Segir kuldatíðinni lokið, umskiptin snörp og hvetur fólk til að fara varlega Ellen Geirsdóttir Håkansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 19. janúar 2023 20:38 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Stöð 2/Sigurjón Ólason Mikil hláka er væntanleg í fyrramálið og hafa Veðurstofan, Almannavarnir og Vegagerðin varað við færð, flóðum, hálku og stormi. Fréttamaður okkar, Elísabet Inga Sigurðardóttir ræddi við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing um veðrið, lok kuldatíðarinnar og næsta sólarhringinn. Er þessari kuldatíð hér með lokið? „Ja, það má eiginlega segja það. Þar sem við stöndum hérna núna, þá er bú bara frostið tvö stig og það er aðeins farið að blása. Maður finnur að hlýja loftið eða milda loftið, það er að éta sig hérna og vinna sig niður. Þannig að það er útlit fyrir bara mjög snörp umskipti og það strax til morguns hér suðvestanlands. Það byrjar að blása í kvöld og snjóa í nótt og svo fer þetta yfir í slyddu og rigningu og það er verið að gera ráð fyrir því að það verði ansi hvasst svona í kringum fótaferðartíma í fyrramálið, veðrið verði í hámarki milli sex og níu hér suðvestanlands,“ segir Einar. Þá segir hann kviður mögulegar við Kjalarnes og undir Hafnarfjalli og hvetur fólk sem á leið þar hjá til þess að fara varlega. „Eins líka þeir sem þurfa að leggja Hellisheiðina í fyrramálið, að það sé klárt að það sé kominn þýða og allt sé sé opið og greitt. Það sem þarf helst að varast í fyrramálið og á morgun er hálkan á klakabunkunum að fólk fari varlega og misstigi sig ekki. Það er nú svona það helsta og síðan gerum við ráð fyrir því að hérna seinni partinn að þá verði ansi vænar hitatölur, sjö til tíu stiga hiti og jafnvel tíu til tólf fyrir norðan.“ Þetta eru svolítið snörp skipti? „Þetta eru snögg umskipti. Maður hefur svo sem séð þau áður en maður hefði gjarnan viljað, eftir svona langan kuldatíma að hlákan, sem er nú kærkomin, hefði gerst heldur rólegra. Það hefði verið hægara og ljúfara yfirbragð yfir en má segja að verði núna,“ segir Einar að lokum. Viðtalið við Einar má sjá í spilaranum hér að ofan en það hefst á 02:14. Veður Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Fréttamaður okkar, Elísabet Inga Sigurðardóttir ræddi við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing um veðrið, lok kuldatíðarinnar og næsta sólarhringinn. Er þessari kuldatíð hér með lokið? „Ja, það má eiginlega segja það. Þar sem við stöndum hérna núna, þá er bú bara frostið tvö stig og það er aðeins farið að blása. Maður finnur að hlýja loftið eða milda loftið, það er að éta sig hérna og vinna sig niður. Þannig að það er útlit fyrir bara mjög snörp umskipti og það strax til morguns hér suðvestanlands. Það byrjar að blása í kvöld og snjóa í nótt og svo fer þetta yfir í slyddu og rigningu og það er verið að gera ráð fyrir því að það verði ansi hvasst svona í kringum fótaferðartíma í fyrramálið, veðrið verði í hámarki milli sex og níu hér suðvestanlands,“ segir Einar. Þá segir hann kviður mögulegar við Kjalarnes og undir Hafnarfjalli og hvetur fólk sem á leið þar hjá til þess að fara varlega. „Eins líka þeir sem þurfa að leggja Hellisheiðina í fyrramálið, að það sé klárt að það sé kominn þýða og allt sé sé opið og greitt. Það sem þarf helst að varast í fyrramálið og á morgun er hálkan á klakabunkunum að fólk fari varlega og misstigi sig ekki. Það er nú svona það helsta og síðan gerum við ráð fyrir því að hérna seinni partinn að þá verði ansi vænar hitatölur, sjö til tíu stiga hiti og jafnvel tíu til tólf fyrir norðan.“ Þetta eru svolítið snörp skipti? „Þetta eru snögg umskipti. Maður hefur svo sem séð þau áður en maður hefði gjarnan viljað, eftir svona langan kuldatíma að hlákan, sem er nú kærkomin, hefði gerst heldur rólegra. Það hefði verið hægara og ljúfara yfirbragð yfir en má segja að verði núna,“ segir Einar að lokum. Viðtalið við Einar má sjá í spilaranum hér að ofan en það hefst á 02:14.
Veður Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira