Rök Eflingar Stefán Ólafsson skrifar 23. janúar 2023 21:30 Efling hefur farið fram á að njóta eigin samningsréttar og gera kjarasamning sem tekur mið af samsetningu hóps verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og þeim sérstöku aðstæðum sem það fólk býr við. Það á alltaf að vera markmið kjarasamninga fyrir láglaunafólk að launakjör dugi til framfærslu á því svæði sem fólkið lifir og starfar. Krafa Eflingar snýst einkum um gerð nýrrar launatöflu og um sérstaka uppbót vegna óvenju mikils húsnæðiskostnaðar á höfuðborgarsvæðinu, líkt og víða tíðkast í grannríkjunum (t.d. í London). Þörf fyrir nýja launatöflu Rökin fyrir sérstöðu Eflingar á þessu sviði eru eftirfarandi: Kjarasamningur SGS um dagvinnulaun fyrir verkafólk á landsbyggðinni myndi skila Eflingarfólki lægri dagvinnulaunum, sem nemur að jafnaði frá 12-13.000 krónum á mánuði og allt upp í tæplega 20.000 kr. fyrir suma Þetta er vegna þess að Eflingarfólk er almennt í lægri launaflokkum og lægri starfsaldursþrepum. Að auki skilar SGS samningurinn öðrum ávinningi betur til landsbyggðarfélaganna, svo sem bónusum og aukagreiðslum. Þess vegna hefur Efling krafist öðruvísi samnings og launatöflu sem er meira í samræmi við samsetningu verkafólks á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að skila félagsmönnum að minnsta kosti sambærilegum greiddum launum og SGS samningurinn skilar verkafólki almennt á landsbyggðinni. Þessi sérstaða Eflingarfólks er undirstrikuð í nýlegum gögnum úr Kjarakönnunum Gallup sem gerðar voru í september og október síðastliðnum, annars vegar meðal félagsmanna Eflingar og hins vegar meðal félagsmanna Einingar-Iðju á Akureyri. Spurningar eru eins og gögnin því sambærileg (sjá mynd). Niðurstöðurnar styðja málflutning Eflingar. Dagvinnulaun verkafólks á Akureyri eru hærri en hjá Eflingarfólki á höfuðborgarsvæðinu. Það endurspeglar að verkafólkið á Akureyri raðast í gjöfulli flokka og þrep launatöflunnar en er á höfuðborgarsvæðinu. Heildarlaun eru dagvinnulaun að viðbættum bónusum, álagsgreiðslum og yfirvinnu. Þau voru um 21.000 krónum hærri hjá verkafólki á Akureyri en hjá verkafólki á höfuðborgarsvæðinu. Það endurspeglar meiri greiðslur (m.a. yfirborganir), hærri bónusa og aðrar aukagreiðslur. Ætla mætti að þessi mikli munur heildarlauna væri vegna lengri vinnuviku verkafólks á Akureyri, en því er öfugt farið! Vinnuvikan hjá fullvinnandi Eflingarfólki er nærri 2 klukkustundum lengri en hjá systurfélaginu á Akureyri. Samt er launaútkoman þetta miklu lakari hjá Eflingarfólki. Önnur einkenni kjarasamningsins skila þessum hærri heildarlaunum verkafólks á Akureyri. Þessi munur heildarlauna (21.000 kr. á mánuði) er meira en Efling fer fram á sem sérstaka uppbót á laun (15.000 kr.), til að vega á móti óvenju miklum húsnæðiskostnaði á höfuðborgarsvæðinu. Það er seinni liðurinn í kröfugerð Eflingar nú. Sérstök uppbót vegna húsnæðiskostnaðar Eflingarfólk er ekki aðeins með lægstu laun verkafólks á Íslandi heldur býr það að auki við lang hæsta húsnæðiskostnaðinn. Leiga er að jafnaði 45% hærri á höfuðborgarsvæði en á landsbyggð og kaupverð íbúða á hvern fermetra er 50-80% dýrara á höfuðborgarsvæðinu (breytilegt eftir þéttbýli á landsbyggðinni). Nýlegan samanburð á leiguverði má sjá á meðfylgjandi mynd, sem kemur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og eru nýjustu tölurnar frá október síðastliðnum. Meðalleiga á HB-svæði er nú um 220.000 kr. á mán. en um 152.000 kr. á landsbyggðinni. Myndin sýnir líka hvernig húsnæðiskostnaðurinn hefur hækkað á síðustu árum hjá leigjendum - og hækkanir á íbúðaverði eru enn meiri. Til þess að verkafólk ráði við þennan gríðarlega húsnæðiskostnað sem orðinn er á höfuðborgarsvæðinu þyrfti umtalsvert hærri ráðstöfunartekjur en nú bjóðast. En launin hjá Eflingarfólki