Dómsmálaráðherra um rafbyssur: „Við búum því miður bara við breyttan veruleika“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. janúar 2023 23:24 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segist ekki sjá mun á tilraunaverkefni og að heimila lögreglu að nota rafvarnavopn. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi. Dómsmálaráðherra ræddi meðal annars svarta skýrslu Ríkisendurskoðunarmál, innflytjendafrumvarpið og rafvopnavæðingu lögreglu í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort hann hafi kynnt sér skýrslu Ríkisendurskoðunar sem varpi ljósi á það að margir sem séu dæmdir fyrir skattsvik komist undan því að greiða sektir svarar hann því játandi. Hann segir skýrsluna fyrst hafa komið út árið 2019 og þá hafi strax hafist vinna við það að fjölga rýmum til refsivistar vegna brota sem þessara. Sú fjölgun sem hafi staðið til hafi ekki gengið vegna vanfjármögnunar fangelsa og nú sé horft til lagabreytinga. „Mjög mikilvægur áfangi sem náðist við fjárlagagerðina í lok síðasta árs þar sem við fengum umtalsverða auknar heimildir í fangelsismálum sem gera okkur kleift að fullnýta fangelsin og vera með fulla starfsemi á þessu ári. Það var auðvitað orðið mjög bagalegt ástand. Við erum síðan í fangelsismálum að horfa til framtíðar um frekari uppbyggingu, bæði í opnum rýmum. [...] Hitt er svo annað, það eru mörg atriði þarf að taka tillit til í þessu. Þessar innheimtur ganga nú yfirleitt mjög illa vegna þess að mjög oft er um að ræða kannski eignalaust fólk sem eru ekki borgunarmenn fyrir þeim sektum sem koma fram og þá kemur auðvitað til þessara refsinga,“ segir Jón og bætir því við að það þurfi að skoða lagabreytingar sem leyfi afplánun í samfélagsverkefnum, til dæmis með ökklabönd. Þá segir hann mikilvægt að ná að framfylgja dómum. Viðtalið við ráðherra má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. En varðandi það, það er líka minnst á hérna að innleiða í lög að aðgerðir eins og launaafdrátt? „Þarna þurfum við þá að skoða málin mjög vel. Hversu langt á að ganga í því hvort á að halda fólki í slíku skuldafangelsi, kannski lunga af ævinni? Eða hvort að fólk á að eiga möguleika á að vinna sig aftur inn í samfélagið. Þetta er eitt af því sem til skoðunar í þeirri endurskoðun sem er núna undir hjá okkur,“ segir Jón. Löggjöfin veikburða í samanburði við aðrar þjóðir Yfir í önnur mál, eitt af þeim stóru málum sem náðist ekki að klára fyrir jól, það voru lög um útlendinga. Er eitthvað að frétta af þeim málum og því frumvarpi? „Já, já. Það er núna einhver umfjöllun um málið í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins núna á nefndadögum sem eru í þessari viku. Á mánudaginn á málið að vera á dagskrá, fyrsta og eina málið sem verður á dagskrá eftir helgina og þá til annarrar umræðu og ég geri bara ráð fyrir að þetta mál klárist núna í febrúar.“ Þá segir Jón stöðuna á útlendingamálum mjög alvarlega. Stjórnleysi ríki. „Það heldur áfram straumurinn til landsins af fólki og meðal annars vegna þess að okkar löggjöf, hún er veikburða í samanburði við löggjöf annarra landa, nágrannalanda okkar. Það var nú hér mikil umfjöllun til að mynda um flutning á fólki til Grikklands í desember eða nóvember. Þar var búið að leigja flugvél til að flytja þrjátíu og fimm manns sem höfðu fengið hér synjun á tveimur stjórnsýslustigum og átti að flytja til Grikklands. Þegar til kastanna kom að þá voru nú sextán af þessum þrjátíu og fimm farin í felur og fundust ekki og var þess vegna ekki hægt að framfylgja úrskurði um brottflutning,“ segir Jón. Hann bendir jafnframt á að oft fari þau sem eigi að vísa úr landi í felur og segir það benda til veikleika í íslensku kerfi að allir þeir sem vísað hafi verið úr landi séu komnir aftur. „Búnir að endurnýja umsóknir sínar og komnir á framfæri íslenskra skattborgara. Þetta svona eru í hnotskurn veikleikarnir sem við búum við í þessu. Þetta er auðvitað alveg ómöguleg staða. Hér er búið að fjalla um mál einstaklinga og þau fengið þá niðurstöðu eftir að hafa getað kært til æðra stjórnsýslustigs, fengið synjun þar líka. Verið með lögfræðilega ráðgjöf allan tímann. Þá er þetta fólk flutt brott af landi. Það fer ekki sjálfviljugt. Þó að það sé í ólögmætri dvöl, þá fer það ekki af sjálfviljugt og þá þarf að beita þvingunarúrræðum í því,“ segir Jón. Ná ekki að framfylgja úrskurðum Tekur nýja frumvarpið, eitthvað á þessum málum? „Að hluta til tekur það á þessum málum, já. Við erum líka að skoða bara þá framkvæmd og það vinnulag sem hefur verið viðhaft í þessu á undanförnum árum og erum að skoða mögulegar breytingar í þeim efnum. Vegna þess að við erum bara ekki að ná að framfylgja einu sinni þeirri niðurstöðu sem fæst í málið með þessu.“ Jón segir að til þess að koma í veg fyrir að fólk komi aftur til landsins eftir úrskurð væri fólki tilkynnt að það fengi ekki nýja málsmeðferð á þeim grundvelli að það sé nýbúið að vísa því úr landi. „Þú hefur fengið hér synjun á tveimur stjórnsýslustigum og það hefur ekkert breyst í þínum málum. Þú átt ekki erindi hingað aftur. Það er auðvitað þannig sem kerfið þarf að virka þannig að þessar niðurstöður sem koma að það sé þó hægt að framfylgja þeim eins og lögin gera ráð fyrir.“ Girðir nýja frumvarpið fyrir slíkt? „Að hluta til tekur það á þessum málum ásamt auðvitað öðrum og er jákvætt skref þó að það þurfi að mínu mati að stíga önnur og stærri skref. Við munum örugglega leggja fram annað frumvarp fljótlega um útlendingamál sem tekur kannski enn frekar á ákveðnum veikleikum. Það er mikilvægt að klára þetta mál en það er líka mikilvægt að við skoðum vinnulagið og grundvöllinn fyrir því hvernig við getum meðhöndlað mál eins og þessi,“ svarar Jón. Ertu sem sagt með tvö frumvörp í vinnslu? „Nei, nei, ég er með náttúrlega þetta mál núna undir. Ég er að segja að við munum þurfa að leggja fram í framhaldinu frekari breytingar á útlendingalöggjöfinni. Það er mitt mat.“ En í þessari atrennu, ertu bjartsýnn á að það náist sátt um þessar tillögur? „Nei, ég er alls ekki bjartsýnn á að það náist sátt en ég tel að það sé meirihluti fyrir því að afgreiða þetta mál eins og það er í dag og um það sátt milli meirihlutaflokkanna. Þótt vissulega séu, sérstaklega innan þingmannahóps Vinstri grænna, athugasemdir og fyrirvarar við málið, þá er ég mjög bjartsýnn á að þetta mál klárist núna í febrúar loksins,“ segir Jón. Rafvarnarvopnavæðing lögreglu engin skyndiákvörðun Það birtust fréttir um reglugerð heimild lögreglu til þess að nota rafbyssur og hún hafi verið samin og undirrituð af þér. Verða rafbyssur þá komnar til að vera? „Já, við gerum ráð fyrir því. Við köllum þetta reyndar rafvarnarvopn og það hefur verið mikið ákall eftir þessu frá bæði Landssambandi lögreglumanna, lögreglustjórum og lögreglunni almennt. Við búum því miður bara við breyttan veruleika í okkar samfélagi og það er auðvitað mikilvægt að við bregðumst við því með viðeigandi hætti,“ segir Jón. Hann nefnir einnig að það sé honum ofarlega í huga og starfi að tryggja öryggi löggæslufólks. Rafvopnavæðing sé stór þáttur í því. „Við erum því miður að horfa fram á mikla aukningu í slysatíðni meðal lögreglumanna vegna þeirra sem þeir eru að eiga við. Það fylgja því auðvitað slys á þeim sem er verið að eiga við hverju sinni líka. Við erum bara með þessi mál mjög ítrekuð á síðustu misserum og við þessu verður að bregðast.“ Þá segir Jón reynslu annarra þjóða af innleiðingu rafvarnarvopna vera góða. Hún dragi úr meiðslum lögregluþjóna í starfi um sjötíu prósent. Einnig dragi hún úr meiðslum hjá þeim sem lögregluþjónar eigi við, um fimmtíu prósent. „Reynslan er sú að það þarf mjög sjaldan að grípa til þessara vopna. Það er nóg að þau séu til staðar. Mér hefur fundist vera ákveðinn misskilningur í þessari umræðu af hálfu sumra sem telja að þarna séum við að kalla eftir frekari átökum og frekari vopnavæðingu. Það er alls ekki svo að mínu mati. Þetta kemur engan veginn í staðinn fyrir þá áherslu sem ég er að leggja á forvarnir að öðru leyti í afbrotum og þeirri vinnu sem þarf að fara af stað og þarf að ná niður í skólakerfinu,“ segir Jón. Strangar reglur þurfi að gilda og þjálfun mikilvæg En kom einhvern tímann til greina að hafa þetta sem tilraunaverkefni? Hún Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur var hérna í Bítinu bara rétt eftir áramót að tala um tveggja ára tilraunaverkefni í Noregi þar sem bæði borgarar og lögreglan venjast þessum nýja veruleika. „Já, já. Auðvitað geta menn alltaf afnumið þessa reglugerð eða gert breytingar á henni ef menn kjósa að gera svo í ljós einhverrar reynslu. En annaðhvort tökum við þetta í notkun eða ekki og ég sé ekki hver munurinn er í sjálfu sér á tilraunaverkefni eða bara af þeirri staðreynd að lögreglunni er heimilt að bera þessi vopn. Við munum gera ráðstafanir, auðvitað, sem að þegar er undirbúið og er í undirbúningi núna. Það verður gerð krafa um mikla þjálfun og þannig innleiddar mjög strangar reglur eins og gilda í dag um valdbeitingu lögreglu, þetta er bara hluti af því. Við munum fylgja því mjög stíft eftir.“ Hann segir ljóst að ekki muni allt lögreglulið fá þessi nýju vopn og þjálfun á einni nóttu. Innleiðingin muni ef til vill taka tólf til átján mánuði. Mikilvægt sé að hefjast handa en hann vonast til þess að vopnin verði komin að einhverju leyti í notkun þegar sumar fer að nálgast. Þetta er ekki óumdeilt og þetta er mikil breyting, það er talað um að það hefði þurft að ræða málin frekar? „Ég geri mér grein fyrir að þetta er umdeilt en umræðan hefur svo sem farið fram og það þarf ekki annað en að fletta fréttum á síðasta ári [til að sjá] að þá var þetta engin skyndiákvörðun af minni hálfu. Drjúgan hluta af síðasta ári, þá hefur þetta oft verið til umræðu og ég hef oft komið inn á það að þetta sé í undirbúningi í ráðuneytinu. Í skoðun, að við séum að skoða reynslu annarra þjóða, undirbúningurinn sé þannig í gangi af því að gefa út þessa reglugerð,“ segir Jón. Ekki á förum Þarf að ræða þetta betur í þinginu? „Ég er tilbúinn til að ræða þetta eins og allt annað í þinginu hvenær sem er.“ Þannig það er hægt að snúa þessu við, ef svo ber undir? „Það er alltaf ákvörðun á hverjum tíma hvort þú breytir þessari reglugerð aftur og hvort það verður í minni tíð sem dómsmálaráðherra eða einhvers annars. En undirbúningur okkar eru á fullu miðað við þessa reglugerð, bæði í að undirbúa og þjálfun og menntun lögreglumanna í þessu og og undirbúa kaupin á þessum tækjum,“ segir Jón. Þegar því er velt upp að Jón eigi mögulega lítinn tíma eftir í starfi og sé með mikið á sinni könnu segir hann það hafa verið nefnt. Það er mikið á þinni könnu en ef mér reiknast rétt áttu nú bara sirka einn og hálfan mánuð, eftir í starfi? „Ég hef ekki fengið nein skilaboð um það frá þeim sem því ráða. Það er auðvitað þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sem tekur á móti tillögu formanns um það hvenær verða ráðherraskipti í þessum flokki.“ Ert þú ekki að undirbúa brottför? „Ég er ekki að undirbúa hana, ég er bara að vinna mína vinnu.“ Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Rafbyssur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Dómsmálaráðherra ræddi meðal annars svarta skýrslu Ríkisendurskoðunarmál, innflytjendafrumvarpið og rafvopnavæðingu lögreglu í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort hann hafi kynnt sér skýrslu Ríkisendurskoðunar sem varpi ljósi á það að margir sem séu dæmdir fyrir skattsvik komist undan því að greiða sektir svarar hann því játandi. Hann segir skýrsluna fyrst hafa komið út árið 2019 og þá hafi strax hafist vinna við það að fjölga rýmum til refsivistar vegna brota sem þessara. Sú fjölgun sem hafi staðið til hafi ekki gengið vegna vanfjármögnunar fangelsa og nú sé horft til lagabreytinga. „Mjög mikilvægur áfangi sem náðist við fjárlagagerðina í lok síðasta árs þar sem við fengum umtalsverða auknar heimildir í fangelsismálum sem gera okkur kleift að fullnýta fangelsin og vera með fulla starfsemi á þessu ári. Það var auðvitað orðið mjög bagalegt ástand. Við erum síðan í fangelsismálum að horfa til framtíðar um frekari uppbyggingu, bæði í opnum rýmum. [...] Hitt er svo annað, það eru mörg atriði þarf að taka tillit til í þessu. Þessar innheimtur ganga nú yfirleitt mjög illa vegna þess að mjög oft er um að ræða kannski eignalaust fólk sem eru ekki borgunarmenn fyrir þeim sektum sem koma fram og þá kemur auðvitað til þessara refsinga,“ segir Jón og bætir því við að það þurfi að skoða lagabreytingar sem leyfi afplánun í samfélagsverkefnum, til dæmis með ökklabönd. Þá segir hann mikilvægt að ná að framfylgja dómum. Viðtalið við ráðherra má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. En varðandi það, það er líka minnst á hérna að innleiða í lög að aðgerðir eins og launaafdrátt? „Þarna þurfum við þá að skoða málin mjög vel. Hversu langt á að ganga í því hvort á að halda fólki í slíku skuldafangelsi, kannski lunga af ævinni? Eða hvort að fólk á að eiga möguleika á að vinna sig aftur inn í samfélagið. Þetta er eitt af því sem til skoðunar í þeirri endurskoðun sem er núna undir hjá okkur,“ segir Jón. Löggjöfin veikburða í samanburði við aðrar þjóðir Yfir í önnur mál, eitt af þeim stóru málum sem náðist ekki að klára fyrir jól, það voru lög um útlendinga. Er eitthvað að frétta af þeim málum og því frumvarpi? „Já, já. Það er núna einhver umfjöllun um málið í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins núna á nefndadögum sem eru í þessari viku. Á mánudaginn á málið að vera á dagskrá, fyrsta og eina málið sem verður á dagskrá eftir helgina og þá til annarrar umræðu og ég geri bara ráð fyrir að þetta mál klárist núna í febrúar.“ Þá segir Jón stöðuna á útlendingamálum mjög alvarlega. Stjórnleysi ríki. „Það heldur áfram straumurinn til landsins af fólki og meðal annars vegna þess að okkar löggjöf, hún er veikburða í samanburði við löggjöf annarra landa, nágrannalanda okkar. Það var nú hér mikil umfjöllun til að mynda um flutning á fólki til Grikklands í desember eða nóvember. Þar var búið að leigja flugvél til að flytja þrjátíu og fimm manns sem höfðu fengið hér synjun á tveimur stjórnsýslustigum og átti að flytja til Grikklands. Þegar til kastanna kom að þá voru nú sextán af þessum þrjátíu og fimm farin í felur og fundust ekki og var þess vegna ekki hægt að framfylgja úrskurði um brottflutning,“ segir Jón. Hann bendir jafnframt á að oft fari þau sem eigi að vísa úr landi í felur og segir það benda til veikleika í íslensku kerfi að allir þeir sem vísað hafi verið úr landi séu komnir aftur. „Búnir að endurnýja umsóknir sínar og komnir á framfæri íslenskra skattborgara. Þetta svona eru í hnotskurn veikleikarnir sem við búum við í þessu. Þetta er auðvitað alveg ómöguleg staða. Hér er búið að fjalla um mál einstaklinga og þau fengið þá niðurstöðu eftir að hafa getað kært til æðra stjórnsýslustigs, fengið synjun þar líka. Verið með lögfræðilega ráðgjöf allan tímann. Þá er þetta fólk flutt brott af landi. Það fer ekki sjálfviljugt. Þó að það sé í ólögmætri dvöl, þá fer það ekki af sjálfviljugt og þá þarf að beita þvingunarúrræðum í því,“ segir Jón. Ná ekki að framfylgja úrskurðum Tekur nýja frumvarpið, eitthvað á þessum málum? „Að hluta til tekur það á þessum málum, já. Við erum líka að skoða bara þá framkvæmd og það vinnulag sem hefur verið viðhaft í þessu á undanförnum árum og erum að skoða mögulegar breytingar í þeim efnum. Vegna þess að við erum bara ekki að ná að framfylgja einu sinni þeirri niðurstöðu sem fæst í málið með þessu.“ Jón segir að til þess að koma í veg fyrir að fólk komi aftur til landsins eftir úrskurð væri fólki tilkynnt að það fengi ekki nýja málsmeðferð á þeim grundvelli að það sé nýbúið að vísa því úr landi. „Þú hefur fengið hér synjun á tveimur stjórnsýslustigum og það hefur ekkert breyst í þínum málum. Þú átt ekki erindi hingað aftur. Það er auðvitað þannig sem kerfið þarf að virka þannig að þessar niðurstöður sem koma að það sé þó hægt að framfylgja þeim eins og lögin gera ráð fyrir.“ Girðir nýja frumvarpið fyrir slíkt? „Að hluta til tekur það á þessum málum ásamt auðvitað öðrum og er jákvætt skref þó að það þurfi að mínu mati að stíga önnur og stærri skref. Við munum örugglega leggja fram annað frumvarp fljótlega um útlendingamál sem tekur kannski enn frekar á ákveðnum veikleikum. Það er mikilvægt að klára þetta mál en það er líka mikilvægt að við skoðum vinnulagið og grundvöllinn fyrir því hvernig við getum meðhöndlað mál eins og þessi,“ svarar Jón. Ertu sem sagt með tvö frumvörp í vinnslu? „Nei, nei, ég er með náttúrlega þetta mál núna undir. Ég er að segja að við munum þurfa að leggja fram í framhaldinu frekari breytingar á útlendingalöggjöfinni. Það er mitt mat.“ En í þessari atrennu, ertu bjartsýnn á að það náist sátt um þessar tillögur? „Nei, ég er alls ekki bjartsýnn á að það náist sátt en ég tel að það sé meirihluti fyrir því að afgreiða þetta mál eins og það er í dag og um það sátt milli meirihlutaflokkanna. Þótt vissulega séu, sérstaklega innan þingmannahóps Vinstri grænna, athugasemdir og fyrirvarar við málið, þá er ég mjög bjartsýnn á að þetta mál klárist núna í febrúar loksins,“ segir Jón. Rafvarnarvopnavæðing lögreglu engin skyndiákvörðun Það birtust fréttir um reglugerð heimild lögreglu til þess að nota rafbyssur og hún hafi verið samin og undirrituð af þér. Verða rafbyssur þá komnar til að vera? „Já, við gerum ráð fyrir því. Við köllum þetta reyndar rafvarnarvopn og það hefur verið mikið ákall eftir þessu frá bæði Landssambandi lögreglumanna, lögreglustjórum og lögreglunni almennt. Við búum því miður bara við breyttan veruleika í okkar samfélagi og það er auðvitað mikilvægt að við bregðumst við því með viðeigandi hætti,“ segir Jón. Hann nefnir einnig að það sé honum ofarlega í huga og starfi að tryggja öryggi löggæslufólks. Rafvopnavæðing sé stór þáttur í því. „Við erum því miður að horfa fram á mikla aukningu í slysatíðni meðal lögreglumanna vegna þeirra sem þeir eru að eiga við. Það fylgja því auðvitað slys á þeim sem er verið að eiga við hverju sinni líka. Við erum bara með þessi mál mjög ítrekuð á síðustu misserum og við þessu verður að bregðast.“ Þá segir Jón reynslu annarra þjóða af innleiðingu rafvarnarvopna vera góða. Hún dragi úr meiðslum lögregluþjóna í starfi um sjötíu prósent. Einnig dragi hún úr meiðslum hjá þeim sem lögregluþjónar eigi við, um fimmtíu prósent. „Reynslan er sú að það þarf mjög sjaldan að grípa til þessara vopna. Það er nóg að þau séu til staðar. Mér hefur fundist vera ákveðinn misskilningur í þessari umræðu af hálfu sumra sem telja að þarna séum við að kalla eftir frekari átökum og frekari vopnavæðingu. Það er alls ekki svo að mínu mati. Þetta kemur engan veginn í staðinn fyrir þá áherslu sem ég er að leggja á forvarnir að öðru leyti í afbrotum og þeirri vinnu sem þarf að fara af stað og þarf að ná niður í skólakerfinu,“ segir Jón. Strangar reglur þurfi að gilda og þjálfun mikilvæg En kom einhvern tímann til greina að hafa þetta sem tilraunaverkefni? Hún Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur var hérna í Bítinu bara rétt eftir áramót að tala um tveggja ára tilraunaverkefni í Noregi þar sem bæði borgarar og lögreglan venjast þessum nýja veruleika. „Já, já. Auðvitað geta menn alltaf afnumið þessa reglugerð eða gert breytingar á henni ef menn kjósa að gera svo í ljós einhverrar reynslu. En annaðhvort tökum við þetta í notkun eða ekki og ég sé ekki hver munurinn er í sjálfu sér á tilraunaverkefni eða bara af þeirri staðreynd að lögreglunni er heimilt að bera þessi vopn. Við munum gera ráðstafanir, auðvitað, sem að þegar er undirbúið og er í undirbúningi núna. Það verður gerð krafa um mikla þjálfun og þannig innleiddar mjög strangar reglur eins og gilda í dag um valdbeitingu lögreglu, þetta er bara hluti af því. Við munum fylgja því mjög stíft eftir.“ Hann segir ljóst að ekki muni allt lögreglulið fá þessi nýju vopn og þjálfun á einni nóttu. Innleiðingin muni ef til vill taka tólf til átján mánuði. Mikilvægt sé að hefjast handa en hann vonast til þess að vopnin verði komin að einhverju leyti í notkun þegar sumar fer að nálgast. Þetta er ekki óumdeilt og þetta er mikil breyting, það er talað um að það hefði þurft að ræða málin frekar? „Ég geri mér grein fyrir að þetta er umdeilt en umræðan hefur svo sem farið fram og það þarf ekki annað en að fletta fréttum á síðasta ári [til að sjá] að þá var þetta engin skyndiákvörðun af minni hálfu. Drjúgan hluta af síðasta ári, þá hefur þetta oft verið til umræðu og ég hef oft komið inn á það að þetta sé í undirbúningi í ráðuneytinu. Í skoðun, að við séum að skoða reynslu annarra þjóða, undirbúningurinn sé þannig í gangi af því að gefa út þessa reglugerð,“ segir Jón. Ekki á förum Þarf að ræða þetta betur í þinginu? „Ég er tilbúinn til að ræða þetta eins og allt annað í þinginu hvenær sem er.“ Þannig það er hægt að snúa þessu við, ef svo ber undir? „Það er alltaf ákvörðun á hverjum tíma hvort þú breytir þessari reglugerð aftur og hvort það verður í minni tíð sem dómsmálaráðherra eða einhvers annars. En undirbúningur okkar eru á fullu miðað við þessa reglugerð, bæði í að undirbúa og þjálfun og menntun lögreglumanna í þessu og og undirbúa kaupin á þessum tækjum,“ segir Jón. Þegar því er velt upp að Jón eigi mögulega lítinn tíma eftir í starfi og sé með mikið á sinni könnu segir hann það hafa verið nefnt. Það er mikið á þinni könnu en ef mér reiknast rétt áttu nú bara sirka einn og hálfan mánuð, eftir í starfi? „Ég hef ekki fengið nein skilaboð um það frá þeim sem því ráða. Það er auðvitað þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sem tekur á móti tillögu formanns um það hvenær verða ráðherraskipti í þessum flokki.“ Ert þú ekki að undirbúa brottför? „Ég er ekki að undirbúa hana, ég er bara að vinna mína vinnu.“
Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Rafbyssur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent