Ölfusá er vatnsmesta á landsins. Áin hefur verið meira og minna öll ísilögð í frostinu á nýju ári og klakastíflur myndast í ánni.

Almannavarnaráð Árborgar fundaði í vikunni vegna eðursins og starfsmenn könnuðu stöðuna á dælum í kringum Ölfusá á Selfossi.
Bíóhúsið hefur komið upp vefmyndavél á þaki sínu sem vísar yfir Ölfusá. Vísir miðlar því streymi hér að neðan.
Þá hefur Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands í samstarfi við Blástein byggingarverktaka og EFLU sett upp vefmyndavélar á þak Kaupfélagshússins á Selfossi. Þær má sjá að neðan.
Vefmyndavél upp ána.
Vefmyndavél niður ána.