Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Í kvöldfréttum förum við yfir ákvörðun Þjóðverja sem loks tóku af skarið í dag um að senda öfluga skriðdreka til Úkraínu. Hann fundaði einnig í dag með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og við heyrum í henni í fréttatímanum.

Þá segjum við frá því að Háskóli Íslands hefur þurft að skera niður kennslu vegna fjárskorts á þessu ári. Staðan er sérstaklega slæm hjá Heilbrigðis- og Menntavísindasviði og búast má við enn meiri niðurskurði á næsta ári verði ekki gripið til aðgerða.

Reykjavíkurborg boðar úrbætur á samgöngum í Skeifunni þar sem hver bíll rekst án annars horn og gangandi vegfarendur eiga oft fótum sínum fjör að launa.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×