Allt sem við vitum um næsta stórmót strákanna okkar Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2023 08:00 Strákarnir okkar stóðu ekki undir væntingum í Svíþjóð en ætla sér eflaust stóra hluti á EM í Þýskalandi að ári. VÍSIR/VILHELM Það er aldrei langt í næsta verkefni hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta og nú þegar er ýmislegt vitað varðandi næsta stórmót þess, sem fram fer í Mekka handboltans. Það fyrsta sem við vitum er reyndar það að Ísland er ekki komið inn á næsta stórmót. Það er hins vegar bara tímaspursmál og líklegra er að Ísland leggist í eyði en að næsti janúar snúist ekki um þátttöku strákanna okkar á EM í Þýskalandi. Það er meira að segja búið að ákveða hvar Ísland spilar á mótinu, þó undankeppninni ljúki ekki fyrr en í vor. Ísland hóf undankeppnina á að vinna Ísrael og Eistland af miklu öryggi en mun svo berjast við Tékkland í tveimur leikjum í mars um efsta sæti síns undanriðils. Tvö liðanna komast upp úr riðlinum og liðið í 3. sæti mögulega einnig. Spila í München og Köln Ísland verður því alltaf með á EM næsta janúar og mun spila í C-riðli ásamt þremur öðrum liðum, og verður sá riðill spilaður í Ólympíuhöllinni í München. Tvö lið úr riðlinum komast svo áfram í milliriðil sem leikinn verður í annarri afar merkri höll, Lanxess Arena í Köln, þar sem úrslitin í Meistaradeild Evrópu hafa ráðist um árabil. Liðin tvö sem komast áfram úr C-riðli í milliriðla munu spila við lið úr A- og B-riðli, en vitað er að gestgjafar Þýskalands verða í A-riðli og Króatía í B-riðli. Svona er dagskráin í riðlakeppni EM 2024. Eins og sjá má er reiknað með Íslandi í C-riðli.EHF Lausir við Danmörku, Svíþjóð og Noreg Einnig er vitað að Noregur verður í D-riðli, Svíþjóð í E-riðli og Danmörk í F-riðli, svo að Ísland mætir engu þessara þriggja liða nema mögulega í undanúrslitum eða leik um 5. sæti. Danir munu hins vegar líkt og Íslendingar spila í Ólympíuhöllinni í München, en liðin úr D-, E, og F-riðli fara í milliriðil í Hamburg. Alls spila 24 þjóðir á EM í Þýskalandi. Þó að ekki sé ljóst hvaða þjóðir Ísland mun spila við er ljóst hvaða daga Ísland mun spila, bæði í C-riðlinum og svo í milliriðli komist liðið þangað. Leikdagar Íslands á EM: Föstudagur, 12. janúar í München Sunnudagur 14. janúar í München Þriðjudagur 16. janúar í München Fimmtudagur 18. janúar í Köln Laugardagur 20. janúar í Köln Mánudagur 22. janúar í Köln Miðvikudagur 24. janúar í Köln *Leikirnir í Köln aðeins ef Ísland kemst í milliriðil. Möguleikinn á ÓL í París Það er einnig vert að geta þess að árangur á EM skiptir núna einnig sköpum fyrir Ísland varðandi möguleikana á að komast á Ólympíuleikana í París 2024, eftir að árangurinn á HM dugði liðinu ekki til að ná sæti í tólf liða undankeppni ÓL. Á EM verða í boði tvö sæti í undankeppni Ólympíuleikanna, auk þess sem Evrópumeistararnir fá öruggt sæti á leikunum (Ef Frakkar, sem gestgjafar ÓL, og/eða verðandi heimsmeistarar vinna EM fær silfurlið EM, eða mögulega bronslið EM, þetta örugga sæti sem í boði er á ÓL). Sætin tvö í undankeppni ÓL fara til liða sem ekki eru þegar örugg um sæti á leikunum eða í undankeppninni. Ísland verður því væntanlega í keppni um þau tvö sæti við þær Evrópuþjóðir sem ekki enduðu í hópi 9-10 efstu þjóða á HM í ár, um að enda sem efst á EM. Sú keppni gæti þannig verið við Portúgal, Pólland, Serbíu, Holland, Svartfjallaland og fleiri þjóðir. Til dæmis dugði Portúgal að enda í 6. sæti á EM 2020 til að komast í undankeppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Í undankeppninni eru svo jafnan ágætir möguleikar á að komast á leikana, en þar er leikið í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö á leikana úr hverjum riðli. Undankeppnin fyrir ÓL í París fer fram 11.-17. mars á næsta ári. Nánari útskýringar má sjá hér að neðan. Handbolti karla á ÓL 2024 Tólf landslið leika í handbolta karla á Ólympíuleikunum í París 2024. Gestgjafar Frakklands, heimsmeistararnir í ár og fjórir álfumeistarar fá samtals sex örugg sæti. Vinni Frakkar HM eða EM fá silfurlið mótanna öruggt sæti á ÓL. Eftir standa sex sæti sem spilað er um í þremur fjögurra liða riðlum í undankeppni ÓL sem fram fer 11.-17. mars 2024. Í undankeppnina komast sex efstu liðin frá HM sem ekki ná inn á ÓL með öðrum leiðum (með því að vera gestgjafar eða álfumeistarar). Við bætast tvö lið með bestan árangur af EM (sem ekki hafa þegar náð sæti á ÓL eða í undankeppni ÓL) og fjögur lið í viðbót frá öðrum álfum. Í undankeppninni er spilað í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö lið úr hverjum riðli áfram á ÓL. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Það fyrsta sem við vitum er reyndar það að Ísland er ekki komið inn á næsta stórmót. Það er hins vegar bara tímaspursmál og líklegra er að Ísland leggist í eyði en að næsti janúar snúist ekki um þátttöku strákanna okkar á EM í Þýskalandi. Það er meira að segja búið að ákveða hvar Ísland spilar á mótinu, þó undankeppninni ljúki ekki fyrr en í vor. Ísland hóf undankeppnina á að vinna Ísrael og Eistland af miklu öryggi en mun svo berjast við Tékkland í tveimur leikjum í mars um efsta sæti síns undanriðils. Tvö liðanna komast upp úr riðlinum og liðið í 3. sæti mögulega einnig. Spila í München og Köln Ísland verður því alltaf með á EM næsta janúar og mun spila í C-riðli ásamt þremur öðrum liðum, og verður sá riðill spilaður í Ólympíuhöllinni í München. Tvö lið úr riðlinum komast svo áfram í milliriðil sem leikinn verður í annarri afar merkri höll, Lanxess Arena í Köln, þar sem úrslitin í Meistaradeild Evrópu hafa ráðist um árabil. Liðin tvö sem komast áfram úr C-riðli í milliriðla munu spila við lið úr A- og B-riðli, en vitað er að gestgjafar Þýskalands verða í A-riðli og Króatía í B-riðli. Svona er dagskráin í riðlakeppni EM 2024. Eins og sjá má er reiknað með Íslandi í C-riðli.EHF Lausir við Danmörku, Svíþjóð og Noreg Einnig er vitað að Noregur verður í D-riðli, Svíþjóð í E-riðli og Danmörk í F-riðli, svo að Ísland mætir engu þessara þriggja liða nema mögulega í undanúrslitum eða leik um 5. sæti. Danir munu hins vegar líkt og Íslendingar spila í Ólympíuhöllinni í München, en liðin úr D-, E, og F-riðli fara í milliriðil í Hamburg. Alls spila 24 þjóðir á EM í Þýskalandi. Þó að ekki sé ljóst hvaða þjóðir Ísland mun spila við er ljóst hvaða daga Ísland mun spila, bæði í C-riðlinum og svo í milliriðli komist liðið þangað. Leikdagar Íslands á EM: Föstudagur, 12. janúar í München Sunnudagur 14. janúar í München Þriðjudagur 16. janúar í München Fimmtudagur 18. janúar í Köln Laugardagur 20. janúar í Köln Mánudagur 22. janúar í Köln Miðvikudagur 24. janúar í Köln *Leikirnir í Köln aðeins ef Ísland kemst í milliriðil. Möguleikinn á ÓL í París Það er einnig vert að geta þess að árangur á EM skiptir núna einnig sköpum fyrir Ísland varðandi möguleikana á að komast á Ólympíuleikana í París 2024, eftir að árangurinn á HM dugði liðinu ekki til að ná sæti í tólf liða undankeppni ÓL. Á EM verða í boði tvö sæti í undankeppni Ólympíuleikanna, auk þess sem Evrópumeistararnir fá öruggt sæti á leikunum (Ef Frakkar, sem gestgjafar ÓL, og/eða verðandi heimsmeistarar vinna EM fær silfurlið EM, eða mögulega bronslið EM, þetta örugga sæti sem í boði er á ÓL). Sætin tvö í undankeppni ÓL fara til liða sem ekki eru þegar örugg um sæti á leikunum eða í undankeppninni. Ísland verður því væntanlega í keppni um þau tvö sæti við þær Evrópuþjóðir sem ekki enduðu í hópi 9-10 efstu þjóða á HM í ár, um að enda sem efst á EM. Sú keppni gæti þannig verið við Portúgal, Pólland, Serbíu, Holland, Svartfjallaland og fleiri þjóðir. Til dæmis dugði Portúgal að enda í 6. sæti á EM 2020 til að komast í undankeppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Í undankeppninni eru svo jafnan ágætir möguleikar á að komast á leikana, en þar er leikið í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö á leikana úr hverjum riðli. Undankeppnin fyrir ÓL í París fer fram 11.-17. mars á næsta ári. Nánari útskýringar má sjá hér að neðan. Handbolti karla á ÓL 2024 Tólf landslið leika í handbolta karla á Ólympíuleikunum í París 2024. Gestgjafar Frakklands, heimsmeistararnir í ár og fjórir álfumeistarar fá samtals sex örugg sæti. Vinni Frakkar HM eða EM fá silfurlið mótanna öruggt sæti á ÓL. Eftir standa sex sæti sem spilað er um í þremur fjögurra liða riðlum í undankeppni ÓL sem fram fer 11.-17. mars 2024. Í undankeppnina komast sex efstu liðin frá HM sem ekki ná inn á ÓL með öðrum leiðum (með því að vera gestgjafar eða álfumeistarar). Við bætast tvö lið með bestan árangur af EM (sem ekki hafa þegar náð sæti á ÓL eða í undankeppni ÓL) og fjögur lið í viðbót frá öðrum álfum. Í undankeppninni er spilað í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö lið úr hverjum riðli áfram á ÓL.
Leikdagar Íslands á EM: Föstudagur, 12. janúar í München Sunnudagur 14. janúar í München Þriðjudagur 16. janúar í München Fimmtudagur 18. janúar í Köln Laugardagur 20. janúar í Köln Mánudagur 22. janúar í Köln Miðvikudagur 24. janúar í Köln *Leikirnir í Köln aðeins ef Ísland kemst í milliriðil.
Handbolti karla á ÓL 2024 Tólf landslið leika í handbolta karla á Ólympíuleikunum í París 2024. Gestgjafar Frakklands, heimsmeistararnir í ár og fjórir álfumeistarar fá samtals sex örugg sæti. Vinni Frakkar HM eða EM fá silfurlið mótanna öruggt sæti á ÓL. Eftir standa sex sæti sem spilað er um í þremur fjögurra liða riðlum í undankeppni ÓL sem fram fer 11.-17. mars 2024. Í undankeppnina komast sex efstu liðin frá HM sem ekki ná inn á ÓL með öðrum leiðum (með því að vera gestgjafar eða álfumeistarar). Við bætast tvö lið með bestan árangur af EM (sem ekki hafa þegar náð sæti á ÓL eða í undankeppni ÓL) og fjögur lið í viðbót frá öðrum álfum. Í undankeppninni er spilað í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö lið úr hverjum riðli áfram á ÓL.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira