Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Flóðaástand skapaðist víðs vegar um borgina í dag og slökkvilið hafði í nógu að snúast. Vegalokanir settu svip sinn á daginn og öllu innanlandsflugi var aflýst. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við sjáum myndir frá deginum og heyrum í nemendum Fossvogsskóla, sem voru sendir heim vegna leka í glænýju þaki. Þá tökum við einnig stöðuna á Suðurlandi þar sem mikill viðbúnaður var vegna mögulegra flóða.

Launakjör verkafólks á Akureyri eru hærri en í Reykjavík samkvæmt könnunum. Sérfræðingur hjá Eflingu segir kröfur um sérstaka framfærsluuppbót meira en sanngjarnar í ljósi hærri húsnæðiskostnaðar á höfuðborgarsvæðinu. Kjaradeila félagsins við Samtök atvinnulífsins er enn í hnút en deiluaðilar hafa verið boðaðir á fund ríkissáttasemjara eftir helgi.

Við heyrum einnig í ferðamönnum sem festust í skíðalyftu á Akureyri í dag, hittum leikskólabörn sem smökkuðu þorramat og verðum í beinni frá stemningunni í Gautaborg fyrir leik íslenska landsliðsins gegn Svíum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×