„Ef ég hefði farið þá væri Mikel hér og væri sá besti“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. janúar 2023 07:01 Pep Guardiola og Mikel Arteta mætast með sínum liðum í kvöld. Vísir/Getty Pep Guardiola fór fögrum orðum um Mikel Arteta, fyrrum aðstoðarþjálfara sinn, í viðtali við BBC í gær. Þeir verða andstæðingar þegar Manchester City og Arsenal mætast í enska bikarnum í kvöld. Manchester City og Arsenal mætast í kvöld í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en leiksins er beðið með talsverðri eftirvæntingu enda um að ræða tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:45. Það sem gerir leikinn ennþá áhugaverðari er að knattspyrnustjórar liðanna, Spánverjarnir Pep Guardiola og Mikel Arteta, voru samstarfsfélagar til nokkurra ára þegar Arteta var aðstoðarþjálfari Guardiola hjá Manchester City. Pep Guardiola og Mikel Arteta unnu saman hjá Manchester City í þrjú tímabil.Vísir/Getty Það er augljóst að það samstarf hefur gengið vel enda fór Guardiola fögrum orðum um sinn fyrrum samstarfsfélaga í viðtali við BBC í gær. „Ég hafði tilfinningu, við vissum það þegar hann var hér, hvað varðar hæfileika hans fyrir City. Ég veit ekki hvað hann varðar en hann hafði gríðarlega góð áhrif á mig sem var mikilvægt fyrir mig í að verða betri þjálfari.“ Arteta tók við Arsenal sumarið 2019 eftir að hafa verið hjá Manchester City í þrjú tímabil. Guardiola segir engan vafa leika á því hver framtíð Arteta hefði getað orðið hjá City. „Ef ég hefði farið þá væri Mikel hér og hann væri sá besti, algjörlega.“ Fagnaði gegn öllum liðum nema einu Það kom Guardiola alls ekki á óvart þegar Arteta tók við sem knattspyrnustjóri Arsenal en sá síðarnefndi lék með Arsenal á árunum 2011 til 2016. „Ég er ekki náunginn sem segir, nei þú þarft að vera hér hjá mér. Allir eiga sína drauma. Tilfinningin var að ef eitt ákveðið lið myndi bjóða honum möguleikann á að taka við sem knattspyrnustjóri þá myndi hann fara.“ „Ég veit að hann fór til félagsins síns, félags drauma sinna. Hann er stuðningsmaður, hann spilaði þarna og var fyrirliði. Hann elskar félagið,“ bætti Guardiola við. "Always he jumps and celebrates, except one team. One team every time we score a goal I jump, come back he was sitting there. It was Arsenal. I said that guy likes Arsenal."Pep Guardiola knew about Mikel Arteta's great love for Arsenal from when he was working at Man City pic.twitter.com/DhhqHVV4jD— Football Daily (@footballdaily) January 26, 2023 Arteta hefur vakið athygli fyrir ansi líflega framkomu á hliðarlínunni í vetur og hefur sumum þótt nóg um. Guardiola segir að hann hafi verið duglegur að fagna þegar hann var hjá City, en ekki alltaf. „Ég man að þegar við vorum sama hérna, þá hoppaði hann mikið og fagnaði þegar við skoruðum. Nema gegn einu liði, Arsenal.“ Arteta segir baráttuna ekki breyta neinu Arsenal hefur ekki unnið enska meistaratitilinn síðan tímabilið 2003-2004 en er með fimm stiga forskot á Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Arteta er ánægður með stöðu liðsins en viðurkennir að hann hefði alveg viljað vera að keppa við einhvern annan þjálfara en Guardiola. „Ég vonaðist til þess að þetta yrði staðan einn daginn og það er að gerast á þessu tímabili. Þetta breytir ekki neinni vináttu, augnablikunum sem við eigum, hversu mikilvægur hann er í mínu lífi eða í mínu starfi.“ „Við erum báðir tilbúnir að vinna og verja okkar félög á allan hátt og það hefur alltaf verið þannig frá degi eitt. Ég myndi vilja gera það á móti einhverjum öðrum ef ég á að vera hreinskilinn.“ Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira
Manchester City og Arsenal mætast í kvöld í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en leiksins er beðið með talsverðri eftirvæntingu enda um að ræða tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:45. Það sem gerir leikinn ennþá áhugaverðari er að knattspyrnustjórar liðanna, Spánverjarnir Pep Guardiola og Mikel Arteta, voru samstarfsfélagar til nokkurra ára þegar Arteta var aðstoðarþjálfari Guardiola hjá Manchester City. Pep Guardiola og Mikel Arteta unnu saman hjá Manchester City í þrjú tímabil.Vísir/Getty Það er augljóst að það samstarf hefur gengið vel enda fór Guardiola fögrum orðum um sinn fyrrum samstarfsfélaga í viðtali við BBC í gær. „Ég hafði tilfinningu, við vissum það þegar hann var hér, hvað varðar hæfileika hans fyrir City. Ég veit ekki hvað hann varðar en hann hafði gríðarlega góð áhrif á mig sem var mikilvægt fyrir mig í að verða betri þjálfari.“ Arteta tók við Arsenal sumarið 2019 eftir að hafa verið hjá Manchester City í þrjú tímabil. Guardiola segir engan vafa leika á því hver framtíð Arteta hefði getað orðið hjá City. „Ef ég hefði farið þá væri Mikel hér og hann væri sá besti, algjörlega.“ Fagnaði gegn öllum liðum nema einu Það kom Guardiola alls ekki á óvart þegar Arteta tók við sem knattspyrnustjóri Arsenal en sá síðarnefndi lék með Arsenal á árunum 2011 til 2016. „Ég er ekki náunginn sem segir, nei þú þarft að vera hér hjá mér. Allir eiga sína drauma. Tilfinningin var að ef eitt ákveðið lið myndi bjóða honum möguleikann á að taka við sem knattspyrnustjóri þá myndi hann fara.“ „Ég veit að hann fór til félagsins síns, félags drauma sinna. Hann er stuðningsmaður, hann spilaði þarna og var fyrirliði. Hann elskar félagið,“ bætti Guardiola við. "Always he jumps and celebrates, except one team. One team every time we score a goal I jump, come back he was sitting there. It was Arsenal. I said that guy likes Arsenal."Pep Guardiola knew about Mikel Arteta's great love for Arsenal from when he was working at Man City pic.twitter.com/DhhqHVV4jD— Football Daily (@footballdaily) January 26, 2023 Arteta hefur vakið athygli fyrir ansi líflega framkomu á hliðarlínunni í vetur og hefur sumum þótt nóg um. Guardiola segir að hann hafi verið duglegur að fagna þegar hann var hjá City, en ekki alltaf. „Ég man að þegar við vorum sama hérna, þá hoppaði hann mikið og fagnaði þegar við skoruðum. Nema gegn einu liði, Arsenal.“ Arteta segir baráttuna ekki breyta neinu Arsenal hefur ekki unnið enska meistaratitilinn síðan tímabilið 2003-2004 en er með fimm stiga forskot á Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Arteta er ánægður með stöðu liðsins en viðurkennir að hann hefði alveg viljað vera að keppa við einhvern annan þjálfara en Guardiola. „Ég vonaðist til þess að þetta yrði staðan einn daginn og það er að gerast á þessu tímabili. Þetta breytir ekki neinni vináttu, augnablikunum sem við eigum, hversu mikilvægur hann er í mínu lífi eða í mínu starfi.“ „Við erum báðir tilbúnir að vinna og verja okkar félög á allan hátt og það hefur alltaf verið þannig frá degi eitt. Ég myndi vilja gera það á móti einhverjum öðrum ef ég á að vera hreinskilinn.“
Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira