Mæðgur spiluðu saman í efstu deild og voru tvær markahæstar í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2023 10:01 Mæðgurnar Kristín Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir skoruðu tíu mörk saman á móti Val um helgina. Vísir/Ívar Fannar Mæðgurnar Kristín Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir spiluðu saman með HK í Olís deild kvenna í handbolta í leik á móti Val um helgina. Embla var markahæst i HK-liðinu með sjö mörk en Kristín skoraði þrjú mörk. Embla er nýorðin sautján ára en móðir hennar er enn að spila í efstu deild 44 ára gömul. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við handboltamæðgurnar í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Kristín er mikill reynslubolti sem vann allt hér á landi með gullaldarliði Vals en hún hélt að hún hefði spilað sinn síðasta leik á ferlinum í maí 2021. Að spila sitt 29. tímabil í meistaraflokki „Ég setti skóna aldrei á hilluna og þetta var alltaf kannski. Nú ætlaði ég alls ekki að vera með og var alls ekki búin að vera gera neitt eða hlaupa neitt fyrr en í október. Þá fór ég að koma aðeins inn á æfingar hjá þeim,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir. Hún er núna að spila sitt 29. tímabil í meistaraflokki. „Þetta er alltaf gaman því þetta er það skemmtilegast sem maður gerir og ég er búin að gera þetta í þrjátíu og eitthvað ár. Nú þurftu þær aðeins að tjasla saman í lið og ná í nokkra varamenn á bekknum og þar var ég,“ sagði Kristín. Geggjað að spila í Olís deildinni með mömmu Það hefur vantað leikmenn og þá sérstaklega reynslumikla leikmenn í ungt lið HK. Hvernig er það fyrir hana sautján ára gömlu Emblu að hafa mömmu alltaf með á æfingum? „Mér finnst það geggjað að fá að spila í Olís deildinni með mömmu,“ sagði Embla Steindórsdóttir. „Mér finnst það geggjað en ég verð að passa mig á því að ég fer alltaf að gera allt fyrir hana til að láta hana líta út sem best. Við eigum rosalega vel saman á vellinum og ég verð alltaf pirruðu ef ég fer inn á völlinn á sama tíma og hún er tekin út af. Við pössum best saman,“ sagði Kristín. „Já við náum mjög vel saman. Maður treystir henni vel og ég kem alltaf öðruvísi á boltann því ég veit hvað hún getur gert. Ég treysti henni,“ sagði Embla og er sambandið líka svona gott heima. „Já svona oftast,“ sagði Embla hlæjandi. Fékk tár í augun Þær náðu að spila saman vorið 2021 þegar Embla var fimmtán ára. Þær bjuggust ekki við að vera spila enn saman tæpum tveimur árum síðar. „Ég er ekki viss um að þú finnir þetta einhvers staðar,“ sagði Kristín sem minnist þessa leiks vorið 2021. Embla var þá ekkert mikið með meistaraflokki enda bara fimmtán ára. Hún fékk að koma inn í lokaleikinn. „Ég átti bara erfitt með mig, fékk tár í augun og allt þetta,“ sagði Kristín og það er ekki allar sem geta haft fyrirmynd inn á vellinum sem er líka mamma þeirra. „Það er ekki sjálfgefið,“ viðurkennir Embla en það má sjá viðtalið við mæðgurnar hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna HK Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira
Embla var markahæst i HK-liðinu með sjö mörk en Kristín skoraði þrjú mörk. Embla er nýorðin sautján ára en móðir hennar er enn að spila í efstu deild 44 ára gömul. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við handboltamæðgurnar í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Kristín er mikill reynslubolti sem vann allt hér á landi með gullaldarliði Vals en hún hélt að hún hefði spilað sinn síðasta leik á ferlinum í maí 2021. Að spila sitt 29. tímabil í meistaraflokki „Ég setti skóna aldrei á hilluna og þetta var alltaf kannski. Nú ætlaði ég alls ekki að vera með og var alls ekki búin að vera gera neitt eða hlaupa neitt fyrr en í október. Þá fór ég að koma aðeins inn á æfingar hjá þeim,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir. Hún er núna að spila sitt 29. tímabil í meistaraflokki. „Þetta er alltaf gaman því þetta er það skemmtilegast sem maður gerir og ég er búin að gera þetta í þrjátíu og eitthvað ár. Nú þurftu þær aðeins að tjasla saman í lið og ná í nokkra varamenn á bekknum og þar var ég,“ sagði Kristín. Geggjað að spila í Olís deildinni með mömmu Það hefur vantað leikmenn og þá sérstaklega reynslumikla leikmenn í ungt lið HK. Hvernig er það fyrir hana sautján ára gömlu Emblu að hafa mömmu alltaf með á æfingum? „Mér finnst það geggjað að fá að spila í Olís deildinni með mömmu,“ sagði Embla Steindórsdóttir. „Mér finnst það geggjað en ég verð að passa mig á því að ég fer alltaf að gera allt fyrir hana til að láta hana líta út sem best. Við eigum rosalega vel saman á vellinum og ég verð alltaf pirruðu ef ég fer inn á völlinn á sama tíma og hún er tekin út af. Við pössum best saman,“ sagði Kristín. „Já við náum mjög vel saman. Maður treystir henni vel og ég kem alltaf öðruvísi á boltann því ég veit hvað hún getur gert. Ég treysti henni,“ sagði Embla og er sambandið líka svona gott heima. „Já svona oftast,“ sagði Embla hlæjandi. Fékk tár í augun Þær náðu að spila saman vorið 2021 þegar Embla var fimmtán ára. Þær bjuggust ekki við að vera spila enn saman tæpum tveimur árum síðar. „Ég er ekki viss um að þú finnir þetta einhvers staðar,“ sagði Kristín sem minnist þessa leiks vorið 2021. Embla var þá ekkert mikið með meistaraflokki enda bara fimmtán ára. Hún fékk að koma inn í lokaleikinn. „Ég átti bara erfitt með mig, fékk tár í augun og allt þetta,“ sagði Kristín og það er ekki allar sem geta haft fyrirmynd inn á vellinum sem er líka mamma þeirra. „Það er ekki sjálfgefið,“ viðurkennir Embla en það má sjá viðtalið við mæðgurnar hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna HK Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira