Bara útlendingafrumvarp á dagskrá: „Alveg ljóst að margir hyggjast taka til máls“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2023 12:01 Birgir Ármansson forseti Alþingis vísir/VIlhelm Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er eina málið á dagskrá á fyrsta þingfundi ársins í dag og forseti Alþingis gerir jafnvel ráð fyrir að þannig verði það áfram í vikunni. Það stefnir í mikil átök en þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa sagt að frumvarpið megi ekki samþykkja óbreytt. Þingfundum var frestað 16. desember fyrir jól og því er meira en mánuður síðan Alþingi kom síðast saman. Fyrsta og eina mál á dagskrá í dag, fyrir utan óundirbúinn fyrirspurnartíma, er útlendingafrumvarpið. Miðað við það sem á undan er gengið reiknar Birgir Ármansson, forseti Alþingis, með löngum umræðum. Hann segir þurfa að koma í ljós hvort þetta verði eina málið á dagskrá í fleiri daga. „Við verðum að sjá þetta frá degi til dags en það er alveg ljóst að það eru margir sem hyggjast taka til máls í þessu,“ segir Birgir. Þetta er líklega hárrétt metið hjá forseta Alþingis þar sem þingmenn Samfylkingar hafa meðal annars sagt að frumvarpinu megi ekki hleypa óbreyttu í gegn og til dæmis talið að ákvæði sem felur í sér að réttur hælisleitenda til ýmissar grunnþjónustu fellur niður þrjátíu dögum eftir synjun feli í sér mannréttindabrot. Þá fóru Píratar í málþóf fyrir jól til að koma frumvarpinu af dagskrá. Ekki er því óvarlegt að gera ráð fyrir löngum þingfundum á næstunni. En Birgir segir fleiri stór mál á dagskrá, sem ýmist er búið að afgreiða úr nefndum eða á lokametrunum þar. „Eins og tillaga forsætisráðherra um breytingar á þjóðaröyggisstefnu. Og þegar líður á vorið geri ég ráð fyrir að efnahagsumræðan verði stærri hluti af þessu. Það kemur alltaf hér á vorin inn tillaga um breytingar ár fjármálaáætlun og þá er tekist á um meginlínur í sambandi við ríkisfjármálin og efnahagsstjórn.“ Fyrir jól hafi málin þróast þannig að töluvert af stjórnarfrumvörpum hafi enn beðið fyrstu umræðu fyrir þinghlé. Nú sé unnið að því að koma öllu á dagskrá á góðum tíma. „Eins og jafnan reynum við að dreifa álaginu þannig að það safnist ekki allt saman á síðustu vikum vorsins. Þannig að við sem erum að skipuleggja störf þingsins erum að reyna passa upp á að mál komi nægilega snemma fram til að þau fái viðhlítandi umfjöllun,“ segir Birgir. Alþingi Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Þingfundum var frestað 16. desember fyrir jól og því er meira en mánuður síðan Alþingi kom síðast saman. Fyrsta og eina mál á dagskrá í dag, fyrir utan óundirbúinn fyrirspurnartíma, er útlendingafrumvarpið. Miðað við það sem á undan er gengið reiknar Birgir Ármansson, forseti Alþingis, með löngum umræðum. Hann segir þurfa að koma í ljós hvort þetta verði eina málið á dagskrá í fleiri daga. „Við verðum að sjá þetta frá degi til dags en það er alveg ljóst að það eru margir sem hyggjast taka til máls í þessu,“ segir Birgir. Þetta er líklega hárrétt metið hjá forseta Alþingis þar sem þingmenn Samfylkingar hafa meðal annars sagt að frumvarpinu megi ekki hleypa óbreyttu í gegn og til dæmis talið að ákvæði sem felur í sér að réttur hælisleitenda til ýmissar grunnþjónustu fellur niður þrjátíu dögum eftir synjun feli í sér mannréttindabrot. Þá fóru Píratar í málþóf fyrir jól til að koma frumvarpinu af dagskrá. Ekki er því óvarlegt að gera ráð fyrir löngum þingfundum á næstunni. En Birgir segir fleiri stór mál á dagskrá, sem ýmist er búið að afgreiða úr nefndum eða á lokametrunum þar. „Eins og tillaga forsætisráðherra um breytingar á þjóðaröyggisstefnu. Og þegar líður á vorið geri ég ráð fyrir að efnahagsumræðan verði stærri hluti af þessu. Það kemur alltaf hér á vorin inn tillaga um breytingar ár fjármálaáætlun og þá er tekist á um meginlínur í sambandi við ríkisfjármálin og efnahagsstjórn.“ Fyrir jól hafi málin þróast þannig að töluvert af stjórnarfrumvörpum hafi enn beðið fyrstu umræðu fyrir þinghlé. Nú sé unnið að því að koma öllu á dagskrá á góðum tíma. „Eins og jafnan reynum við að dreifa álaginu þannig að það safnist ekki allt saman á síðustu vikum vorsins. Þannig að við sem erum að skipuleggja störf þingsins erum að reyna passa upp á að mál komi nægilega snemma fram til að þau fái viðhlítandi umfjöllun,“ segir Birgir.
Alþingi Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira