Fræðslukvöld SVFR farin í gang Karl Lúðvíksson skrifar 24. janúar 2023 11:32 Fræðslukvöld Stangaveiðifélags Reykjavíkur eru að fara í gang en metmæting var á kvöldin síðastliðið vor á einstaklega skemmtilega röð kvölda. Það verður fylgt megin þema eins og í fyrra en byrjað verður á fræðslu um silungsveiði, síðan verður farið í sjóbirting og að lokum verður kvöld tileinkað laxveiði. Fyrsta kvöldið verður haldið núna næstkomandi fimmtudag og sem fyrr verða kvöldin haldin á Ölveri í Glæsibæ. Húsið opnar kl 19:00 og gesta fyrirlesarar kvöldsins verða Ólafur T. Guðbjartsson en hann er betur þekktur sem Óli Urriði A.K.A. dagbók urriða. Hann hefur verið einstaklega öflugur í kynningarstarfi á silungsveiði og hefur örugglega frá mörgu skemmtilegu að segja. Við fáum líka Helgu Gísladóttur á svið en hún hefur áratugareynslu af Veiðivötnum og silungsveiði víða um land. Hún hefur einstakt lag á að vera oftar en ekki veiðnasta konan í þeim hollum sem hún veiðir í og skemmtilegri kona er vandfundin sem veiðifélagi. Að venju verður veglegt happdrætti og hafa veiðibúðirnar Flugubúllan, Veiðiflugur, Vesturröst, Veiðivon, Veiðifélagið og Veiðiportið gefið mjög rausnarlega í happahylinn. Eins verða veiðileyfi frá SVFR og Veiðikortið. Það eru allir velkomnir. Stangveiði Mest lesið "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 20 punda urriði á Þingvöllum Veiði Frábær meðalþyngd á laxinum í Vatnsdalsá Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Algjört hrun í Andakílsá - 83 laxar veiddir Veiði Laxinn bíður betra vatns Veiði 300 laxa vika í Selá Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði
Það verður fylgt megin þema eins og í fyrra en byrjað verður á fræðslu um silungsveiði, síðan verður farið í sjóbirting og að lokum verður kvöld tileinkað laxveiði. Fyrsta kvöldið verður haldið núna næstkomandi fimmtudag og sem fyrr verða kvöldin haldin á Ölveri í Glæsibæ. Húsið opnar kl 19:00 og gesta fyrirlesarar kvöldsins verða Ólafur T. Guðbjartsson en hann er betur þekktur sem Óli Urriði A.K.A. dagbók urriða. Hann hefur verið einstaklega öflugur í kynningarstarfi á silungsveiði og hefur örugglega frá mörgu skemmtilegu að segja. Við fáum líka Helgu Gísladóttur á svið en hún hefur áratugareynslu af Veiðivötnum og silungsveiði víða um land. Hún hefur einstakt lag á að vera oftar en ekki veiðnasta konan í þeim hollum sem hún veiðir í og skemmtilegri kona er vandfundin sem veiðifélagi. Að venju verður veglegt happdrætti og hafa veiðibúðirnar Flugubúllan, Veiðiflugur, Vesturröst, Veiðivon, Veiðifélagið og Veiðiportið gefið mjög rausnarlega í happahylinn. Eins verða veiðileyfi frá SVFR og Veiðikortið. Það eru allir velkomnir.
Stangveiði Mest lesið "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 20 punda urriði á Þingvöllum Veiði Frábær meðalþyngd á laxinum í Vatnsdalsá Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Algjört hrun í Andakílsá - 83 laxar veiddir Veiði Laxinn bíður betra vatns Veiði 300 laxa vika í Selá Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði