Níu af ríflega fjögur þúsund umsóknum metnar tilhæfulausar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. janúar 2023 12:03 Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Einungis níu af um fjögur þúsund og fimm hundruð umsóknum um alþjóðlega vernd á síðasta ári voru metnar tilhæfulausar. Þingmaður Samfylkingar telur að staðhæfingar um stjórnlaust ástand í útlendingamálum eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingar, kemur fram að frá upphafi árs 2020 til ársloka 2022 hafi alls 32 umsóknir um alþjóðlega vernd verið metnar tilhæfulausar. Þar af voru níu árið 2020, fjórtán árið 2021 og níu í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun bárust ríflega fjögur þúsund umsóknir um alþjóðlega vernd í fyrra og er hlutfallið því vel innan við eitt prósent. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur sagt í viðtölum að ástandið í útlendingamálum sé stjórnlaust og í umræðum á þinginu í október sagði hann ljóst að verið væri að misnota kerfið sem stæði öllum opið. Þórunn segist hafa lagt fram fyrirspurnina í ljósi þeirrar umræðu. „Fyrst og fremst finnst mér þetta sýna okkur að langflest sem leita hælis á Íslandi hafa fyrir því lögmætar ástæður og mér finnst gott að fá það fram í ljósi umræðunnar um einhvers konar stjórnlausan straum til landsins,“ segir Þórunn. Umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra á að fara fram fljótlega eftir að Alþingi kemur saman á ný í næstu viku.Vísir/Vilhelm Hún telur þetta sýna fram á að svo sé ekki. „Það er hins vegar þannig ástand í heiminum að mjög margt fólk á rétt á alþjóðlegri vernd og við erum hluti af þessum umheimi og þurfum að axla okkar ábyrgð í þessu máli eins og önnur lönd.“ Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt úr nefnd í desember og gert er ráð fyrir annarri umræðu fljótlega eftir að Alþingi kemur saman á ný í næstu viku. Þórunn segir efnislega umræðu mjög brýna og að Samfylkingin muni beita sér gegn atriðum þess sem hún telur brjóta gegn mannréttindum fólks, líkt og t.d. ákvæði um svokallaða þrjátíu daga reglu. „Að menn missi þjónustu þrjátíu dögum eftir brottvísun hafi þeir ekki yfirgefið landið, eigi þá ekki rétt á heilbrigðisþjónustu eða neinu slíku,“ segir Þórunn. „Ég treysti því að frumvarpið verði ekki afgreitt með þeim hætti.“ Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira
Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingar, kemur fram að frá upphafi árs 2020 til ársloka 2022 hafi alls 32 umsóknir um alþjóðlega vernd verið metnar tilhæfulausar. Þar af voru níu árið 2020, fjórtán árið 2021 og níu í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun bárust ríflega fjögur þúsund umsóknir um alþjóðlega vernd í fyrra og er hlutfallið því vel innan við eitt prósent. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur sagt í viðtölum að ástandið í útlendingamálum sé stjórnlaust og í umræðum á þinginu í október sagði hann ljóst að verið væri að misnota kerfið sem stæði öllum opið. Þórunn segist hafa lagt fram fyrirspurnina í ljósi þeirrar umræðu. „Fyrst og fremst finnst mér þetta sýna okkur að langflest sem leita hælis á Íslandi hafa fyrir því lögmætar ástæður og mér finnst gott að fá það fram í ljósi umræðunnar um einhvers konar stjórnlausan straum til landsins,“ segir Þórunn. Umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra á að fara fram fljótlega eftir að Alþingi kemur saman á ný í næstu viku.Vísir/Vilhelm Hún telur þetta sýna fram á að svo sé ekki. „Það er hins vegar þannig ástand í heiminum að mjög margt fólk á rétt á alþjóðlegri vernd og við erum hluti af þessum umheimi og þurfum að axla okkar ábyrgð í þessu máli eins og önnur lönd.“ Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt úr nefnd í desember og gert er ráð fyrir annarri umræðu fljótlega eftir að Alþingi kemur saman á ný í næstu viku. Þórunn segir efnislega umræðu mjög brýna og að Samfylkingin muni beita sér gegn atriðum þess sem hún telur brjóta gegn mannréttindum fólks, líkt og t.d. ákvæði um svokallaða þrjátíu daga reglu. „Að menn missi þjónustu þrjátíu dögum eftir brottvísun hafi þeir ekki yfirgefið landið, eigi þá ekki rétt á heilbrigðisþjónustu eða neinu slíku,“ segir Þórunn. „Ég treysti því að frumvarpið verði ekki afgreitt með þeim hætti.“
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira