Davíð segir bæinn almennt bregðast jákvætt við ábendingum sem finna má í umsögninni, um að tekið sé mið af meginreglum um náttúruvernd við útgáfu byggingarleyfis, um vöktun og viðbragðsáætlanir og umhverfisábyrgð. „Aftur á móti virðist bærinn hreinlega ósammála UST, fagstofnun náttúruverndar á Íslandi, um lekt hraunsins sem húsið mun hvíla á.“ Davíð Arnar er þar að tala um varúðarorð UST um að vatn muni flæða inn í grunn hússins á byggingartíma. Í viðbrögðum við þessum þætti málsins segja bæjaryfirvöld: „Hafnarfjarðarbær er ósammála umsögn Umhverfisstofnunar um að líkur séu á því að vatn úr tjörninni geti runnið inn í grunn knatthússins.“ Davíð Arnar telur þessi viðbrögð með miklum ólíkindum. Sveiflur í vatnsyfirborði geta haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér „Og eftir að húsið er risið, með þeim afleiðingum að dæla verði úr grunninum, sem muni hafa áhrif á rennsli úr Ástjörn og hæð vatnsborðs með alvarlegu afleiðingum. Því sé tekin áhætta með að byggja húsið svo nærri tjörninni, líkt og Skipulagsstofnun hafði reyndar bent á og stakk upp á að því væri fundinn annar staður,“ segir Davíð Arnar en hann hefur verið gagnrýninn á það hvernig farið hefur verið á svig við eðlilega stjórnsýsluhætti, eins og þá að setja bygginguna á dagskrá áður en þessar umsagnir lágu fyrir. Ástjörn, fyrir ofan Hafnarfjörð, er einstök og hefur þar meðal annars verið varpsvæði flórgoðans, eina þekkta varpsvæði hans á Suðvesturlandi. Byggð hefur á undanförnum árum þrengt mjög að tjörninni og nú telur Davíð Arnar svo komið að henni eigi að fórna endanlega.Bjarki S Fyrirliggjandi er að lífríki Ástjarnar er viðkvæmt og þolir ekki mikið rask, ekki frekar en önnur vistkerfi. Sveiflur í vatnsyfirborði geta haft slæmar afleiðingar fyrir lífríkið, þetta hefur allt saman komið fram, en Davíð Arnar segir bærinn leiða þetta hjá sér. „Almennt er litið svo á að náttúran eigi að njóta vafans þegar kemur að framkvæmdum en svo virðist ekki vera við Ástjörn. Áform um knatthús Hauka virðast hafin yfir viðtekna stjórnsýsluhætti og náttúruverndarsjónarmið og -skyldur settar til hliðar. Það er auðvitað þyngra en tárum tekur að okkur Hafnfirðingum sem er falið að gæta Ástjarnar í samvinnu við UST sé hreinlega ekki treystandi til þess,“ segir Davíð Arnar. Umhverfismál Hafnarfjörður Skipulag Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Leiðinlegt ef gamall bæjarstjóri er mættur til þess eins að fella mig“ Hafnfirðingar sviku ekki í kappræðum um bæjarstjórnarmálin í kappræðum á Vísi í gær og buðu uppá hressileg skoðanaskipti. Átta framboð keppast um hituna og flugu skeytin milli oddvita. 11. maí 2022 11:43 Oddviti VG í Hafnarfirði telur eitt og annað varðandi Haukahús við Ástjörn glórulaust Í Hafnarfirði eru risnar ákafar deilur um framkvæmd sem er komið á það stig í ferli að vart verður aftur snúið. Um er að ræða kostnaðarsama byggingu, knatthús á svæði Hauka. 8. september 2022 14:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Fyrir liggur álit umhverfisstofnunar á fyrirhuguðum framkvæmdum við Ástjörn – bygging Haukahúss á bökkum tjarnarinnar – og svo viðbrögð bæjaryfirvalda við nýlegu áliti Skipulagsstofnunar. Í mati umhverfisstofnunar er tekið undir með Skipulagsstofnun í öllum meginatriðum, ýmsir meinbugir séu á fyrirhuguðum framkvæmdum, „að verið sé að taka áhættu með því að reisa stórt knatthús steinsnar frá viðkvæmri náttúru líkt og ráðgert er. Verði byggingarleyfi veitt telur stofnunin nauðsynlegt að það verði fylgst vel með áhrifum framkvæmdanna á friðlýsta svæðið og að til staðar sé viðbragðsáætlun.“ Í álitinu, sem gefið var út 20. janúar síðastliðinn, er meðal annars komið inn á að til standi að reisa húsið á nútímahrauni sem er sprungið í stórar blakkir. Því eru líkur á því að vatn úr tjörninni muni renna inn í grunn knattspyrnuhússins á framkvæmdatíma. Bærinn hreinlega ósammála UST Davíð segir bæinn almennt bregðast jákvætt við ábendingum sem finna má í umsögninni, um að tekið sé mið af meginreglum um náttúruvernd við útgáfu byggingarleyfis, um vöktun og viðbragðsáætlanir og umhverfisábyrgð. „Aftur á móti virðist bærinn hreinlega ósammála UST, fagstofnun náttúruverndar á Íslandi, um lekt hraunsins sem húsið mun hvíla á.“ Davíð Arnar er þar að tala um varúðarorð UST um að vatn muni flæða inn í grunn hússins á byggingartíma. Í viðbrögðum við þessum þætti málsins segja bæjaryfirvöld: „Hafnarfjarðarbær er ósammála umsögn Umhverfisstofnunar um að líkur séu á því að vatn úr tjörninni geti runnið inn í grunn knatthússins.“ Davíð Arnar telur þessi viðbrögð með miklum ólíkindum. Sveiflur í vatnsyfirborði geta haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér „Og eftir að húsið er risið, með þeim afleiðingum að dæla verði úr grunninum, sem muni hafa áhrif á rennsli úr Ástjörn og hæð vatnsborðs með alvarlegu afleiðingum. Því sé tekin áhætta með að byggja húsið svo nærri tjörninni, líkt og Skipulagsstofnun hafði reyndar bent á og stakk upp á að því væri fundinn annar staður,“ segir Davíð Arnar en hann hefur verið gagnrýninn á það hvernig farið hefur verið á svig við eðlilega stjórnsýsluhætti, eins og þá að setja bygginguna á dagskrá áður en þessar umsagnir lágu fyrir. Ástjörn, fyrir ofan Hafnarfjörð, er einstök og hefur þar meðal annars verið varpsvæði flórgoðans, eina þekkta varpsvæði hans á Suðvesturlandi. Byggð hefur á undanförnum árum þrengt mjög að tjörninni og nú telur Davíð Arnar svo komið að henni eigi að fórna endanlega.Bjarki S Fyrirliggjandi er að lífríki Ástjarnar er viðkvæmt og þolir ekki mikið rask, ekki frekar en önnur vistkerfi. Sveiflur í vatnsyfirborði geta haft slæmar afleiðingar fyrir lífríkið, þetta hefur allt saman komið fram, en Davíð Arnar segir bærinn leiða þetta hjá sér. „Almennt er litið svo á að náttúran eigi að njóta vafans þegar kemur að framkvæmdum en svo virðist ekki vera við Ástjörn. Áform um knatthús Hauka virðast hafin yfir viðtekna stjórnsýsluhætti og náttúruverndarsjónarmið og -skyldur settar til hliðar. Það er auðvitað þyngra en tárum tekur að okkur Hafnfirðingum sem er falið að gæta Ástjarnar í samvinnu við UST sé hreinlega ekki treystandi til þess,“ segir Davíð Arnar.
Umhverfismál Hafnarfjörður Skipulag Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Leiðinlegt ef gamall bæjarstjóri er mættur til þess eins að fella mig“ Hafnfirðingar sviku ekki í kappræðum um bæjarstjórnarmálin í kappræðum á Vísi í gær og buðu uppá hressileg skoðanaskipti. Átta framboð keppast um hituna og flugu skeytin milli oddvita. 11. maí 2022 11:43 Oddviti VG í Hafnarfirði telur eitt og annað varðandi Haukahús við Ástjörn glórulaust Í Hafnarfirði eru risnar ákafar deilur um framkvæmd sem er komið á það stig í ferli að vart verður aftur snúið. Um er að ræða kostnaðarsama byggingu, knatthús á svæði Hauka. 8. september 2022 14:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
„Leiðinlegt ef gamall bæjarstjóri er mættur til þess eins að fella mig“ Hafnfirðingar sviku ekki í kappræðum um bæjarstjórnarmálin í kappræðum á Vísi í gær og buðu uppá hressileg skoðanaskipti. Átta framboð keppast um hituna og flugu skeytin milli oddvita. 11. maí 2022 11:43
Oddviti VG í Hafnarfirði telur eitt og annað varðandi Haukahús við Ástjörn glórulaust Í Hafnarfirði eru risnar ákafar deilur um framkvæmd sem er komið á það stig í ferli að vart verður aftur snúið. Um er að ræða kostnaðarsama byggingu, knatthús á svæði Hauka. 8. september 2022 14:30