Óttast flóð í Ölfusá vegna mikillar hláku framundan Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2023 21:30 Ölfusá, sem er meira og minna öll ísilögð þessa dagana. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Almannavarnaráðs Árborgar hvetur íbúa á Selfossi að vera ekki á óþarfa vappi í kringum Ölfusá á föstudaginn þegar spáð er asahláku á svæðinu. Elstu menn muna ekki jafn mikinn klaka í ánni eins og þessa dagana. Ölfusá er vatnsmesta á landsins. Áin er núna meira og minna öll ísilögð og klakastíflur hafa myndast í ánni. Almannavarnaráð Árborgar kom saman í morgun vegna ástandsins og hlákunnar, sem spáð er á föstudaginn. „Áin er ísilögð hér upp með öllu og það hefur safnast mikið íshröngl fyrir og elstu menn muna ekki annað eins af ís margir hverjir, þannig að það verður úr vöndu að ráða þegar það fer að hlána. Það spáir mikilli rigningu og talsverðum hlýindum en það er spurning eftir svona mánaðar frost, hvort að það sé nógu langt til að hreyfa við því en þetta veit ég auðvitað ekki,“ segir Kjartan Björnsson, formaður Almannavarnaráðs Árborgar. Starfsmenn Árborgar voru að kanna í dag hvort dælur neðan jarðar í kringum Ölfusá væru ekki allar í lagi þurfi að nota þær. Mikið flóð var í ánni árin 1948 og 1968. „Það flæddi hér þá út um allt eins og yfir Þóristúnið og alveg upp að Austurvegi, þannig að það er alveg von á því ef það verður mikið flóð en við vonum að til þess komi ekki,” bætir Kjartan við. Formaður Almannavarnaráðs Árborgar, Kjartan Björnsson. Ráðið mun hittast aftur á fundi á fimmtudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kjartan á þessi skilaboð til íbúa á Selfossi. „Við viljum bara hvetja íbúana að fara í forvarnir, losa niðurföll og annað slíkt og auðvitað skemmir það ekki fyrir hjá þeim, sem eiga heima næst ánni að setja sandpoka fyrir niðurföll ef af yrði en ég tek það alveg skýrt fram að við erum í rauninni bara að undirbúa viðbragðið,” segir Kjartan og bætir við. „Og svo síðdegis á fimmtudag þá mælumst við auðvitað til þess þegar það fer að hlána á föstudaginn að fólk sé ekki á óþarfa vappi í kringum ána, því auðvitað vitum við ekkert hvað getur gerst og það er bara gott að hafa varan á.” Árborg Veður Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Ölfusá er vatnsmesta á landsins. Áin er núna meira og minna öll ísilögð og klakastíflur hafa myndast í ánni. Almannavarnaráð Árborgar kom saman í morgun vegna ástandsins og hlákunnar, sem spáð er á föstudaginn. „Áin er ísilögð hér upp með öllu og það hefur safnast mikið íshröngl fyrir og elstu menn muna ekki annað eins af ís margir hverjir, þannig að það verður úr vöndu að ráða þegar það fer að hlána. Það spáir mikilli rigningu og talsverðum hlýindum en það er spurning eftir svona mánaðar frost, hvort að það sé nógu langt til að hreyfa við því en þetta veit ég auðvitað ekki,“ segir Kjartan Björnsson, formaður Almannavarnaráðs Árborgar. Starfsmenn Árborgar voru að kanna í dag hvort dælur neðan jarðar í kringum Ölfusá væru ekki allar í lagi þurfi að nota þær. Mikið flóð var í ánni árin 1948 og 1968. „Það flæddi hér þá út um allt eins og yfir Þóristúnið og alveg upp að Austurvegi, þannig að það er alveg von á því ef það verður mikið flóð en við vonum að til þess komi ekki,” bætir Kjartan við. Formaður Almannavarnaráðs Árborgar, Kjartan Björnsson. Ráðið mun hittast aftur á fundi á fimmtudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kjartan á þessi skilaboð til íbúa á Selfossi. „Við viljum bara hvetja íbúana að fara í forvarnir, losa niðurföll og annað slíkt og auðvitað skemmir það ekki fyrir hjá þeim, sem eiga heima næst ánni að setja sandpoka fyrir niðurföll ef af yrði en ég tek það alveg skýrt fram að við erum í rauninni bara að undirbúa viðbragðið,” segir Kjartan og bætir við. „Og svo síðdegis á fimmtudag þá mælumst við auðvitað til þess þegar það fer að hlána á föstudaginn að fólk sé ekki á óþarfa vappi í kringum ána, því auðvitað vitum við ekkert hvað getur gerst og það er bara gott að hafa varan á.”
Árborg Veður Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira