Reglugerðin var tilbúin áður en ráðherra tilkynnti ákvörðunina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. janúar 2023 06:54 Takmörkuð umræða virðist hafa farið fram á stjórnarheimilinu um ákvörðun dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Reglugerð um heimild lögreglu til að nota rafbyssur hefur verið samin og undirrituð af dómsmálaráðherra. Hún tekur gildi um leið og hún birtist í Stjórnartíðindum, sem verður á næstu dögum. Frá þessu greinir Morgunblaðið og vitnar í dómsmálaráðherrann sjálfan, Jón Gunnarsson. Jón sagði í samtali við blaðið í gær að lögregla hefði þegar hafið mótun verklagsreglna um rafbyssur og undirbúning þjálfunar í notkun þeirra. Þá væri verið að undirbúa innkaup vopnanna en þau færu líklega í útboð. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins var reglugerðin undirrituð skömmu fyrir áramót, sem vekur athygli þar sem ráðherra greindi fyrst frá fyrirætlunum sínum um að veita lögreglu umrædda heimild 30. desember. Það gerði hann í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu. Svo virðist sem lítið hafi verið rætt um ákvörðun ráðherra meðal stjórnarflokkanna en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði í samtali við Vísi sama dag að tíðindin kæmu sér á óvart og það væri hennar mat að meiri umræður þyrftu að eiga sér stað. „Ég hef áður lýst yfir efasemdum um það hvort að aukinn vopnaburður lögreglu yrði til góðs. Ég skil alveg ákall lögreglu um öryggi þeirra og ég tel mikilvægt að lögreglunni eins og öllum öðrum líði vel í starfi en ég held að það sé líka mikilvægt að almennir borgarar beri traust og telji sig örugga í samskiptum við lögregluna.“ Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við RÚV að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu yrði háttað, áður en henni yrðu veittar auknar heimildir. Málið yrði rætt í ríkisstjórn og eðlilegt að einhver umræða færi fram á Alþingi sömuleiðis. Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu eru fleiri landsmenn á móti auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. Aðeins 8,1 prósent sögðust mjög hlynnt og um 20 prósent fremur hlynnt auknum vopnaburði en 19,3 prósent sögðust mjög andvíg og 22,5 prósent fremur andvíg. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið og vitnar í dómsmálaráðherrann sjálfan, Jón Gunnarsson. Jón sagði í samtali við blaðið í gær að lögregla hefði þegar hafið mótun verklagsreglna um rafbyssur og undirbúning þjálfunar í notkun þeirra. Þá væri verið að undirbúa innkaup vopnanna en þau færu líklega í útboð. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins var reglugerðin undirrituð skömmu fyrir áramót, sem vekur athygli þar sem ráðherra greindi fyrst frá fyrirætlunum sínum um að veita lögreglu umrædda heimild 30. desember. Það gerði hann í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu. Svo virðist sem lítið hafi verið rætt um ákvörðun ráðherra meðal stjórnarflokkanna en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði í samtali við Vísi sama dag að tíðindin kæmu sér á óvart og það væri hennar mat að meiri umræður þyrftu að eiga sér stað. „Ég hef áður lýst yfir efasemdum um það hvort að aukinn vopnaburður lögreglu yrði til góðs. Ég skil alveg ákall lögreglu um öryggi þeirra og ég tel mikilvægt að lögreglunni eins og öllum öðrum líði vel í starfi en ég held að það sé líka mikilvægt að almennir borgarar beri traust og telji sig örugga í samskiptum við lögregluna.“ Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við RÚV að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu yrði háttað, áður en henni yrðu veittar auknar heimildir. Málið yrði rætt í ríkisstjórn og eðlilegt að einhver umræða færi fram á Alþingi sömuleiðis. Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu eru fleiri landsmenn á móti auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. Aðeins 8,1 prósent sögðust mjög hlynnt og um 20 prósent fremur hlynnt auknum vopnaburði en 19,3 prósent sögðust mjög andvíg og 22,5 prósent fremur andvíg.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira