Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2. Stöð 2

Móðir barns í Fossvogsskóla segir foreldra langþreytta á ítrekuðum vandamálum sem komið hafa upp í skólanum síðustu misseri, nú síðast þegar gríðarlegur leki varð í glænýju þaki skólans. Borgin vinni á hraða snigilsins, sem sé óásættanlegt. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum á slaginu 18:30. 

Þá sýnum við myndir frá því þegar Stóra-Laxá ruddist fram og rauf stíflu síðdegis í dag. Ný brú yfir ána bjargaðist, þökk sé framkvæmdum á fimmtudag þegar Skeiða- og Hrunamannavegur var rofinn einmitt til að komast hjá skemmdum við þessar aðstæður. 

Við fjöllum einnig um nýjustu vendingar í Úkraínu en Úkraínumenn kalla í örvæntingu eftir nýjum skriðdrekum og saka Vesturlönd um lífshættulega tregðu til vopnaflutninga. 

Íslenskt samfélag hefur gerbreyst frá því samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tók gildi fyrir tæplega þrjátíu árum og með auknum hraða síðasta áratuginn. Fyrir gildistökuna voru erlendir íbúar aðeins um þrjú prósent þjóðarinnar en eru nú um sautján prósent.

Þá heimsækjum við merkilegt safn á Grundarfirði og verðum í beinni útsendingu frá tónleikunum Eyjanótt í Hörpu, sem haldnir eru í tilefni af því að hálf öld er frá eldgosinu örlagaríka í Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×