eru lægri og húsaleigubætur sem greiddar eru skila sér einnig verr á höfuðborgarsvæðið, svo ótrúlegt sem það er. Þetta er vegna alvarlegs galla í reglum húsnæðisbótakerfisins (meira um það síðar). Afleiðingar þessa eru m.a. þær að hlutfall Eflingarfélaga sem búa í eigin húsnæði hefur farið úr 64% árið 2009 niður í 38% árið 2022 og hlutfall leigjenda hefur meira en tvöfaldast. Nú býr nær helmingur félagsmanna í leiguhúsnæði og á litla sem enga möguleika á að komast í eigin íbúð. Þessar afleitu aðstæður Eflingarfólks á höfuðborgarsvæðinu eru ástæðan fyrir því að Efling þarf nú öðruvísi kjarasamning og alvöru uppbót til að glíma við húsnæðiskostnaðinn. Þó nýlegur samningur Starfsgreinasambandsins (SGS) geti dugað fyrir verkafólk á landsbyggðinni, vegna lægri húsnæðiskostnaðar þar, þá dugar hann engan veginn á höfuðborgarsvæðinu. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd sem sýnir afkomuna fyrir fullvinnandi einhleypan einstakling sem býr í "ódýru" 50 fm leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og er á meðallaunum skv. SGS launatöflunni. Einstaklingur í þessari stöðu þarf að bæta við sig verulegri aukavinnu til að ná endum saman, því hærri skattur og lægri leigubætur éta upp of stóran hluta aukavinnuteknanna. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa kallað þessa kröfu Eflingar "ógeðfelldan dilkadrátt", þ.e. að fara fram á meira en SGS-félögin sömdu um. En fyrir því eru sterk rök, bæði þau sem hér hafa verið rakin og reyndar mörg fleiri. Raunverulegi dilkadrátturinn átti sér stað þegar húsnæðiskostnaðurinn á höfuðborgarsvæðinu fór úr öllum böndum og lenti með mestum þunga á félagsfólki Eflingar. Ef Efling væri ekki að þrýsta á um betri kjör nú væri hún að bregðast félagsmönnum sínum. Þetta hljóta allir að skilja og styðja - nema þeir sem tala fyrir hönd samtaka atvinnurekenda (SA). Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Efling hefur farið fram á að njóta eigin samningsréttar og gera kjarasamning sem tekur mið af samsetningu hóps verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og þeim sérstöku aðstæðum sem það fólk býr við. Það á alltaf að vera markmið kjarasamninga fyrir láglaunafólk að launakjör dugi til framfærslu á því svæði sem fólkið lifir og starfar. Krafa Eflingar snýst einkum um gerð nýrrar launatöflu og um sérstaka uppbót vegna óvenju mikils húsnæðiskostnaðar á höfuðborgarsvæðinu, líkt og víða tíðkast í grannríkjunum (t.d. í London). Þörf fyrir nýja launatöflu Rökin fyrir sérstöðu Eflingar á þessu sviði eru eftirfarandi: Kjarasamningur SGS um dagvinnulaun fyrir verkafólk á landsbyggðinni myndi skila Eflingarfólki lægri dagvinnulaunum, sem nemur að jafnaði frá 12-13.000 krónum á mánuði og allt upp í tæplega 20.000 kr. fyrir suma Þetta er vegna þess að Eflingarfólk er almennt í lægri launaflokkum og lægri starfsaldursþrepum. Að auki skilar SGS samningurinn öðrum ávinningi betur til landsbyggðarfélaganna, svo sem bónusum og aukagreiðslum. Þess vegna hefur Efling krafist öðruvísi samnings og launatöflu sem er meira í samræmi við samsetningu verkafólks á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að skila félagsmönnum að minnsta kosti sambærilegum greiddum launum og SGS samningurinn skilar verkafólki almennt á landsbyggðinni. Þessi sérstaða Eflingarfólks er undirstrikuð í nýlegum gögnum úr Kjarakönnunum Gallup sem gerðar voru í september og október síðastliðnum, annars vegar meðal félagsmanna Eflingar og hins vegar meðal félagsmanna Einingar-Iðju á Akureyri. Spurningar eru eins og gögnin því sambærileg (sjá mynd). Niðurstöðurnar styðja málflutning Eflingar. Dagvinnulaun verkafólks á Akureyri eru hærri en hjá Eflingarfólki á höfuðborgarsvæðinu. Það endurspeglar að verkafólkið á Akureyri raðast í gjöfulli flokka