Hrósuðu mæðgunum: „Örugglega að drepast í líkamanum“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2023 13:30 Kristín Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir léku saman með liði HK gegn Val um síðustu helgi. vísir/Ívar Fannar Mæðgurnar Kristín Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir skoruðu samtals tíu mörk fyrir HK í leik gegn Val í Olís-deildinni í handbolta um síðustu helgi. Þær fengu sviðsljósið í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á mánudaginn. Kristín er þrautreynd handboltakona og var afar sigursæl með liði Vals. Hún er orðin 44 ára en skórnir eru ekki enn farnir upp í hillu og hún hefur því náð að spila með hinni 17 ára Emblu, dóttur sinni. „Þetta er sjaldgæft í handbolta. Ég þekki þetta sjálfur. Ég var nógu gamall til að spila með pabba [Guðjóni Árnasyni] á sínum tíma, en ég var náttúrulega bara ekki nógu góður svo það gekk ekki, því miður. Þetta er algjörlega geggjað, og kraftur í Kristínu. Horfandi á leikinn hefði maður ekki giskað á að hún væri orðin þó þetta gömul,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson í Seinni bylgjunni en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Sigurlaug Rúnarsdóttir, sem ásamt Árna var gestur Svövu Kristínar Gretarsdóttur í þættinum, er yngri en Kristín og kvaðst fagna því að sjá Kristínu spila sitt 29. keppnistímabil í meistaraflokki: „Þetta eru auðvitað átök en ég fagna því að konur séu að spila lengur. Mig hefði aldrei órað fyrir því þegar ég var að byrja í handbolta að þetta væri búið að lengjast svona mikið. Konur hættu almennt mikið fyrr í íþróttum en karlar. Þetta er því frábært. Hún er hins vegar ekki búin að spila samfellt þannig að hún er örugglega að drepast í líkamanum, á meðan að til dæmis Hanna Guðrún [Stefánsdóttir, Stjörnunni] hefur spilað samfleytt. En Kristín er ótrúlega seig og kann auðvitað handbolta, ekki spurning. En þetta er örugglega erfitt á köflum,“ sagði Sigurlaug. Klippa: Seinni bylgjan - Mæðgurnar í HK Kristín sagðist í viðtali við Svövu ekki ætla að stökkva frá sökkvandi skipi, eflaust sár yfir því að leikmenn kjósi að fara frá HK eins og Sara Katrín Gunnarsdóttir gerði á dögunum þegar hún fór að láni til Fram. „Ég veit svo sem ekkert af hverju Sara fór. Kannski eru þetta pínu ósanngjörn ummæli,“ sagði Sigurlaug. „Hún [Kristín] á náttúrulega dóttur í liðinu og er að reyna að hjálpa. En það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum. Það hlýtur að vera góð ástæða fyrir því að Sara fór,“ sagði Sigurlaug. Umræðuna í heild, sem og viðtalið við mæðgurnar, má sjá hér að ofan. Olís-deild kvenna HK Seinni bylgjan Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Kristín er þrautreynd handboltakona og var afar sigursæl með liði Vals. Hún er orðin 44 ára en skórnir eru ekki enn farnir upp í hillu og hún hefur því náð að spila með hinni 17 ára Emblu, dóttur sinni. „Þetta er sjaldgæft í handbolta. Ég þekki þetta sjálfur. Ég var nógu gamall til að spila með pabba [Guðjóni Árnasyni] á sínum tíma, en ég var náttúrulega bara ekki nógu góður svo það gekk ekki, því miður. Þetta er algjörlega geggjað, og kraftur í Kristínu. Horfandi á leikinn hefði maður ekki giskað á að hún væri orðin þó þetta gömul,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson í Seinni bylgjunni en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Sigurlaug Rúnarsdóttir, sem ásamt Árna var gestur Svövu Kristínar Gretarsdóttur í þættinum, er yngri en Kristín og kvaðst fagna því að sjá Kristínu spila sitt 29. keppnistímabil í meistaraflokki: „Þetta eru auðvitað átök en ég fagna því að konur séu að spila lengur. Mig hefði aldrei órað fyrir því þegar ég var að byrja í handbolta að þetta væri búið að lengjast svona mikið. Konur hættu almennt mikið fyrr í íþróttum en karlar. Þetta er því frábært. Hún er hins vegar ekki búin að spila samfellt þannig að hún er örugglega að drepast í líkamanum, á meðan að til dæmis Hanna Guðrún [Stefánsdóttir, Stjörnunni] hefur spilað samfleytt. En Kristín er ótrúlega seig og kann auðvitað handbolta, ekki spurning. En þetta er örugglega erfitt á köflum,“ sagði Sigurlaug. Klippa: Seinni bylgjan - Mæðgurnar í HK Kristín sagðist í viðtali við Svövu ekki ætla að stökkva frá sökkvandi skipi, eflaust sár yfir því að leikmenn kjósi að fara frá HK eins og Sara Katrín Gunnarsdóttir gerði á dögunum þegar hún fór að láni til Fram. „Ég veit svo sem ekkert af hverju Sara fór. Kannski eru þetta pínu ósanngjörn ummæli,“ sagði Sigurlaug. „Hún [Kristín] á náttúrulega dóttur í liðinu og er að reyna að hjálpa. En það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum. Það hlýtur að vera góð ástæða fyrir því að Sara fór,“ sagði Sigurlaug. Umræðuna í heild, sem og viðtalið við mæðgurnar, má sjá hér að ofan.
Olís-deild kvenna HK Seinni bylgjan Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira