„Ósmekkleg fyrirsögn“ sem hefði ekki átt að birtast Bjarki Sigurðsson skrifar 17. janúar 2023 21:42 Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, segir fyrirsögnina hafa verið ósmekklega og því hafi henni verið breytt. Skjáskot/Vísir/Vilhelm Ritstjóri Viðskiptablaðsins segir fyrirsögn á skoðanapistli sem birtist í blaðinu í síðustu viku hafa verið ósmekklega. Beðist verður velvirðingar á fyrirsögninni í næsta tölublaði blaðsins en fyrirsögninni var breytt í netútgáfunni í gær. Í síðustu viku birtist skoðanapistill með fyrirsögninni „Ótímabært sáðlát“ í Viðskiptablaðinu. Pistillinn kom frá nafnlausa höfundinum Tý sem er einn af pistlahöfundum blaðsins. Við greinina var mynd af Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, en greinin fjallaði um að stuðningsmenn flokksins ættu ekki að fagna alveg strax þrátt fyrir útlit um gott gengi í skoðanakönnunum. Mörgum þótti samsetning fyrirsagnarinnar og myndarinnar ansi ósmekkleg og vöktu athygli á málinu á samfélagsmiðlum. Viðskiptablaðið getur verið low en þetta er einstaklega ósmekklegt pic.twitter.com/BoFlWg8Tdu— Stefán Pettersson (@Stebbipett) January 15, 2023 Fyrirsögninni var breytt daginn eftir yfir í „Ótímabær fögnuður“. Í samtali við fréttastofu segir Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, að upphaflega fyrirsögnin hafi verið ósmekkleg og því var henni breytt. „Það voru mistök að birta þessa fyrirsögn svona. Samlíkingin var bara léleg. Samlíkingin var í tengslum við ótímabæran fögnuð kjósenda Samfylkingarinnar á gengi flokksins í skoðanakönnunum. Þá notar þessi pistlahöfundur þessa samlíkingu sem var ósmekkleg. Það voru bara mistök að þetta hafi farið í gegn,“ segir Trausti. Hann segir að ritstjórn blaðsins muni biðjast velvirðingar á birtingunni í næsta tölublaði sem kemur út á fimmtudag. Þá hefur afsökunarbeiðni verið bætt við neðst við netútgáfu greinarinnar. Afsökunarbeiðnin sem er neðst í netútgáfu greinarinnar. „Fólk tengir þetta saman sem ég hef ákveðinn skilning fyrir. Hún hefði aldrei átt að fara svona í gegn. Stundum verða mistök í blaðamennsku,“ segir Trausti. Fjölmiðlar Samfylkingin Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Í síðustu viku birtist skoðanapistill með fyrirsögninni „Ótímabært sáðlát“ í Viðskiptablaðinu. Pistillinn kom frá nafnlausa höfundinum Tý sem er einn af pistlahöfundum blaðsins. Við greinina var mynd af Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, en greinin fjallaði um að stuðningsmenn flokksins ættu ekki að fagna alveg strax þrátt fyrir útlit um gott gengi í skoðanakönnunum. Mörgum þótti samsetning fyrirsagnarinnar og myndarinnar ansi ósmekkleg og vöktu athygli á málinu á samfélagsmiðlum. Viðskiptablaðið getur verið low en þetta er einstaklega ósmekklegt pic.twitter.com/BoFlWg8Tdu— Stefán Pettersson (@Stebbipett) January 15, 2023 Fyrirsögninni var breytt daginn eftir yfir í „Ótímabær fögnuður“. Í samtali við fréttastofu segir Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, að upphaflega fyrirsögnin hafi verið ósmekkleg og því var henni breytt. „Það voru mistök að birta þessa fyrirsögn svona. Samlíkingin var bara léleg. Samlíkingin var í tengslum við ótímabæran fögnuð kjósenda Samfylkingarinnar á gengi flokksins í skoðanakönnunum. Þá notar þessi pistlahöfundur þessa samlíkingu sem var ósmekkleg. Það voru bara mistök að þetta hafi farið í gegn,“ segir Trausti. Hann segir að ritstjórn blaðsins muni biðjast velvirðingar á birtingunni í næsta tölublaði sem kemur út á fimmtudag. Þá hefur afsökunarbeiðni verið bætt við neðst við netútgáfu greinarinnar. Afsökunarbeiðnin sem er neðst í netútgáfu greinarinnar. „Fólk tengir þetta saman sem ég hef ákveðinn skilning fyrir. Hún hefði aldrei átt að fara svona í gegn. Stundum verða mistök í blaðamennsku,“ segir Trausti.
Fjölmiðlar Samfylkingin Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira