Mjög ósáttar með að fá ekki æfingaferð í sólina eins og karlaliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2023 10:00 Selma Sól Magnúsdóttir í leik með Rosenborg á móti Real Madrid í Meistaradeildinni. Getty/Diego Souto Íslendingaliðið Rosenborg í norsku kvennadeildinni hefur fengið á sig gagnrýni fyrir að tíma ekki að bjóða kvennaliði sínu upp á það sama og karlaliðið fær. Karlalið Rosenborg fer í 26 daga æfingaferð fyrir tímabilið en konurnar þurfa að dúsa heima í Þrándheimi. Leikmenn kvennaliðs Rosenborg hafa látið í sér heyra ekki síst þar sem öll hin liðin í kvennadeildinni ferðast suður til Spánar í æfingaferð fyrir tímabilið. „Þetta eru ekki skilaboðin sem ég bjóst við að heyra,“ sagði Matilde Alsaker Rogde, leikmaður Rosenborg, í samtali við norska ríkissjónvarpið. https://t.co/TwvHnqUzpH— Harde Mottak (@HardeMottak) January 16, 2023 Með Rosenborg spilar íslenska landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir. Hin níu kvennaliðin í deildinni hittast öll á Marbella í byrjun mars og taka þar þátt saman í sérstöku æfingamót. Samtök félaga í efstu deild í Noregi styrkja þessa ferð en hvert félag fær 150 þúsund norskar krónur í styrk eða meira en tvær milljónir íslenskra króna. Þegar NRK leitaði svara hjá hæstráðendum hjá Rosenborg þá var það kostnaðurinn sem olli því að kvennaliðið fer ekki í slíka ferð. Samkvæmt upplýsingum frá Örjan Engen, stjórnarformanni hjá félaginu, þá kostar það félagið 450 þúsund norskar krónur eða sex og hálfa milljón íslenskra króna að fara í slíka ferð. „Við tókum styrkinn inn í myndina þegar við tókum þessa ákvörðun en eftir hann þyrftum við samt að borga 350 þúsund norskar krónut fyrir slíka æfingaferð,“ sagði Örjan Engen. Matilde Alsaker Rogde þekkir vel til þess sem er í gangi í karlaliðinu því kærasti hennar, Adrian Pereira,, spilar með því. Hún veit því að karlarnir fá 26 daga ferð til Spánar. „Þetta hljómar svolítið asnalega þegar við erum hjá sama félagi og við fáum ekki að gera neitt. Auðvitað er þetta pirrandi. Við viljum alls ekki taka neitt frá þeim en við höfum alveg sömu ástríðu og sama metnað og eigum því alveg eins mikið skilið,“ sagði Matilde. Norski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Karlalið Rosenborg fer í 26 daga æfingaferð fyrir tímabilið en konurnar þurfa að dúsa heima í Þrándheimi. Leikmenn kvennaliðs Rosenborg hafa látið í sér heyra ekki síst þar sem öll hin liðin í kvennadeildinni ferðast suður til Spánar í æfingaferð fyrir tímabilið. „Þetta eru ekki skilaboðin sem ég bjóst við að heyra,“ sagði Matilde Alsaker Rogde, leikmaður Rosenborg, í samtali við norska ríkissjónvarpið. https://t.co/TwvHnqUzpH— Harde Mottak (@HardeMottak) January 16, 2023 Með Rosenborg spilar íslenska landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir. Hin níu kvennaliðin í deildinni hittast öll á Marbella í byrjun mars og taka þar þátt saman í sérstöku æfingamót. Samtök félaga í efstu deild í Noregi styrkja þessa ferð en hvert félag fær 150 þúsund norskar krónur í styrk eða meira en tvær milljónir íslenskra króna. Þegar NRK leitaði svara hjá hæstráðendum hjá Rosenborg þá var það kostnaðurinn sem olli því að kvennaliðið fer ekki í slíka ferð. Samkvæmt upplýsingum frá Örjan Engen, stjórnarformanni hjá félaginu, þá kostar það félagið 450 þúsund norskar krónur eða sex og hálfa milljón íslenskra króna að fara í slíka ferð. „Við tókum styrkinn inn í myndina þegar við tókum þessa ákvörðun en eftir hann þyrftum við samt að borga 350 þúsund norskar krónut fyrir slíka æfingaferð,“ sagði Örjan Engen. Matilde Alsaker Rogde þekkir vel til þess sem er í gangi í karlaliðinu því kærasti hennar, Adrian Pereira,, spilar með því. Hún veit því að karlarnir fá 26 daga ferð til Spánar. „Þetta hljómar svolítið asnalega þegar við erum hjá sama félagi og við fáum ekki að gera neitt. Auðvitað er þetta pirrandi. Við viljum alls ekki taka neitt frá þeim en við höfum alveg sömu ástríðu og sama metnað og eigum því alveg eins mikið skilið,“ sagði Matilde.
Norski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira