„Ríkissáttasemjari að reyna að auka valdheimildir sínar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2023 12:02 Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins segir augljóst að með útspili sínu sé ríkissáttasemjari að reyna að auka valdheimildir sínar. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með vinnumarkaðsráðherra vegna útspils ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Formaður Rafiðnaðarsambandsins telur ríkissáttasemjara með nýjasta útspili sínu reyna að víkka út valdheimildir sínar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar óskaði í gær eftir fundi með Guðmundi Inga Guðbrandssyni vinnumarkaðsráðherra vegna útspils ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og SA. Rikissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu, sem samninganefnd Eflingar hefur hafnað en ríkissáttasemjari vill leggja tillöguna fyrir Eflingarliða. Hann óskaði á föstudag eftir liðsinni héraðsdóms með að fá kjörskrá Eflingar afhenta, en stjórn Eflingar hefur neitað að afhenda hana. Sólveig Anna skrifar í pistli á Facebook sem hún birti í gærkvöldi að vegna útspils ríkissáttasemjara sé traust verkalýðsfélaga á honum skert og segir hún framferði hans óþolandi. „Við teljum að það sé ekki búið að fullreyna allar leiðir sem eru til staðar fyrir samningsaðila til að ná kjarasamningi og viljum skora á ríkissáttasemjara að draga þessa meintu miðlunartillögu til baka og gefa félaginu færi á að semja við viðsemjanda sinn,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu vonlaus í fjölmennu félagi Öll stærstu stéttarfélög landsins hafa gagnrýnt úspil ríkissáttasemjara og þingmenn sömuleiðis. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði í gær að atkvæðagreiðsla ríkissáttasemjara væri skrumskæling á lýðræði. Kristján Þórður tekur undir það sjónarmið. „Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu, í svona stórum hópi, er þannig að stór hluti atkvæða þarf að falla gegn tillögunni til að geta fellt hana. Í svona fjölmennu félagi getur það reynst vonlaust. Það er það sem er mjög slæmt í þessu. Þetta er minna atriði þegar við erum með fámenna hópa. Þetta er verulega slæm leið til að fara.“ Alþingi þurfi að endurskoða ákvæði í lögum um miðlunartillögur. „Þetta hefur ekki reynst vera vandamál hingað til á almennum markaði, þar sem miðlunartillögur hafa ekki verið lagðar fram nema samningsaðilar séu sáttir um að það verði gert. Ríkissáttasemjarar hafa alltaf leitað samþykkis samningsaðila. Nú er breyting þar á sem ég tel gríðarlega slæma þróun,“ segir Kristján. „Ég held að það þurfi að stíga skref til baka með þessa tillögu, draga hana til baka, því hún er ekki að uppfylla þessi formsatriði sem venja er um á vinnumarkaði. Ef það er ekki gert er tímabært að endurskoða þetta ákvæði í lögum.“ Ráðherra gæti þurft að grípa inn í Er ríkissáttasemjari að reyna að auka sínar valdheimildir með þessu? „Já, þarna er ríkissáttasemjari að reyna að auka valdheimildir sínar með því að brjóta niður þær venjur sem hafa verið á vinnumarkaði. Það er auðvitað algjörlega galið að grípa til þeirra aðgerða á þessum tímapunkti. Ég held hann þurfi að sjá að sér í þessu, draga þetta til baka og gefa samningsaðilum færi á að semja.“ Jafnvel þurfi ráðherra að grípa inn í. „Það gæti alveg farið svo að ráðherra þurfi að grípa inn í þessa stöðu. Nú þekki ég ekki hvaða heimildir hann hefur en það er auglóst að það þarf að afstýra þessu. Það er auðvitað samt sem áður ríkissáttsemjari sem þarf að taka ákvörðun og stíga skrefið.“ Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig um stöðu mála þegar fréttastofa náði af honum tali fyrir hádegi. Þá náðist ekki í Guðmund Inga Guðbrandsson, vinnumarkaðsráðherra, við gerð fréttarinnar. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Hefur óskað eftir fundi með vinnumarkaðsráðherra vegna útspils sáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra en hún birti bréf þess efnis á Facebook síðu sinni. Hún segir traust verkalýðsfélaga til ríkissáttarsemjara skert og framferði hans óþolandi. 29. janúar 2023 09:44 Fordæma framgöngu ríkissáttasemjara Sósíalistaflokkur Íslands hefur bæst í hóp þeirra sem fordæma framgöngu ríkissáttasemjara í yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Í ályktun félagsfundar Sósíalistaflokssins er ríkissáttasemjari sagður leggja alla áherslu á að ganga frá samningum við önnur félög en láta kjaradeilu Eflingar sitja á hakanum. 28. janúar 2023 16:50 Atkvæðagreiðslan skrumskæling á lýðræði Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara. 28. janúar 2023 13:22 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar óskaði í gær eftir fundi með Guðmundi Inga Guðbrandssyni vinnumarkaðsráðherra vegna útspils ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og SA. Rikissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu, sem samninganefnd Eflingar hefur hafnað en ríkissáttasemjari vill leggja tillöguna fyrir Eflingarliða. Hann óskaði á föstudag eftir liðsinni héraðsdóms með að fá kjörskrá Eflingar afhenta, en stjórn Eflingar hefur neitað að afhenda hana. Sólveig Anna skrifar í pistli á Facebook sem hún birti í gærkvöldi að vegna útspils ríkissáttasemjara sé traust verkalýðsfélaga á honum skert og segir hún framferði hans óþolandi. „Við teljum að það sé ekki búið að fullreyna allar leiðir sem eru til staðar fyrir samningsaðila til að ná kjarasamningi og viljum skora á ríkissáttasemjara að draga þessa meintu miðlunartillögu til baka og gefa félaginu færi á að semja við viðsemjanda sinn,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu vonlaus í fjölmennu félagi Öll stærstu stéttarfélög landsins hafa gagnrýnt úspil ríkissáttasemjara og þingmenn sömuleiðis. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði í gær að atkvæðagreiðsla ríkissáttasemjara væri skrumskæling á lýðræði. Kristján Þórður tekur undir það sjónarmið. „Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu, í svona stórum hópi, er þannig að stór hluti atkvæða þarf að falla gegn tillögunni til að geta fellt hana. Í svona fjölmennu félagi getur það reynst vonlaust. Það er það sem er mjög slæmt í þessu. Þetta er minna atriði þegar við erum með fámenna hópa. Þetta er verulega slæm leið til að fara.“ Alþingi þurfi að endurskoða ákvæði í lögum um miðlunartillögur. „Þetta hefur ekki reynst vera vandamál hingað til á almennum markaði, þar sem miðlunartillögur hafa ekki verið lagðar fram nema samningsaðilar séu sáttir um að það verði gert. Ríkissáttasemjarar hafa alltaf leitað samþykkis samningsaðila. Nú er breyting þar á sem ég tel gríðarlega slæma þróun,“ segir Kristján. „Ég held að það þurfi að stíga skref til baka með þessa tillögu, draga hana til baka, því hún er ekki að uppfylla þessi formsatriði sem venja er um á vinnumarkaði. Ef það er ekki gert er tímabært að endurskoða þetta ákvæði í lögum.“ Ráðherra gæti þurft að grípa inn í Er ríkissáttasemjari að reyna að auka sínar valdheimildir með þessu? „Já, þarna er ríkissáttasemjari að reyna að auka valdheimildir sínar með því að brjóta niður þær venjur sem hafa verið á vinnumarkaði. Það er auðvitað algjörlega galið að grípa til þeirra aðgerða á þessum tímapunkti. Ég held hann þurfi að sjá að sér í þessu, draga þetta til baka og gefa samningsaðilum færi á að semja.“ Jafnvel þurfi ráðherra að grípa inn í. „Það gæti alveg farið svo að ráðherra þurfi að grípa inn í þessa stöðu. Nú þekki ég ekki hvaða heimildir hann hefur en það er auglóst að það þarf að afstýra þessu. Það er auðvitað samt sem áður ríkissáttsemjari sem þarf að taka ákvörðun og stíga skrefið.“ Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig um stöðu mála þegar fréttastofa náði af honum tali fyrir hádegi. Þá náðist ekki í Guðmund Inga Guðbrandsson, vinnumarkaðsráðherra, við gerð fréttarinnar.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Hefur óskað eftir fundi með vinnumarkaðsráðherra vegna útspils sáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra en hún birti bréf þess efnis á Facebook síðu sinni. Hún segir traust verkalýðsfélaga til ríkissáttarsemjara skert og framferði hans óþolandi. 29. janúar 2023 09:44 Fordæma framgöngu ríkissáttasemjara Sósíalistaflokkur Íslands hefur bæst í hóp þeirra sem fordæma framgöngu ríkissáttasemjara í yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Í ályktun félagsfundar Sósíalistaflokssins er ríkissáttasemjari sagður leggja alla áherslu á að ganga frá samningum við önnur félög en láta kjaradeilu Eflingar sitja á hakanum. 28. janúar 2023 16:50 Atkvæðagreiðslan skrumskæling á lýðræði Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara. 28. janúar 2023 13:22 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Hefur óskað eftir fundi með vinnumarkaðsráðherra vegna útspils sáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra en hún birti bréf þess efnis á Facebook síðu sinni. Hún segir traust verkalýðsfélaga til ríkissáttarsemjara skert og framferði hans óþolandi. 29. janúar 2023 09:44
Fordæma framgöngu ríkissáttasemjara Sósíalistaflokkur Íslands hefur bæst í hóp þeirra sem fordæma framgöngu ríkissáttasemjara í yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Í ályktun félagsfundar Sósíalistaflokssins er ríkissáttasemjari sagður leggja alla áherslu á að ganga frá samningum við önnur félög en láta kjaradeilu Eflingar sitja á hakanum. 28. janúar 2023 16:50
Atkvæðagreiðslan skrumskæling á lýðræði Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara. 28. janúar 2023 13:22