Hefur litla trúa á lýðræðisást atvinnurekenda Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 15. janúar 2023 22:31 Sólveig Anna segir það taka einhverja daga að skipuleggja verkfallsboðun. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Eflingar segir vinnu við verkfallsboðun vera í gangi og hefur litla trú á lýðræðisást formanns Samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra segist ekki vera vongóð um að samningar náist á næstunni. Vinnudeila Eflingar og Samtaka Atvinnulífsins er í algerum hnút og hafa samningsaðilar lítið þokast nær hvor öðrum. Forysta Eflingar undirbýr nú verkfallsboðun sem verður lögð fyrir hópa félagsmanna til atkvæðagreiðslu á næstu dögum. „Þetta er að skýrast. Samninganefnd Eflingar er nú við störf við að halda áfram að draga upp plan um verkfallsboðun en vinnan er ekki búin þannig að það verða einhverjir dagar í viðbót þar til það liggur fyrir.“ Sólveig vildi ekki segja frá því hvers konar aðgerðir verður um að ræða og gefur lítið fyrir lýðræðisást atvinnurekenda. Sem hafa talað um að það skjóti skökku við að ekki fari fram allsherjaratkvæðagreiðsla um verkfall. „Já það er mjög áhugavert að upplifa áhuga Halldórs Benjamíns og annara á lýðræðinu innan Eflingar. Ég ætla að leggja til að Samtök Atvinnulífsins láti framkvæma atkvæðagreiðslu hjá atvinnurekendum sem tilheyra samtökunum hvort þeir vilji ekki bara verða við mjög hófstilltum kröfum Eflingar.“ Forsætisráðherra ekki bjartsýnn Katrín Jakobsdóttir sagðist eftir ríkisstjórnarfund á föstudaginn ekki vera bjartsýn á að deilan leysist. „Ég er ekkert sérstaklega vongóð á þessum tímapunkti en ég hef líka haft þá sannfæringu lengi vel að fólkið sem situr við samningaborðið sé yfirleitt mjög lausnamiðað og hef trú á því að þau reyni að finna allar mögulegar leiðir til þess að leysa þennan hnút.“ „Efling gafst ekki upp“ Sólveig Anna segir augljóst að verkföll geti skilað miklum kjarabótum. „Það er ekki þannig að þegar Efling hefur farið í verkfallsaðgerðir á síðustu árum að það hafi ekki skilað árangri. Þvert á móti. Það hefur skilað þeim árangri að frá 2019 þá jókst kaupmáttur verkafólks um 4,2 prósent á ári umfram aðra hópa einfaldlega vegna þess að Efling gafst ekki upp, barðist og náði árangri.“ Þessi orð Sólveigar fara eflaust ekki vel í alla en sumir atvinnurekendur eru þegar byjaðir að hvetja starfsfólk sitt til þess að hugsa sig vel um áður en það kýs með verkfalli. Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir „Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki um að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. 15. janúar 2023 14:45 Stefnir í aðgerðir Eflingar um mánaðamót Reikna má með að Efling kynni tillögur að verkfallsaðgerðum fljótlega upp úr helgi. Ef aðgerðirnar verða samþykktar í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna gætu þær fyrstu brostið á í kringum um næstu mánaðamót. 12. janúar 2023 19:50 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Vinnudeila Eflingar og Samtaka Atvinnulífsins er í algerum hnút og hafa samningsaðilar lítið þokast nær hvor öðrum. Forysta Eflingar undirbýr nú verkfallsboðun sem verður lögð fyrir hópa félagsmanna til atkvæðagreiðslu á næstu dögum. „Þetta er að skýrast. Samninganefnd Eflingar er nú við störf við að halda áfram að draga upp plan um verkfallsboðun en vinnan er ekki búin þannig að það verða einhverjir dagar í viðbót þar til það liggur fyrir.“ Sólveig vildi ekki segja frá því hvers konar aðgerðir verður um að ræða og gefur lítið fyrir lýðræðisást atvinnurekenda. Sem hafa talað um að það skjóti skökku við að ekki fari fram allsherjaratkvæðagreiðsla um verkfall. „Já það er mjög áhugavert að upplifa áhuga Halldórs Benjamíns og annara á lýðræðinu innan Eflingar. Ég ætla að leggja til að Samtök Atvinnulífsins láti framkvæma atkvæðagreiðslu hjá atvinnurekendum sem tilheyra samtökunum hvort þeir vilji ekki bara verða við mjög hófstilltum kröfum Eflingar.“ Forsætisráðherra ekki bjartsýnn Katrín Jakobsdóttir sagðist eftir ríkisstjórnarfund á föstudaginn ekki vera bjartsýn á að deilan leysist. „Ég er ekkert sérstaklega vongóð á þessum tímapunkti en ég hef líka haft þá sannfæringu lengi vel að fólkið sem situr við samningaborðið sé yfirleitt mjög lausnamiðað og hef trú á því að þau reyni að finna allar mögulegar leiðir til þess að leysa þennan hnút.“ „Efling gafst ekki upp“ Sólveig Anna segir augljóst að verkföll geti skilað miklum kjarabótum. „Það er ekki þannig að þegar Efling hefur farið í verkfallsaðgerðir á síðustu árum að það hafi ekki skilað árangri. Þvert á móti. Það hefur skilað þeim árangri að frá 2019 þá jókst kaupmáttur verkafólks um 4,2 prósent á ári umfram aðra hópa einfaldlega vegna þess að Efling gafst ekki upp, barðist og náði árangri.“ Þessi orð Sólveigar fara eflaust ekki vel í alla en sumir atvinnurekendur eru þegar byjaðir að hvetja starfsfólk sitt til þess að hugsa sig vel um áður en það kýs með verkfalli.
Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir „Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki um að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. 15. janúar 2023 14:45 Stefnir í aðgerðir Eflingar um mánaðamót Reikna má með að Efling kynni tillögur að verkfallsaðgerðum fljótlega upp úr helgi. Ef aðgerðirnar verða samþykktar í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna gætu þær fyrstu brostið á í kringum um næstu mánaðamót. 12. janúar 2023 19:50 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
„Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki um að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. 15. janúar 2023 14:45
Stefnir í aðgerðir Eflingar um mánaðamót Reikna má með að Efling kynni tillögur að verkfallsaðgerðum fljótlega upp úr helgi. Ef aðgerðirnar verða samþykktar í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna gætu þær fyrstu brostið á í kringum um næstu mánaðamót. 12. janúar 2023 19:50