Átök um næstu skref í Íslandsbankamálinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. janúar 2023 13:00 Þórunn Sveinbjarnadóttir formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis lýsir vonbrigðum með að Íslandsbankamálið sé komið í hefðbundnar skotgrafir. Vísir Minnihlutinn í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði í vikunni eftir því að fengið yrði lögfræðiálit á sölunni á Íslandsbanka. Meirihlutinn felldi tillöguna. Formaðurinn lýsir vonbrigðum með að málið hafi farið ofan í hefðbundnar skotgrafir. Niðurstaða minnihlutans í Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis eftir fjórtán fundi í nefndinni um skýrslu Ríkisendurskoðunar á sölunni á hlut í Íslandsbanka, var að kalla eftir lögfræðiáliti. Lögfræðiáliti sem fæli í sér mat á stjórnsýslulegum þætti sölunnar 22. mars í fyrra með tilliti til meðferðar valds og ákvörðunartöku við söluna. Meirihlutinn í nefndinni felldi tillöguna á fundi í vikunni. Þórunn Sveinbjarnadóttir formaður nefndarinnar sem situr í henni fyrir Samfylkinguna, lýsir yfir vonbrigðum með þessa niðurstöðu. „Það er nú oft þannig að meirihlutinn fellir það sem minnihlutinn leggur til á Alþingi Íslendinga. Auðvitað vonar maður að í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis ráði önnur sjónarmið ráði för og þau gera það oft,“ segir Þórunn. Hún telur mikilvægt að fá slíkt álit. „Mér finnst þetta vera hluti af eðlilegri skoðun. Við í minnihlutanum erum þeirra skoðunar. Þá óskaði þingmaður Pírata á fundinum eftir að málinu yrði skotið til úrskurðar forseta Alþingis, þ.e. ákvörðun meirihlutans um að fella tillöguna og það hefur verið gert,“ segir Þórunn. Þórunn segir málið á lokametrunum hjá nefndinni en hún hefur nú verið með skýrslu Ríkisendurskoðunar á sölunni á Íslandsbanka til umfjöllunar á samtals fimmtán fundum. Nú sé beðið eftir úrskurði frá forseta Alþingis. „Þá skilar nefndin sínum álitum sem væntanlega verða tvö og þau eru tekin til umfjöllunar í þinginu,“ segir Þórunn. Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Meirihlutinn segir Íslandsbankamálið á lokametrunum Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að tillaga minnihlutans í nefndinni, þess efnis að vert sé að kalla eftir lögfræðilegu áliti á Íslandsbankasölunni, hafi komið flatt uppá sig. 25. janúar 2023 14:28 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Niðurstaða minnihlutans í Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis eftir fjórtán fundi í nefndinni um skýrslu Ríkisendurskoðunar á sölunni á hlut í Íslandsbanka, var að kalla eftir lögfræðiáliti. Lögfræðiáliti sem fæli í sér mat á stjórnsýslulegum þætti sölunnar 22. mars í fyrra með tilliti til meðferðar valds og ákvörðunartöku við söluna. Meirihlutinn í nefndinni felldi tillöguna á fundi í vikunni. Þórunn Sveinbjarnadóttir formaður nefndarinnar sem situr í henni fyrir Samfylkinguna, lýsir yfir vonbrigðum með þessa niðurstöðu. „Það er nú oft þannig að meirihlutinn fellir það sem minnihlutinn leggur til á Alþingi Íslendinga. Auðvitað vonar maður að í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis ráði önnur sjónarmið ráði för og þau gera það oft,“ segir Þórunn. Hún telur mikilvægt að fá slíkt álit. „Mér finnst þetta vera hluti af eðlilegri skoðun. Við í minnihlutanum erum þeirra skoðunar. Þá óskaði þingmaður Pírata á fundinum eftir að málinu yrði skotið til úrskurðar forseta Alþingis, þ.e. ákvörðun meirihlutans um að fella tillöguna og það hefur verið gert,“ segir Þórunn. Þórunn segir málið á lokametrunum hjá nefndinni en hún hefur nú verið með skýrslu Ríkisendurskoðunar á sölunni á Íslandsbanka til umfjöllunar á samtals fimmtán fundum. Nú sé beðið eftir úrskurði frá forseta Alþingis. „Þá skilar nefndin sínum álitum sem væntanlega verða tvö og þau eru tekin til umfjöllunar í þinginu,“ segir Þórunn.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Meirihlutinn segir Íslandsbankamálið á lokametrunum Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að tillaga minnihlutans í nefndinni, þess efnis að vert sé að kalla eftir lögfræðilegu áliti á Íslandsbankasölunni, hafi komið flatt uppá sig. 25. janúar 2023 14:28 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Meirihlutinn segir Íslandsbankamálið á lokametrunum Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að tillaga minnihlutans í nefndinni, þess efnis að vert sé að kalla eftir lögfræðilegu áliti á Íslandsbankasölunni, hafi komið flatt uppá sig. 25. janúar 2023 14:28