og þrep launatöflunnar en er á höfuðborgarsvæðinu. Heildarlaun eru dagvinnulaun að viðbættum bónusum, álagsgreiðslum og yfirvinnu. Þau voru um 21.000 krónum hærri hjá verkafólki á Akureyri en hjá verkafólki á höfuðborgarsvæðinu. Það endurspeglar meiri greiðslur (m.a. yfirborganir), hærri bónusa og aðrar aukagreiðslur. Ætla mætti að þessi mikli munur heildarlauna væri vegna lengri vinnuviku verkafólks á Akureyri, en því er öfugt farið! Vinnuvikan hjá fullvinnandi Eflingarfólki er nærri 2 klukkustundum lengri en hjá systurfélaginu á Akureyri. Samt er launaútkoman þetta miklu lakari hjá Eflingarfólki. Önnur einkenni kjarasamningsins skila þessum hærri heildarlaunum verkafólks á Akureyri. Þessi munur heildarlauna (21.000 kr. á mánuði) er meira en Efling fer fram á sem sérstaka uppbót á laun (15.000 kr.), til að vega á móti óvenju miklum húsnæðiskostnaði á höfuðborgarsvæðinu. Það er seinni liðurinn í kröfugerð Eflingar nú. Sérstök uppbót vegna húsnæðiskostnaðar Eflingarfólk er ekki aðeins með lægstu laun verkafólks á Íslandi heldur býr það að auki við lang hæsta húsnæðiskostnaðinn. Leiga er að jafnaði 45% hærri á höfuðborgarsvæði en á landsbyggð og kaupverð íbúða á hvern fermetra er 50-80% dýrara á höfuðborgarsvæðinu (breytilegt eftir þéttbýli á landsbyggðinni). Nýlegan samanburð á leiguverði má sjá á meðfylgjandi mynd, sem kemur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og eru nýjustu tölurnar frá október síðastliðnum. Meðalleiga á HB-svæði er nú um 220.000 kr. á mán. en um 152.000 kr. á landsbyggðinni. Myndin sýnir líka hvernig húsnæðiskostnaðurinn hefur hækkað á síðustu árum hjá leigjendum - og hækkanir á íbúðaverði eru enn meiri. Til þess að verkafólk ráði við þennan gríðarlega húsnæðiskostnað sem orðinn er á höfuðborgarsvæðinu þyrfti umtalsvert hærri ráðstöfunartekjur en nú bjóðast. En launin hjá Eflingarfólki eru lægri og húsaleigubætur sem greiddar eru skila sér einnig verr á höfuðborgarsvæðið, svo ótrúlegt sem það er. Þetta er vegna alvarlegs galla í reglum húsnæðisbótakerfisins (meira um það síðar). Afleiðingar þessa eru m.a. þær að hlutfall Eflingarfélaga sem búa í eigin húsnæði hefur farið úr 64% árið 2009 niður í 38% árið 2022 og hlutfall leigjenda hefur meira en tvöfaldast. Nú býr nær helmingur félagsmanna í leiguhúsnæði og á litla sem enga möguleika á að komast í eigin íbúð. Þessar afleitu aðstæður Eflingarfólks á höfuðborgarsvæðinu eru ástæðan fyrir því að Efling þarf nú öðruvísi kjarasamning og alvöru uppbót til að glíma við húsnæðiskostnaðinn. Þó nýlegur samningur Starfsgreinasambandsins (SGS) geti dugað fyrir verkafólk á landsbyggðinni, vegna lægri húsnæðiskostnaðar þar, þá dugar hann engan veginn á höfuðborgarsvæðinu. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd sem sýnir afkomuna fyrir fullvinnandi einhleypan einstakling sem býr í "ódýru" 50 fm leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og er á meðallaunum skv. SGS launatöflunni. Einstaklingur í þessari stöðu þarf að bæta við sig verulegri aukavinnu til að ná endum saman, því hærri skattur og lægri leigubætur éta upp of stóran hluta aukavinnuteknanna. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa kallað þessa kröfu Eflingar "ógeðfelldan dilkadrátt", þ.e. að fara fram á meira en SGS-félögin sömdu um. En fyrir því eru sterk rök, bæði þau sem hér hafa verið rakin og reyndar mörg fleiri. Raunverulegi dilkadrátturinn átti sér stað þegar húsnæðiskostnaðurinn á höfuðborgarsvæðinu fór úr öllum böndum og lenti með mestum þunga á félagsfólki Eflingar. Ef Efling væri ekki að þrýsta á um betri kjör nú væri hún að bregðast félagsmönnum sínum. Þetta hljóta allir að skilja og styðja - nema þeir sem tala fyrir hönd samtaka atvinnurekenda (SA). Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar