„Ef ég hefði farið þá væri Mikel hér og væri sá besti“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. janúar 2023 07:01 Pep Guardiola og Mikel Arteta mætast með sínum liðum í kvöld. Vísir/Getty Pep Guardiola fór fögrum orðum um Mikel Arteta, fyrrum aðstoðarþjálfara sinn, í viðtali við BBC í gær. Þeir verða andstæðingar þegar Manchester City og Arsenal mætast í enska bikarnum í kvöld. Manchester City og Arsenal mætast í kvöld í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en leiksins er beðið með talsverðri eftirvæntingu enda um að ræða tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:45. Það sem gerir leikinn ennþá áhugaverðari er að knattspyrnustjórar liðanna, Spánverjarnir Pep Guardiola og Mikel Arteta, voru samstarfsfélagar til nokkurra ára þegar Arteta var aðstoðarþjálfari Guardiola hjá Manchester City. Pep Guardiola og Mikel Arteta unnu saman hjá Manchester City í þrjú tímabil.Vísir/Getty Það er augljóst að það samstarf hefur gengið vel enda fór Guardiola fögrum orðum um sinn fyrrum samstarfsfélaga í viðtali við BBC í gær. „Ég hafði tilfinningu, við vissum það þegar hann var hér, hvað varðar hæfileika hans fyrir City. Ég veit ekki hvað hann varðar en hann hafði gríðarlega góð áhrif á mig sem var mikilvægt fyrir mig í að verða betri þjálfari.“ Arteta tók við Arsenal sumarið 2019 eftir að hafa verið hjá Manchester City í þrjú tímabil. Guardiola segir engan vafa leika á því hver framtíð Arteta hefði getað orðið hjá City. „Ef ég hefði farið þá væri Mikel hér og hann væri sá besti, algjörlega.“ Fagnaði gegn öllum liðum nema einu Það kom Guardiola alls ekki á óvart þegar Arteta tók við sem knattspyrnustjóri Arsenal en sá síðarnefndi lék með Arsenal á árunum 2011 til 2016. „Ég er ekki náunginn sem segir, nei þú þarft að vera hér hjá mér. Allir eiga sína drauma. Tilfinningin var að ef eitt ákveðið lið myndi bjóða honum möguleikann á að taka við sem knattspyrnustjóri þá myndi hann fara.“ „Ég veit að hann fór til félagsins síns, félags drauma sinna. Hann er stuðningsmaður, hann spilaði þarna og var fyrirliði. Hann elskar félagið,“ bætti Guardiola við. "Always he jumps and celebrates, except one team. One team every time we score a goal I jump, come back he was sitting there. It was Arsenal. I said that guy likes Arsenal."Pep Guardiola knew about Mikel Arteta's great love for Arsenal from when he was working at Man City pic.twitter.com/DhhqHVV4jD— Football Daily (@footballdaily) January 26, 2023 Arteta hefur vakið athygli fyrir ansi líflega framkomu á hliðarlínunni í vetur og hefur sumum þótt nóg um. Guardiola segir að hann hafi verið duglegur að fagna þegar hann var hjá City, en ekki alltaf. „Ég man að þegar við vorum sama hérna, þá hoppaði hann mikið og fagnaði þegar við skoruðum. Nema gegn einu liði, Arsenal.“ Arteta segir baráttuna ekki breyta neinu Arsenal hefur ekki unnið enska meistaratitilinn síðan tímabilið 2003-2004 en er með fimm stiga forskot á Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Arteta er ánægður með stöðu liðsins en viðurkennir að hann hefði alveg viljað vera að keppa við einhvern annan þjálfara en Guardiola. „Ég vonaðist til þess að þetta yrði staðan einn daginn og það er að gerast á þessu tímabili. Þetta breytir ekki neinni vináttu, augnablikunum sem við eigum, hversu mikilvægur hann er í mínu lífi eða í mínu starfi.“ „Við erum báðir tilbúnir að vinna og verja okkar félög á allan hátt og það hefur alltaf verið þannig frá degi eitt. Ég myndi vilja gera það á móti einhverjum öðrum ef ég á að vera hreinskilinn.“ Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Manchester City og Arsenal mætast í kvöld í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en leiksins er beðið með talsverðri eftirvæntingu enda um að ræða tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:45. Það sem gerir leikinn ennþá áhugaverðari er að knattspyrnustjórar liðanna, Spánverjarnir Pep Guardiola og Mikel Arteta, voru samstarfsfélagar til nokkurra ára þegar Arteta var aðstoðarþjálfari Guardiola hjá Manchester City. Pep Guardiola og Mikel Arteta unnu saman hjá Manchester City í þrjú tímabil.Vísir/Getty Það er augljóst að það samstarf hefur gengið vel enda fór Guardiola fögrum orðum um sinn fyrrum samstarfsfélaga í viðtali við BBC í gær. „Ég hafði tilfinningu, við vissum það þegar hann var hér, hvað varðar hæfileika hans fyrir City. Ég veit ekki hvað hann varðar en hann hafði gríðarlega góð áhrif á mig sem var mikilvægt fyrir mig í að verða betri þjálfari.“ Arteta tók við Arsenal sumarið 2019 eftir að hafa verið hjá Manchester City í þrjú tímabil. Guardiola segir engan vafa leika á því hver framtíð Arteta hefði getað orðið hjá City. „Ef ég hefði farið þá væri Mikel hér og hann væri sá besti, algjörlega.“ Fagnaði gegn öllum liðum nema einu Það kom Guardiola alls ekki á óvart þegar Arteta tók við sem knattspyrnustjóri Arsenal en sá síðarnefndi lék með Arsenal á árunum 2011 til 2016. „Ég er ekki náunginn sem segir, nei þú þarft að vera hér hjá mér. Allir eiga sína drauma. Tilfinningin var að ef eitt ákveðið lið myndi bjóða honum möguleikann á að taka við sem knattspyrnustjóri þá myndi hann fara.“ „Ég veit að hann fór til félagsins síns, félags drauma sinna. Hann er stuðningsmaður, hann spilaði þarna og var fyrirliði. Hann elskar félagið,“ bætti Guardiola við. "Always he jumps and celebrates, except one team. One team every time we score a goal I jump, come back he was sitting there. It was Arsenal. I said that guy likes Arsenal."Pep Guardiola knew about Mikel Arteta's great love for Arsenal from when he was working at Man City pic.twitter.com/DhhqHVV4jD— Football Daily (@footballdaily) January 26, 2023 Arteta hefur vakið athygli fyrir ansi líflega framkomu á hliðarlínunni í vetur og hefur sumum þótt nóg um. Guardiola segir að hann hafi verið duglegur að fagna þegar hann var hjá City, en ekki alltaf. „Ég man að þegar við vorum sama hérna, þá hoppaði hann mikið og fagnaði þegar við skoruðum. Nema gegn einu liði, Arsenal.“ Arteta segir baráttuna ekki breyta neinu Arsenal hefur ekki unnið enska meistaratitilinn síðan tímabilið 2003-2004 en er með fimm stiga forskot á Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Arteta er ánægður með stöðu liðsins en viðurkennir að hann hefði alveg viljað vera að keppa við einhvern annan þjálfara en Guardiola. „Ég vonaðist til þess að þetta yrði staðan einn daginn og það er að gerast á þessu tímabili. Þetta breytir ekki neinni vináttu, augnablikunum sem við eigum, hversu mikilvægur hann er í mínu lífi eða í mínu starfi.“ „Við erum báðir tilbúnir að vinna og verja okkar félög á allan hátt og það hefur alltaf verið þannig frá degi eitt. Ég myndi vilja gera það á móti einhverjum öðrum ef ég á að vera hreinskilinn.“
Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira