Sátti sameinar stéttarfélögin: Keppast við að gagnrýna ákvörðun ríkissáttasemjara Bjarki Sigurðsson skrifar 27. janúar 2023 14:30 Aðalsteinn Leifsson er ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm Fjögur stéttarfélög hafa gagnrýnt ríkissáttasemjara fyrir inngrip hans í kjaradeilu Eflingar og SA. Starfsgreinasambandið segir ákvörðunina ótímabæra og þrjú félög gera alvarlegar athugasemdir við hana. Í gær greindi Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari að hann hafi lagt fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um samskonar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið (SGS) fyrir áramót. Strax í kjölfar að tilkynnt var um miðlunartillöguna hafnaði Efling henni og sagði framkvæmdastjóri SA að hún væri vonbrigði. Hún gæti gefið hættulegt fordæmi til framtíðar. Þá sagði Drífa Snædal, fyrrverandi forseti ASÍ, að ákvörðunin gæti haft alvarlegar afleiðingar. Alvarlegar athugasemdir gerðar Í morgun sendu þrjú stéttarfélög, Bandalag háskólamenntaðra (BHM), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), og Kennarasamband Íslands (KÍ), frá sér sameiginlega tilkynningu vegna ákvörðunarinnar. Þar voru gerðar alvarlegar athugasemdir. „Það er stórt og alvarlegt inngrip í vinnudeilu af hálfu ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu. Sérstaklega þegar horft er til þess að þátttaka í kosningu þarf að vera mjög mikil svo unnt sé að fella tillöguna. Lögum samkvæmt þarf 25% félagsfólks að synja miðlunartillögu. Þröskuldurinn er því mun hærri en þegar kosið er um kjarasamninga og verkfallsaðgerðir og getur komið upp sú staða að tillagan teldist samþykkt jafnvel þó meirihluti atkvæða félli gegn henni,“ segir í tilkynningunni. Verkfallsvopnið slegið af borði Þá segir að með því að leggja til miðlunartillögu áður en niðurstaða kosningar um verkfallsaðgerðir liggur fyrir leiði óhjákvæmilega til þess að verkfallsvopnið sé slegið úr höndum stéttarfélaga. Með miðlunartillögunni sé ríkissáttasemjari ekki einungis að hafa áhrif á Eflingu heldur öll önnur stéttarfélög í landinu. „BHM, BSRB og KÍ gera þá sjálfsögðu kröfu að sjálfstæður samningsréttur stéttarfélaga sé virtur. Aldrei má ganga út frá því að kjarasamningur eins stéttarfélags bindi hendur annarra stéttarfélaga eða vegi að sjálfstæði þeirra. Hlutleysi og lagalegar forsendur þurfa að vera hafnar yfir allan vafa þegar ríkissáttasemjari ákveður að hlutast til með beinum hætti í vinnudeilur,“ segir í tilkynningunni. Vilja að dómstólar skeri úr um lögmæti Í tilkynningu frá SGS segir að ákvörðun ríkissáttasemjara sé ótímabær. Mikilvægt sé að samningsaðilar fái ætíð tækifæri til að ganga frá kjarasamningi án svo alvarlegra inngripa. „Í ljósi umræðu um hvort ríkissáttasemjari hafi haft lagaheimild skv. 27. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur telur framkvæmdastjórn SGS brýnt að dómstólar skeri úr um lögmæti miðlunartillögunnar og málið hljóti flýtimeðferð, vegna alvarleika þess. Það er mat framkvæmdastjórnar að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort þessi ákvörðun ríkissáttasemjara sé á rökum reist á þessum tímapunkti og í anda laganna,“ segir í tilkynningunni. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, segir það vera prinsippmál að stéttarfélögin fái að fullreyna samningaaðferðir sínar en að hann gagnrýni ekki samninginn í sjálfu sér. Samningurinn er svipaður og SGS skrifaði undir í kjaraviðræðunum í byrjun desember. „Ég held að það sé alveg ljóst að þegar það liggur fyrir að Efling ætli ekki að afhenda kjörgögn eins og miðlunartillagan gerir ráð fyrir þá blasir það við að tímaáætlunin sem ríkissáttasemjari setti sér í málinu, hún mun ekki ganga upp. Þannig getur málið ekkert endað með öðrum hætti en það fari fyrir dómstóla,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Í gær greindi Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari að hann hafi lagt fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um samskonar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið (SGS) fyrir áramót. Strax í kjölfar að tilkynnt var um miðlunartillöguna hafnaði Efling henni og sagði framkvæmdastjóri SA að hún væri vonbrigði. Hún gæti gefið hættulegt fordæmi til framtíðar. Þá sagði Drífa Snædal, fyrrverandi forseti ASÍ, að ákvörðunin gæti haft alvarlegar afleiðingar. Alvarlegar athugasemdir gerðar Í morgun sendu þrjú stéttarfélög, Bandalag háskólamenntaðra (BHM), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), og Kennarasamband Íslands (KÍ), frá sér sameiginlega tilkynningu vegna ákvörðunarinnar. Þar voru gerðar alvarlegar athugasemdir. „Það er stórt og alvarlegt inngrip í vinnudeilu af hálfu ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu. Sérstaklega þegar horft er til þess að þátttaka í kosningu þarf að vera mjög mikil svo unnt sé að fella tillöguna. Lögum samkvæmt þarf 25% félagsfólks að synja miðlunartillögu. Þröskuldurinn er því mun hærri en þegar kosið er um kjarasamninga og verkfallsaðgerðir og getur komið upp sú staða að tillagan teldist samþykkt jafnvel þó meirihluti atkvæða félli gegn henni,“ segir í tilkynningunni. Verkfallsvopnið slegið af borði Þá segir að með því að leggja til miðlunartillögu áður en niðurstaða kosningar um verkfallsaðgerðir liggur fyrir leiði óhjákvæmilega til þess að verkfallsvopnið sé slegið úr höndum stéttarfélaga. Með miðlunartillögunni sé ríkissáttasemjari ekki einungis að hafa áhrif á Eflingu heldur öll önnur stéttarfélög í landinu. „BHM, BSRB og KÍ gera þá sjálfsögðu kröfu að sjálfstæður samningsréttur stéttarfélaga sé virtur. Aldrei má ganga út frá því að kjarasamningur eins stéttarfélags bindi hendur annarra stéttarfélaga eða vegi að sjálfstæði þeirra. Hlutleysi og lagalegar forsendur þurfa að vera hafnar yfir allan vafa þegar ríkissáttasemjari ákveður að hlutast til með beinum hætti í vinnudeilur,“ segir í tilkynningunni. Vilja að dómstólar skeri úr um lögmæti Í tilkynningu frá SGS segir að ákvörðun ríkissáttasemjara sé ótímabær. Mikilvægt sé að samningsaðilar fái ætíð tækifæri til að ganga frá kjarasamningi án svo alvarlegra inngripa. „Í ljósi umræðu um hvort ríkissáttasemjari hafi haft lagaheimild skv. 27. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur telur framkvæmdastjórn SGS brýnt að dómstólar skeri úr um lögmæti miðlunartillögunnar og málið hljóti flýtimeðferð, vegna alvarleika þess. Það er mat framkvæmdastjórnar að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort þessi ákvörðun ríkissáttasemjara sé á rökum reist á þessum tímapunkti og í anda laganna,“ segir í tilkynningunni. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, segir það vera prinsippmál að stéttarfélögin fái að fullreyna samningaaðferðir sínar en að hann gagnrýni ekki samninginn í sjálfu sér. Samningurinn er svipaður og SGS skrifaði undir í kjaraviðræðunum í byrjun desember. „Ég held að það sé alveg ljóst að þegar það liggur fyrir að Efling ætli ekki að afhenda kjörgögn eins og miðlunartillagan gerir ráð fyrir þá blasir það við að tímaáætlunin sem ríkissáttasemjari setti sér í málinu, hún mun ekki ganga upp. Þannig getur málið ekkert endað með öðrum hætti en það fari fyrir dómstóla,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira