Opinber tölfræðiskráning mótsins heldur um slíka tölfræði á þessu móti og þar sjást þessir yfirburðir svart á hvítu.
Íslenska liðið hefur fengið skráð fimmtán mörk í tómt mark á mótinu sem er sex mörkum meira en næsta lið sem er Spánn.
Það þarf því næstum því að helminga markafjölda íslenska liðsins í slíkum mörkum til að fara niður í þriðja sætið þar sem Slóvenía og Svíþjóð eru með sjö mörk hvor.
Elliði Snær Viðarsson hefur farið á kostum í bjúgskotum sínum frá miðlínunni og hann skoraði fjögur slík mörk í gær.
Í raun eru aðeins fimm þjóðir búnar að skora fleiri mörk í tómt mark heldur en Vestmanneyingurinn Elliði Snær.
Hér fyrir neðan má sjá tölfræði yfir mörk í tómt mark til þessa á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi.
- Flest mörk í tómt mark á HM 2023:
- (Samkvæmt opinberri tölfræði mótsins)
- 15 mörk - Ísland
- 9 mörk - Spánn
- 7 mörk - Slóvenía
- 7 mörk - Svíþjóð
- 6 mörk - Suður-Kórea
- 6 mörk - Frakkland
- 5 mörk - Brasilía
- 5 mörk - Danmörk
- 5 mökr - Holland
- 5 mörk - Úrúgvæ
-
-
Flest mörk íslensku leikmannanna í tómt mark á HM 2023 - (Samkvæmt opinberri tölfræði mótsins)
- 5 mörk - Elliði Snær Viðarsson
- 4 mörk - Björgvin Páll Gústavsson
- 3 mörk - Sigvaldi Guðjónsson
- 2 mörk - Óðinn Þór Ríkharðsson
- 1 mark - Bjarki Már Elísson