Skýrsla Henrys: Séra Palicka sá um útför íslenska liðsins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. janúar 2023 23:01 Það var ekki nóg að rífa treyjur sænska liðsins í kvöld. vísir/vilhelm Draumur íslenska liðsins á HM varð að martröð í kvöld. Tap gegn Svíum og ballinu í raun lokið í Svíþjóð. Það eru gríðarleg vonbrigði. Svíagrýlan er víst ekki alveg dauð eftir allt saman. Slæm tíðindi bárust rétt fyrir leik að Aron Pálmarsson gæti ekki spilað vegna meiðsla. Ómar Ingi Magnússon byrjaði en kom svo ekki aftur við sögu vegna meiðsla. Þung högg. Þrátt fyrir það spilaði liðið nokkuð vel. Kom sér nánast alltaf í færi og leiddi um tíma í fyrri hálfleik. Þá héldu flestir að það væri eitthvað stórkostlegt að gerast. Því miður voru þær væntingar byggðar á sandi eins og alþjóð veit. Það er ekki nóg að skapa færi. Það þarf að nýta þau líka. Það gekk illa. Það er orðið langt síðan sænskur markvörður lék liðið grátt en sá gamli draugur lét á sér kræla í dag. Andreas Palicka var algjörlega stórkostlegur. Með fáranlega varða bolta. Algjörlega óþolandi að sjá sænskan markvörð jarða okkur á nýjan leik. Strákarnir skildu allt eftir á gólfinu en þegar upp var staðið var það einfaldlega ekki nóg. Þeir skutu sig fast í fótinn með því að klúðra öllum þessum dauðafærum. Þegar miðjuskot klikkaði hjá Elliða vissi þjóðin að þetta yrði ekki okkar kvöld. Gísli Þorgeir bar liðið á herðum sér allan leikinn. Lygileg frammistaða hjá þessum einstaka leikmanni. Bjarki Már Elísson var síðan sá eini sem virtist kunna leiðina fram hjá Palicka. Donni átti flotta innkomu og hefði mátt spila meira. Aðrar skyttur voru á köflum allt of ragar og komu með lítið að borðinu. Þetta mót tapaðist ekki í Scandinavium í kvöld. Það var átján mínútna martröðin í Kristianstad Arena gegn Ungverjum sem verður liðinu að falli. Þar féll Guðmundur á prófinu með því að grípa ekki í taumana þegar bálið logaði. Hann kom á mótið með leikáætlun sem átti að skila liðinu áfram. Hún gekk ekki upp og hann verður að axla ábyrgð á því. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Sjá meira
Slæm tíðindi bárust rétt fyrir leik að Aron Pálmarsson gæti ekki spilað vegna meiðsla. Ómar Ingi Magnússon byrjaði en kom svo ekki aftur við sögu vegna meiðsla. Þung högg. Þrátt fyrir það spilaði liðið nokkuð vel. Kom sér nánast alltaf í færi og leiddi um tíma í fyrri hálfleik. Þá héldu flestir að það væri eitthvað stórkostlegt að gerast. Því miður voru þær væntingar byggðar á sandi eins og alþjóð veit. Það er ekki nóg að skapa færi. Það þarf að nýta þau líka. Það gekk illa. Það er orðið langt síðan sænskur markvörður lék liðið grátt en sá gamli draugur lét á sér kræla í dag. Andreas Palicka var algjörlega stórkostlegur. Með fáranlega varða bolta. Algjörlega óþolandi að sjá sænskan markvörð jarða okkur á nýjan leik. Strákarnir skildu allt eftir á gólfinu en þegar upp var staðið var það einfaldlega ekki nóg. Þeir skutu sig fast í fótinn með því að klúðra öllum þessum dauðafærum. Þegar miðjuskot klikkaði hjá Elliða vissi þjóðin að þetta yrði ekki okkar kvöld. Gísli Þorgeir bar liðið á herðum sér allan leikinn. Lygileg frammistaða hjá þessum einstaka leikmanni. Bjarki Már Elísson var síðan sá eini sem virtist kunna leiðina fram hjá Palicka. Donni átti flotta innkomu og hefði mátt spila meira. Aðrar skyttur voru á köflum allt of ragar og komu með lítið að borðinu. Þetta mót tapaðist ekki í Scandinavium í kvöld. Það var átján mínútna martröðin í Kristianstad Arena gegn Ungverjum sem verður liðinu að falli. Þar féll Guðmundur á prófinu með því að grípa ekki í taumana þegar bálið logaði. Hann kom á mótið með leikáætlun sem átti að skila liðinu áfram. Hún gekk ekki upp og hann verður að axla ábyrgð á því.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Sjá meira