„Ógeðslegt að verða vitni að þessu helsjúka ástandi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2023 10:19 Sólveig Anna Jónsdóttir og liðsmenn Eflingar hafa mætt fylktu liði til síðustu funda við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar segist sannfærð um að samninganefnd Eflingar muni hafa sigur í baráttu sinni við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Ríka fólkið í landinu fyrirlíti ekkert meir en verkakonur íslensks vinnumarkaðar. Samningaviðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er í algjörum hnút. Samninganefndirnar hittust á sögulega stuttum fundi í gær sem varði í aðeins um eina mínútu. „Stál í stál,“ sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og ríkissáttasemjari sagðist aldrei hafa kynnst öðru eins. Atkvæðagreiðsla um þrjú hundruð félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum í Reykjavík í eigu Íslandshótela stendur yfir. Samtök atvinnulífsins segjast munu bæta Íslandshótelum allt það tjón sem verði af mögulegu verkfalli Eflingarstarfsmanna á hótelunum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er hugsi yfir þeim tíðindum. Vilji ekki borga stritandi konum mannsæmandi laun „Hugsið ykkur ef að ríku mennirnir sem ráða þessu landi og lifa í vellystingum myndu verða við kröfum samninganefndar Eflingar um að láglaunafólk, arðrænt kven-vinnuafl hótelanna sem skapar auðinn sem þeir svo hirða, fengi að lifa frjálsara undan endalausum fjárhagsáhyggjum, í stað þess að opinbera sig í sífellu sem menn sem fyrirlíta ekkert meira en verkakonur íslensks vinnumarkaðar?“ spyr Sólveig Anna á Facebook. „Svona er staðan í Jafnréttisparadísinni: Forréttinda-mennirnir eru tilbúnir til að gera bókstaflega allt annað en að borga stritandi konunum mannsæmandi laun. Og í stað þess að styðja við baráttu Eflingar fyrir jöfnuði og sanngirni stendur stjórnmálastéttin sameinuð að baki hinum voldugu mönnum, í aumkunarverðri undirgefni við auðstéttina.“ Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra sagði í viðtali við RÚV í gær ekki sanngjarnt að beina verkfallsaðgerðum gegn einni grein, ferðaþjónustunni. „Hins vegar er það auðvitað svo að nú er þessi atkvæðagreiðsla eiga sér stað og við þurfum auðvitað að bíða eftir henni og athugum hvað kemur út úr henni og auðvitað vonast maður til þess að allir þeir sem eru á vinnumarkaðinum að þeir hafi þannig laun að þeir geti lifað þeim þannig,“ sagði Lilja við RÚV. Engan stuðning að fá úr verkalýðshreyfingunni Þá finnur Sólveig Anna að því að ekki heyrist eitt stuðningsorð frá verkalýðsleiðtogum landsins, hvorki mönnum né konum. Starfsgreinasambandið, VR og fleiri hafa þegar samið til skamms tíma við Samtök atvinnulífsins og segja má að Efling standi í raun ein eftir. „Það er ekkert annað en ógeðslegt að verða vitni að þessu helsjúka ástandi. En þrátt fyrir það siðleysi sem hér viðgengst mun samninganefnd Efling hafa sigur í baráttu sinni. Það er öruggt. Og kannski rennur sá dagur einhverntímann upp að á þessu landi kemst fólk til valda sem hefur samhyggð og sanngirni að leiðarljósi en er ekki knúið áfram af persónulegri framasýki og yfirgengilegri auðmýkt gagnvart valdi auðsins.“ Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdarstjóri Íslandshótela, sagðist í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær ekki telja líklegt að verkfall yrði samþykkt. Starfsfólk hans sem hafi fundað með Eflingu hafi talið að fleiri fyrirtæki væru undir. Fólk sé upplýstara „Því miður þá var þetta bara þannig að þetta var svona einhliða flutningur og okkar fólk var bara valið vegna þess að þau telja sig ná fram þessari bestu niðurstöðu. Þetta er á góðri íslensku svolítið ljótt,“ sagði Davíð. Starfsfólk hafi því miður verið illa upplýst en stjórnendur reynt að bæta úr því í vikunni. „Við erum búin að funda með öllu okkar fólki bæði í gær og í morgun og allt okkar fólk er orðið upplýst um stöðuna í dag. Það er upplýst um þennan samning sem að er á borðinu, um afturvirknina og allt þetta. Þannig að það er væntanlega að fara að taka upplýsta ákvörðun, okkar fólk,“ sagði Davíð. Ótímabundið verkfall hefst á hádegi sjöunda febrúar, eftir tæpar tvær vikur, verði það samþykkt. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Verkföll komi spánskt fyrir sjónir í ljósi góðra launa Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að stemning fyrir verkföllum virðist vera lítil innan ferðaþjónustunnar. Rekstraraðilar hafa leitað til samtakanna vegna starfsfólks sem vilji skrá sig úr Eflingu. 24. janúar 2023 22:51 Ólíkt mat á verkfallsvilja hótelstarfsfólks Samtök atvinnulífsins útiloka ekki að láta reyna á lögmæti boðaðra verkfallsaðgerða Eflingar fyrir Félagsdómi. Deiluaðilar funduðu sameiginlega í aðeins eina mínútu í dag og segist ríkissáttasemjari aldrei hafa kynnst deilu í öðrum eins hnút. 24. janúar 2023 19:19 „Aldrei setið svona stuttan fund á ævinni“ Samningafundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er lokið. Nefndirnar funduðu fyrst hvor í sínu lagi áður en sest var niður til fundar. Sá stóð aðeins yfir í skamman tíma. Rétt um eina mínútu. 24. janúar 2023 11:52 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Samningaviðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er í algjörum hnút. Samninganefndirnar hittust á sögulega stuttum fundi í gær sem varði í aðeins um eina mínútu. „Stál í stál,“ sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og ríkissáttasemjari sagðist aldrei hafa kynnst öðru eins. Atkvæðagreiðsla um þrjú hundruð félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum í Reykjavík í eigu Íslandshótela stendur yfir. Samtök atvinnulífsins segjast munu bæta Íslandshótelum allt það tjón sem verði af mögulegu verkfalli Eflingarstarfsmanna á hótelunum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er hugsi yfir þeim tíðindum. Vilji ekki borga stritandi konum mannsæmandi laun „Hugsið ykkur ef að ríku mennirnir sem ráða þessu landi og lifa í vellystingum myndu verða við kröfum samninganefndar Eflingar um að láglaunafólk, arðrænt kven-vinnuafl hótelanna sem skapar auðinn sem þeir svo hirða, fengi að lifa frjálsara undan endalausum fjárhagsáhyggjum, í stað þess að opinbera sig í sífellu sem menn sem fyrirlíta ekkert meira en verkakonur íslensks vinnumarkaðar?“ spyr Sólveig Anna á Facebook. „Svona er staðan í Jafnréttisparadísinni: Forréttinda-mennirnir eru tilbúnir til að gera bókstaflega allt annað en að borga stritandi konunum mannsæmandi laun. Og í stað þess að styðja við baráttu Eflingar fyrir jöfnuði og sanngirni stendur stjórnmálastéttin sameinuð að baki hinum voldugu mönnum, í aumkunarverðri undirgefni við auðstéttina.“ Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra sagði í viðtali við RÚV í gær ekki sanngjarnt að beina verkfallsaðgerðum gegn einni grein, ferðaþjónustunni. „Hins vegar er það auðvitað svo að nú er þessi atkvæðagreiðsla eiga sér stað og við þurfum auðvitað að bíða eftir henni og athugum hvað kemur út úr henni og auðvitað vonast maður til þess að allir þeir sem eru á vinnumarkaðinum að þeir hafi þannig laun að þeir geti lifað þeim þannig,“ sagði Lilja við RÚV. Engan stuðning að fá úr verkalýðshreyfingunni Þá finnur Sólveig Anna að því að ekki heyrist eitt stuðningsorð frá verkalýðsleiðtogum landsins, hvorki mönnum né konum. Starfsgreinasambandið, VR og fleiri hafa þegar samið til skamms tíma við Samtök atvinnulífsins og segja má að Efling standi í raun ein eftir. „Það er ekkert annað en ógeðslegt að verða vitni að þessu helsjúka ástandi. En þrátt fyrir það siðleysi sem hér viðgengst mun samninganefnd Efling hafa sigur í baráttu sinni. Það er öruggt. Og kannski rennur sá dagur einhverntímann upp að á þessu landi kemst fólk til valda sem hefur samhyggð og sanngirni að leiðarljósi en er ekki knúið áfram af persónulegri framasýki og yfirgengilegri auðmýkt gagnvart valdi auðsins.“ Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdarstjóri Íslandshótela, sagðist í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær ekki telja líklegt að verkfall yrði samþykkt. Starfsfólk hans sem hafi fundað með Eflingu hafi talið að fleiri fyrirtæki væru undir. Fólk sé upplýstara „Því miður þá var þetta bara þannig að þetta var svona einhliða flutningur og okkar fólk var bara valið vegna þess að þau telja sig ná fram þessari bestu niðurstöðu. Þetta er á góðri íslensku svolítið ljótt,“ sagði Davíð. Starfsfólk hafi því miður verið illa upplýst en stjórnendur reynt að bæta úr því í vikunni. „Við erum búin að funda með öllu okkar fólki bæði í gær og í morgun og allt okkar fólk er orðið upplýst um stöðuna í dag. Það er upplýst um þennan samning sem að er á borðinu, um afturvirknina og allt þetta. Þannig að það er væntanlega að fara að taka upplýsta ákvörðun, okkar fólk,“ sagði Davíð. Ótímabundið verkfall hefst á hádegi sjöunda febrúar, eftir tæpar tvær vikur, verði það samþykkt.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Verkföll komi spánskt fyrir sjónir í ljósi góðra launa Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að stemning fyrir verkföllum virðist vera lítil innan ferðaþjónustunnar. Rekstraraðilar hafa leitað til samtakanna vegna starfsfólks sem vilji skrá sig úr Eflingu. 24. janúar 2023 22:51 Ólíkt mat á verkfallsvilja hótelstarfsfólks Samtök atvinnulífsins útiloka ekki að láta reyna á lögmæti boðaðra verkfallsaðgerða Eflingar fyrir Félagsdómi. Deiluaðilar funduðu sameiginlega í aðeins eina mínútu í dag og segist ríkissáttasemjari aldrei hafa kynnst deilu í öðrum eins hnút. 24. janúar 2023 19:19 „Aldrei setið svona stuttan fund á ævinni“ Samningafundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er lokið. Nefndirnar funduðu fyrst hvor í sínu lagi áður en sest var niður til fundar. Sá stóð aðeins yfir í skamman tíma. Rétt um eina mínútu. 24. janúar 2023 11:52 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Verkföll komi spánskt fyrir sjónir í ljósi góðra launa Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að stemning fyrir verkföllum virðist vera lítil innan ferðaþjónustunnar. Rekstraraðilar hafa leitað til samtakanna vegna starfsfólks sem vilji skrá sig úr Eflingu. 24. janúar 2023 22:51
Ólíkt mat á verkfallsvilja hótelstarfsfólks Samtök atvinnulífsins útiloka ekki að láta reyna á lögmæti boðaðra verkfallsaðgerða Eflingar fyrir Félagsdómi. Deiluaðilar funduðu sameiginlega í aðeins eina mínútu í dag og segist ríkissáttasemjari aldrei hafa kynnst deilu í öðrum eins hnút. 24. janúar 2023 19:19
„Aldrei setið svona stuttan fund á ævinni“ Samningafundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er lokið. Nefndirnar funduðu fyrst hvor í sínu lagi áður en sest var niður til fundar. Sá stóð aðeins yfir í skamman tíma. Rétt um eina mínútu. 24. janúar 2023 11:52