66 umsækjendur af 178 sem sögðust börn metnir fullorðnir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. janúar 2023 11:57 Fylgdarlausum börnum sem sækja um vernd hér á landi hefur fjölgað mjög. Getty Frá árinu 2014 hafa 178 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á landi sem fylgdarlaus börn. Eftir gagnaöflun og aldursgreiningu voru 78 metnir sem börn en 66 sem fullorðnir. Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur, varaþingmanns Pírata. Þar segir að tólf af einstaklingunum 178 hefðu orðið 18 ára áður en ákvörðun var tekin í máli þeirra eða forsjáraðili þeirra komið til landsins. Tvö mál voru flokkuð undir „önnur lok“ en annar dró umsókn sína til baka en hinn hvarf. Tuttugu mál eru enn í vinnslu. Af þeim 78 einstaklingum sem fengu afgreiðslu á tímabilinu fengu 55 vernd, fimm mannúðarleyfi en átta var synjað. Fimm fengu önnur málalok og fimm er ólokið. Af þeim 55 sem fengu fernd fengu 19 samþykkta fjölskyldusameiningu. Í svari við annarri fyrirspurn um fylgdarlaus börn, sem Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, lagði fyrir mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið vinni nú náið með barnaverndarþjónustu Suðurnesjabæjar, Vinnumálastofnun og Barna- og fjölskyldustofu til að bregðast við stórauknum fjölda fylgdarlausra barna. „Stuðningur ráðuneytisins hefur meðal annars falist í endurgreiðslu kostnaðar sveitarfélagsins vegna þjónustu við fylgdarlaus börn í sveitarfélaginu sem hefur gert Suðurnesjabæ kleift að bæta við starfskröftum í þjónustuna. Einnig hefur verið fundið húsnæði sem hentar betur sem búsetuúrræði fyrir elstu börnin sem staðsett er þar sem barnaverndarþjónusta Suðurnesjabæjar á auðveldara með að þjónusta þau,“ segir í svarinu. Þá hafi Barna- og fjölskyldustofa skerpt á verklagi við flutning mála milli sveitarfélaga í samræmi við búsetu barns. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mannréttindi Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur, varaþingmanns Pírata. Þar segir að tólf af einstaklingunum 178 hefðu orðið 18 ára áður en ákvörðun var tekin í máli þeirra eða forsjáraðili þeirra komið til landsins. Tvö mál voru flokkuð undir „önnur lok“ en annar dró umsókn sína til baka en hinn hvarf. Tuttugu mál eru enn í vinnslu. Af þeim 78 einstaklingum sem fengu afgreiðslu á tímabilinu fengu 55 vernd, fimm mannúðarleyfi en átta var synjað. Fimm fengu önnur málalok og fimm er ólokið. Af þeim 55 sem fengu fernd fengu 19 samþykkta fjölskyldusameiningu. Í svari við annarri fyrirspurn um fylgdarlaus börn, sem Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, lagði fyrir mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið vinni nú náið með barnaverndarþjónustu Suðurnesjabæjar, Vinnumálastofnun og Barna- og fjölskyldustofu til að bregðast við stórauknum fjölda fylgdarlausra barna. „Stuðningur ráðuneytisins hefur meðal annars falist í endurgreiðslu kostnaðar sveitarfélagsins vegna þjónustu við fylgdarlaus börn í sveitarfélaginu sem hefur gert Suðurnesjabæ kleift að bæta við starfskröftum í þjónustuna. Einnig hefur verið fundið húsnæði sem hentar betur sem búsetuúrræði fyrir elstu börnin sem staðsett er þar sem barnaverndarþjónusta Suðurnesjabæjar á auðveldara með að þjónusta þau,“ segir í svarinu. Þá hafi Barna- og fjölskyldustofa skerpt á verklagi við flutning mála milli sveitarfélaga í samræmi við búsetu barns.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mannréttindi Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira