„Það er áhættuatriði að fara hér um á veturna“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2023 19:21 Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörður. Vísir/Sigurjón Betur fór en á horfðist þegar kona lenti í lífsháska er hún féll ofan í gjá við Öxará á Þingvöllum á sunnudag. Konan fór á bólakaf í ískalt vatnið en um átján gráðu frost var á svæðinu. Þjóðgarðsvörður segir ljóst að mun verr hefði getað farið en aðeins er tæpt ár frá því að ungt barn féll ofan í sprungu á svipuðum stað. Konan og samferðafólk hennar eru Íslendingar og vant útivistarfólk. Þau höfðu farið út fyrir merktan slóða þegar atvikið átti sér stað. Snjór hafði hulið vatnsgjána en hann gaf sig þegar konan gekk þar yfir. Einar Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir augljóst að mikil hætta hafi verið á ferðum. „Jú, augljóslega var mikil hætta vegna þess að það er ekkert hlaupið að því að ná fólki upp úr svona gjá, sérstaklega þegar það eru fáir til. Það vildi henni til happs að samferðamaður hjálpaði henni upp ásamt öðrum sem komu að,“ segir Einar. Hann segist hafa skynjað að atvikið hafi tekið mikið á, bæði hjá konunni og þeim sem bjargaði henni. Það séu ekki síst andlegu sárin sem þurfi að hlúa að. Það gekk víst mikið á að ná henni þarna upp úr gjánni, en þetta hefði getað farið bara mjög illa, ekki síst ef hún hefði verið ein á ferð. „Áhættuatriði að fara hér um á veturna“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt atvik á sér stað en aðeins er tæpt ár frá því að ungur danskur drengur féll ofan í sprungu á svipuðum stað. Einar segir ekki raunhæft að loka svæðinu en á háálagstímum hafi verið reynt að girða það af. „Þetta hefur svona fengið okkur til að velta þessu fyrir okkur, hvort það sé hægt að merkja vissa staði betur og koma upplýsingum betur á framfæri. Að koma þessu í fjölmiðla er í raun fyrsta verkefnið, að vekja betur athygli á þessu. Á veturna getur verið erfitt að fara um þegar snjórinn hylur landslagið og gjár og sprungur. Það er áhættuatriði að fara hér um á veturna,“ segir Einar. Gjáin er rétt við Þingvallavatn og Öxará.Vísir/Sigurjón Áskorun að koma skilaboðum til ferðamanna Þingvellir er vinsæll ferðamannastaður enda frábært útivistarsvæði og náttúruperla. En það er spurning hvort allir geri sér grein fyrir þeim hættum sem leynast um allt. „Að koma skilaboðum til ferðamanna er alltaf mikil áskorun, hvort sem það er hér, í Reynisfjöru eða annars staðar á landinu, að virða hættur. Við vitum alveg að skilti gera bara ákveðið mikið. Það þarf stöðugt að vera bara upplýsingagjöf í gangi á hvaða formi sem er. Hvort sem það er á vefnum, á skiltum, munnlegt eða í fjölmiðlum, um þær hættur sem blasa við. En eins og í þessu tilfelli, og í gjám sem eru úr alfaraleið, þá er ekkert annað að gera en að hvetja fólk til árvekni og að fylgjast vel með,“ segir Einar. Ferðamennska á Íslandi Þingvellir Slysavarnir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Féll í gjá við Öxará Gestur þjóðgarðsins á Þingvöllum lenti í lífsháska eftir að hann féll ofan í vatnsgjá við Öxará í gær. Gesturinn fór á bólakaf í vatnið en samferðamaður hans og annar gestur þjóðgarðsins komu honum til bjargar. 16. janúar 2023 18:27 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Sjá meira
Konan og samferðafólk hennar eru Íslendingar og vant útivistarfólk. Þau höfðu farið út fyrir merktan slóða þegar atvikið átti sér stað. Snjór hafði hulið vatnsgjána en hann gaf sig þegar konan gekk þar yfir. Einar Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir augljóst að mikil hætta hafi verið á ferðum. „Jú, augljóslega var mikil hætta vegna þess að það er ekkert hlaupið að því að ná fólki upp úr svona gjá, sérstaklega þegar það eru fáir til. Það vildi henni til happs að samferðamaður hjálpaði henni upp ásamt öðrum sem komu að,“ segir Einar. Hann segist hafa skynjað að atvikið hafi tekið mikið á, bæði hjá konunni og þeim sem bjargaði henni. Það séu ekki síst andlegu sárin sem þurfi að hlúa að. Það gekk víst mikið á að ná henni þarna upp úr gjánni, en þetta hefði getað farið bara mjög illa, ekki síst ef hún hefði verið ein á ferð. „Áhættuatriði að fara hér um á veturna“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt atvik á sér stað en aðeins er tæpt ár frá því að ungur danskur drengur féll ofan í sprungu á svipuðum stað. Einar segir ekki raunhæft að loka svæðinu en á háálagstímum hafi verið reynt að girða það af. „Þetta hefur svona fengið okkur til að velta þessu fyrir okkur, hvort það sé hægt að merkja vissa staði betur og koma upplýsingum betur á framfæri. Að koma þessu í fjölmiðla er í raun fyrsta verkefnið, að vekja betur athygli á þessu. Á veturna getur verið erfitt að fara um þegar snjórinn hylur landslagið og gjár og sprungur. Það er áhættuatriði að fara hér um á veturna,“ segir Einar. Gjáin er rétt við Þingvallavatn og Öxará.Vísir/Sigurjón Áskorun að koma skilaboðum til ferðamanna Þingvellir er vinsæll ferðamannastaður enda frábært útivistarsvæði og náttúruperla. En það er spurning hvort allir geri sér grein fyrir þeim hættum sem leynast um allt. „Að koma skilaboðum til ferðamanna er alltaf mikil áskorun, hvort sem það er hér, í Reynisfjöru eða annars staðar á landinu, að virða hættur. Við vitum alveg að skilti gera bara ákveðið mikið. Það þarf stöðugt að vera bara upplýsingagjöf í gangi á hvaða formi sem er. Hvort sem það er á vefnum, á skiltum, munnlegt eða í fjölmiðlum, um þær hættur sem blasa við. En eins og í þessu tilfelli, og í gjám sem eru úr alfaraleið, þá er ekkert annað að gera en að hvetja fólk til árvekni og að fylgjast vel með,“ segir Einar.
Ferðamennska á Íslandi Þingvellir Slysavarnir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Féll í gjá við Öxará Gestur þjóðgarðsins á Þingvöllum lenti í lífsháska eftir að hann féll ofan í vatnsgjá við Öxará í gær. Gesturinn fór á bólakaf í vatnið en samferðamaður hans og annar gestur þjóðgarðsins komu honum til bjargar. 16. janúar 2023 18:27 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Sjá meira
Féll í gjá við Öxará Gestur þjóðgarðsins á Þingvöllum lenti í lífsháska eftir að hann féll ofan í vatnsgjá við Öxará í gær. Gesturinn fór á bólakaf í vatnið en samferðamaður hans og annar gestur þjóðgarðsins komu honum til bjargar. 16. janúar 2023 18:27