Íslenskt símanúmer spilaði lykilþátt í hvarfi 14 ára spænskrar stúlku Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. janúar 2023 21:10 Spænska lögreglan hafði samband við ríkislögreglustjóra vegna íslensks símanúmer sem kom upp við rannsókn málsins. Getty Óskað var eftir aðstoð íslenskra lögregluyfirvalda í tengslum við hvarf 14 ára unglingsstúlku í Almería á Spáni í síðustu viku. Stúlkan fannst eftir að hafa verið týnd í fjóra daga og var í fylgd með 19 ára konu sem grunuð er um að hafa ætlað að fara með stúlkuna úr landi. Fjölmargir spænskir héraðsfréttamiðlar hafa greint frá málinu, þar á meðal Ondacero, Viva Cádiz,Diario Sur og Almería 360. Málið er sagt hafa vakið mikinn óhug í samfélaginu. Fram kemur að konan, sem sögð er vera pólsk, og stúlkan hafi kynnst í gegnum tölvuleik á netinu fyrir rúmu ári. Stúlkan er búsett í smábænum Berja í Almería-héraði. Síðdegis þann 16. janúar síðastliðinn hafði móðir stúlkunnar samband við lögreglu, eftir að skólayfirvöld tilkynntu henni að dóttir hennar hefði ekki mætt í skólann um morguninn. Rætt var við skólafélaga stúlkunnar sem sögðust halda að hún væri með „erlendri konu sem hún þekkti af netinu,“ þó svo að enginn gæti gefið nánari upplýsingar. Fundust á hóteli Við leit lögreglu í herbergi stúlkunnar fannst kveðjubréf sem hún hafði skrifað til fjölskyldu sinnar sem og tölvugögn sem sögð eru hafa haft „afgerandi áhrif“ á rannsókn málsins. Í kjölfarið var haft samband við lögregluyfirvöld á Íslandi og sett af stað aðgerð undir nafninu „KATLA.“ Um var að ræða samstarf á milli herlögreglunnar í Almería (Guardia Civil) og Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra á Íslandi. Fram kemur í spænskum fjölmiðlum að á „grundvelli alþjóðlegs lögreglusamstarfs við íslensk yfirvöld“ hafi ný gögn verið staðfest og lögð fram. Staðfestu þau gögn að hin 19 ára kona sem grunuð var um að tengjast hvarfi stúlkunnar hefði flogið út til Spánar og farið til Berja í þeim tilgangi að hitta stúlkuna og sannfæra hana um að koma með sér til Póllands. Þann 20. janúar síðastliðinn fann herlögreglan stúlkuna ásamt konunni á hótelherbergi í Malaga. Fram kemur að stúlkan hafi verið „í góðu ástandi.“ Konan var handtekin og stúlkan var flutt heim til fjölskyldu sinnar. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að „aðgerðir lögreglu, ásamt samstilltum aðgerðum og vernd réttarríkisins hafi gert ólögráða barni kleift að sameinast fjölskyldu sinni á ný og komið í veg fyrir að hún yrði numin úr landi.“ Konan sem var handtekin í tengslum við aðgerðina hefur verið kærð fyrir kynferðisbrot og fyrir að tæla barn. Á forræði spænskra yfirvalda Í skriflegu svari til Vísis segir Guðbrandur Guðbrandsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra hafi borist beiðni frá Spáni varðandi rétthafa á hugsanlegu íslensku símanúmeri. „Þeirri beiðni var svarað og afgreidd hjá Alþjóðadeild. Engin frekari beiðni um aðstoð hefur borist og er rannsókn málsins á forræði spænskra yfirvalda.“ Spánn Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Fjölmargir spænskir héraðsfréttamiðlar hafa greint frá málinu, þar á meðal Ondacero, Viva Cádiz,Diario Sur og Almería 360. Málið er sagt hafa vakið mikinn óhug í samfélaginu. Fram kemur að konan, sem sögð er vera pólsk, og stúlkan hafi kynnst í gegnum tölvuleik á netinu fyrir rúmu ári. Stúlkan er búsett í smábænum Berja í Almería-héraði. Síðdegis þann 16. janúar síðastliðinn hafði móðir stúlkunnar samband við lögreglu, eftir að skólayfirvöld tilkynntu henni að dóttir hennar hefði ekki mætt í skólann um morguninn. Rætt var við skólafélaga stúlkunnar sem sögðust halda að hún væri með „erlendri konu sem hún þekkti af netinu,“ þó svo að enginn gæti gefið nánari upplýsingar. Fundust á hóteli Við leit lögreglu í herbergi stúlkunnar fannst kveðjubréf sem hún hafði skrifað til fjölskyldu sinnar sem og tölvugögn sem sögð eru hafa haft „afgerandi áhrif“ á rannsókn málsins. Í kjölfarið var haft samband við lögregluyfirvöld á Íslandi og sett af stað aðgerð undir nafninu „KATLA.“ Um var að ræða samstarf á milli herlögreglunnar í Almería (Guardia Civil) og Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra á Íslandi. Fram kemur í spænskum fjölmiðlum að á „grundvelli alþjóðlegs lögreglusamstarfs við íslensk yfirvöld“ hafi ný gögn verið staðfest og lögð fram. Staðfestu þau gögn að hin 19 ára kona sem grunuð var um að tengjast hvarfi stúlkunnar hefði flogið út til Spánar og farið til Berja í þeim tilgangi að hitta stúlkuna og sannfæra hana um að koma með sér til Póllands. Þann 20. janúar síðastliðinn fann herlögreglan stúlkuna ásamt konunni á hótelherbergi í Malaga. Fram kemur að stúlkan hafi verið „í góðu ástandi.“ Konan var handtekin og stúlkan var flutt heim til fjölskyldu sinnar. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að „aðgerðir lögreglu, ásamt samstilltum aðgerðum og vernd réttarríkisins hafi gert ólögráða barni kleift að sameinast fjölskyldu sinni á ný og komið í veg fyrir að hún yrði numin úr landi.“ Konan sem var handtekin í tengslum við aðgerðina hefur verið kærð fyrir kynferðisbrot og fyrir að tæla barn. Á forræði spænskra yfirvalda Í skriflegu svari til Vísis segir Guðbrandur Guðbrandsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra hafi borist beiðni frá Spáni varðandi rétthafa á hugsanlegu íslensku símanúmeri. „Þeirri beiðni var svarað og afgreidd hjá Alþjóðadeild. Engin frekari beiðni um aðstoð hefur borist og er rannsókn málsins á forræði spænskra yfirvalda.“
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira