Eftirmaður Guðmundar hjá Dönum enn taplaus á HM og jafnaði metið í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2023 11:01 Nikolaj Jacobsen hefur stýrt danska landsliðinu í 25 HM-leikjum í röð án þess að tapa. Getty/Kolektiff Images Danska handboltalandsliðið jafnaði í gær magnað HM-met með sigri sínum á Egyptum í lokaleik sínum í milliriðli heimsmeistaramótsins. Eftirmaður Guðmundar Guðmundssonar hefur gert magnaða hluti með liðið. Þetta var 25. leikur danska liðsins í röð í úrslitakeppni HM án þess að tapa leik. Danir hafa unnið heimsmeistaratitilinn á síðustu tveimur mótum og geta því unnið þriðja HM-titilinn í röð. Danir jöfnuðu lengstu taplausu hrinu HM í gær en Frakkar léku einnig 25 leiki í röð án taps á HM 2015 til HM 2019. More info: Danmark er én kamp fra utrolig rekord https://t.co/xiisXpAEMg— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 23, 2023 Sigurganga Frakka endaði með tapi á móti Króötum í milliriðli á HM í Þýskalandi 2019. Frakkar höfðu orðið heimsmeistarar bæði 2015 og 2017. Frakkar höfðu tekið metið af Rússum sem léku 19 HM-leiki í röð án taps frá 1995 til 1999 og Svíum sem jöfnuðu afrek Rússa á árunum 1999 til 2003. Danir unnu alla tíu leiki sína á HM 2019 og átta af níu leikjum sínum á HM 2021. Liðið gerði þá jafntefli á móti Egyptum í átta liða úrslitum en unnu leikinn í vítakeppni. Danska liðið hefur síðan unnið fimm af sex fyrstu leikjum sínum á þessu heimsmeistaramóti en þeir gerðu jafntefli við Króata í milliriðlinum. Síðasti þjálfarinn til að tapa leik með danska landsliðið var Guðmundur Guðmundsson fyrir sex árum síðan. Danska landsliðið tapaði bara einum leik í síðasta heimsmeistaramóti Guðmundar með liðið en það tap kom í leik í sextán liða úrslitum á móti Ungverjum sem þýddi að liðið endaði bara í tíunda sæti á HM 2017. Nikolaj Jacobsen tók við af Guðmundi sem landsliðsþjálfari Dana og liðið hefur ekki tapað í úrslitakeppni HM síðar. HM 2023 í handbolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Þetta var 25. leikur danska liðsins í röð í úrslitakeppni HM án þess að tapa leik. Danir hafa unnið heimsmeistaratitilinn á síðustu tveimur mótum og geta því unnið þriðja HM-titilinn í röð. Danir jöfnuðu lengstu taplausu hrinu HM í gær en Frakkar léku einnig 25 leiki í röð án taps á HM 2015 til HM 2019. More info: Danmark er én kamp fra utrolig rekord https://t.co/xiisXpAEMg— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 23, 2023 Sigurganga Frakka endaði með tapi á móti Króötum í milliriðli á HM í Þýskalandi 2019. Frakkar höfðu orðið heimsmeistarar bæði 2015 og 2017. Frakkar höfðu tekið metið af Rússum sem léku 19 HM-leiki í röð án taps frá 1995 til 1999 og Svíum sem jöfnuðu afrek Rússa á árunum 1999 til 2003. Danir unnu alla tíu leiki sína á HM 2019 og átta af níu leikjum sínum á HM 2021. Liðið gerði þá jafntefli á móti Egyptum í átta liða úrslitum en unnu leikinn í vítakeppni. Danska liðið hefur síðan unnið fimm af sex fyrstu leikjum sínum á þessu heimsmeistaramóti en þeir gerðu jafntefli við Króata í milliriðlinum. Síðasti þjálfarinn til að tapa leik með danska landsliðið var Guðmundur Guðmundsson fyrir sex árum síðan. Danska landsliðið tapaði bara einum leik í síðasta heimsmeistaramóti Guðmundar með liðið en það tap kom í leik í sextán liða úrslitum á móti Ungverjum sem þýddi að liðið endaði bara í tíunda sæti á HM 2017. Nikolaj Jacobsen tók við af Guðmundi sem landsliðsþjálfari Dana og liðið hefur ekki tapað í úrslitakeppni HM síðar.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira