Níu af ríflega fjögur þúsund umsóknum metnar tilhæfulausar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. janúar 2023 12:03 Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Einungis níu af um fjögur þúsund og fimm hundruð umsóknum um alþjóðlega vernd á síðasta ári voru metnar tilhæfulausar. Þingmaður Samfylkingar telur að staðhæfingar um stjórnlaust ástand í útlendingamálum eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingar, kemur fram að frá upphafi árs 2020 til ársloka 2022 hafi alls 32 umsóknir um alþjóðlega vernd verið metnar tilhæfulausar. Þar af voru níu árið 2020, fjórtán árið 2021 og níu í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun bárust ríflega fjögur þúsund umsóknir um alþjóðlega vernd í fyrra og er hlutfallið því vel innan við eitt prósent. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur sagt í viðtölum að ástandið í útlendingamálum sé stjórnlaust og í umræðum á þinginu í október sagði hann ljóst að verið væri að misnota kerfið sem stæði öllum opið. Þórunn segist hafa lagt fram fyrirspurnina í ljósi þeirrar umræðu. „Fyrst og fremst finnst mér þetta sýna okkur að langflest sem leita hælis á Íslandi hafa fyrir því lögmætar ástæður og mér finnst gott að fá það fram í ljósi umræðunnar um einhvers konar stjórnlausan straum til landsins,“ segir Þórunn. Umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra á að fara fram fljótlega eftir að Alþingi kemur saman á ný í næstu viku.Vísir/Vilhelm Hún telur þetta sýna fram á að svo sé ekki. „Það er hins vegar þannig ástand í heiminum að mjög margt fólk á rétt á alþjóðlegri vernd og við erum hluti af þessum umheimi og þurfum að axla okkar ábyrgð í þessu máli eins og önnur lönd.“ Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt úr nefnd í desember og gert er ráð fyrir annarri umræðu fljótlega eftir að Alþingi kemur saman á ný í næstu viku. Þórunn segir efnislega umræðu mjög brýna og að Samfylkingin muni beita sér gegn atriðum þess sem hún telur brjóta gegn mannréttindum fólks, líkt og t.d. ákvæði um svokallaða þrjátíu daga reglu. „Að menn missi þjónustu þrjátíu dögum eftir brottvísun hafi þeir ekki yfirgefið landið, eigi þá ekki rétt á heilbrigðisþjónustu eða neinu slíku,“ segir Þórunn. „Ég treysti því að frumvarpið verði ekki afgreitt með þeim hætti.“ Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingar, kemur fram að frá upphafi árs 2020 til ársloka 2022 hafi alls 32 umsóknir um alþjóðlega vernd verið metnar tilhæfulausar. Þar af voru níu árið 2020, fjórtán árið 2021 og níu í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun bárust ríflega fjögur þúsund umsóknir um alþjóðlega vernd í fyrra og er hlutfallið því vel innan við eitt prósent. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur sagt í viðtölum að ástandið í útlendingamálum sé stjórnlaust og í umræðum á þinginu í október sagði hann ljóst að verið væri að misnota kerfið sem stæði öllum opið. Þórunn segist hafa lagt fram fyrirspurnina í ljósi þeirrar umræðu. „Fyrst og fremst finnst mér þetta sýna okkur að langflest sem leita hælis á Íslandi hafa fyrir því lögmætar ástæður og mér finnst gott að fá það fram í ljósi umræðunnar um einhvers konar stjórnlausan straum til landsins,“ segir Þórunn. Umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra á að fara fram fljótlega eftir að Alþingi kemur saman á ný í næstu viku.Vísir/Vilhelm Hún telur þetta sýna fram á að svo sé ekki. „Það er hins vegar þannig ástand í heiminum að mjög margt fólk á rétt á alþjóðlegri vernd og við erum hluti af þessum umheimi og þurfum að axla okkar ábyrgð í þessu máli eins og önnur lönd.“ Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt úr nefnd í desember og gert er ráð fyrir annarri umræðu fljótlega eftir að Alþingi kemur saman á ný í næstu viku. Þórunn segir efnislega umræðu mjög brýna og að Samfylkingin muni beita sér gegn atriðum þess sem hún telur brjóta gegn mannréttindum fólks, líkt og t.d. ákvæði um svokallaða þrjátíu daga reglu. „Að menn missi þjónustu þrjátíu dögum eftir brottvísun hafi þeir ekki yfirgefið landið, eigi þá ekki rétt á heilbrigðisþjónustu eða neinu slíku,“ segir Þórunn. „Ég treysti því að frumvarpið verði ekki afgreitt með þeim hætti.“
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira